Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SNÝST Í NOKKUÐ STÍFA NORÐANÁTT þegar líður á daginn. Rigning syðra en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Sjá síðu 4 6. desember 2004 – 334. tölublað – 4. árgangur ● þúsund manns í baði Opnar nýja húð- lækningastöð í vor Bláa lónið: ▲ SÍÐA 30 ÓÖLD Í ÍRAK Nær hundrað manns létust í árásum vígamanna í Írak frá föstudegi til sunnudags. Aukið mannfall hefur orðið mörg- um tilefni til að krefjast þess að kosningunum í næsta mánuði verði frestað. Sjá síðu 2 AÐFÖR AÐ ATVINNUVEGUNUM Einar Oddur Kristjánsson telur hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum tefla framtíð út- flutningsgreinanna í tvísýnu og gagnrýnir bankann harðlega fyrir að stemma ekki stigu við innstreymi erlends lánsfjár. Sjá síðu 6 MÁLSHÖFÐUN VEGNA ÁLVERS Hjörleifur Guttormsson hefur höfðað mál gegn Alcoa, Reyðaráli, Fjarðaráli og íslenska ríkinu vegna álvers í Reyðarfirði. Aðalmeðferð hefur farið fram. Dómarinn þarf meira en fjórar vikur til að fara yfir málið. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Bakaríin okkar verða í hátíðarskapi alla daga fram að jólum um land allt ● hús ● fasteignir ● heimilið Töskur, plaköt og óvenjulegar klukkur Listmunir í Listasafni Íslands: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS KYNBUNDIÐ OFBELDI Þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Jónína Bjartmarz og Kolbrún Halldórsdóttir hafa framsögu á mál- fundi um nauðsyn lagasetningar gegn kyn- bundnu ofbeldi, sem haldinn verður í Odda í Háskóla Íslands klukkan tólf á hádegi. Jólalest kemur eftir daga 5 BANASLYS Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í hús- inu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaels- son, yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Vegfarendur hvöttu stúlku sem var í húsinu til að stökkva út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur, sem einnig var á efri hæð hússins, komst af sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. „Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunan- um og piltsins sem lést var minnst,“ segir Guðbjörg Jóhann- esdóttir, sóknarprestur á Sauðár- króki. Einnig var minnst á slökkvi- liðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýr- mætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina voru ljósin tendruð á jólatré bæjarins en því hafði ver- ið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengist ungmennunum sem lentu í brunanum verður boðið upp á að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eld- urinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar voru. - hrs Þakklát fyrir líf þriggja sem lifðu Þrjú ungmenni voru mjög hætt komin í eldsvoðanum á Sauðárkróki sem varð 21 árs manni að bana. Talið er hafa orðið tvítugum manni til lífs að slökkviliðsmenn fóru inn bakdyramegin. Hann er nú á batavegi. BÆNASTUND Í SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU Þétt setnir bekkir á bænastund í Sauðárkrókskirkju í gær þar sem þakkað var fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust úr eldsvoðanum við Bárustíg á laugardag auk þess sem ungs manns sem lést var minnst. Að bænastundinni lok- inni fóru bæjarbúar til að sjá ljósin á jólatré bæjarins tendruð en því hafði verið frestað um einn dag vegna þessa hörmulega atburðar. M YN D /S AU D AR KR O KU R. C O M EVE-netleikurinn: Stefnan sett enn hærra TÖLVUR Stjórnendur CCP, fyrirtæk- isins sem framleiðir EVE-tölvu- leikinn, stefna að því að ná til mun fleiri notenda en áður með nýrri viðbót við tölvuleikinn, sem þeir kalla Exodus. Til að ná því mark- miði hafa þeir samið við b a n d a r í s k t f y r i r t æ k i , Savant Says Media, um markaðssetn- ingu á leiknum. Í dag eru meira en 50 þúsund áskrifendur að EVE-netleiknum og hafa mest tólf þúsund manns spilað hann í einu. Exodus er fyrsta viðbótin við leikinn og gef- ur notendum að sögn mun meiri möguleika en upphaflega útgáfan. „Þetta er upphafið að mörgu góðu sem á eftir að bætast við Eve,“ sagði Magnús Bergsson, markaðs- stjóri CCP, í tilkynningu um samn- inginn. ■ STÖÐUVEITING Forsætisráðuneytið boðaði engan umsækjanda um stöðu umboðsmanns barna í viðtal heldur réði Ingibjörgu Rafnar hæstaréttarlögmann einungis þremur dögum eftir að umsóknar- fresturinn rann út. Nokkrir um- sækjendanna hyggjast óska eftir rökstuðningi ráðuneytisins. Umsóknarfrestur um starf um- boðsmanns barna rann út 29. nóv- ember. Að sögn Steingríms Ólafs- sonar, upplýsingafulltrúa forsæt- isráðuneytisins, bárust hins vegar flestar umsóknirnar talsvert fyrr þannig að starfsfólki ráðuneytis- ins gafst tóm til að fara vandlega yfir þær. Á grundvelli þeirrar vinnu skipaði forsætisráðherra í stöðuna og því var ekki talið nauð- synlegt að boða fólk í viðtöl. Meðal umsækjenda sem ætla að óska eftir rökstuðningi ráðu- neytisins eru Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu og Jón Björnsson, frkvstj. fjöl- skyldu- og þróunarsviðs Reykja- víkur. Jón skilaði umsókn sinni fá- einum klukkustundum áður en umsóknarfresturinn rann út og var hún 25 blaðsíður að lengd. „Mér finnst þetta dálítið sérkenni- legt að það þurfi ekki að tala við neinn, það er að minnsta kosti ekki mjög traustvekjandi aðferð,“ sagði hann í gær. Blaðið hefur heimildir fyrir því að fleiri um- sækjendur hafi skilað sinni um- sókn örstuttu fyrir skilafrestinn. Ingibjörg tekur við starfi sínu þann 1. janúar næstkomandi. - shg Embætti umboðsmanns barna: Umsækjendur ekki boðaðir í viðtal 18 dagar til jóla Opið 10-18.30 í dag Íbúðalánasjóður: Í samstarf við sparisjóðina ÍBÚÐALÁN Íbúðalánasjóður hefur tekið upp samstarf við sparisjóð- ina um fjármögnun íbúðarhús- næðis. Auk þess munu sparisjóð- irnir aðstoða viðskiptavini Íbúða- lánasjóðs við gerð greiðslumats en frá og með deginum í dag er hægt að vinna slíkt mat á heima- síðu sjóðsins. Samstarfið felur í sér að spari- sjóðirnir og Íbúðalánasjóður munu bjóða öllum íbúðarkaupend- um lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eign- ar. Að sögn Halls Magnússonar, sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði, eru aðrir bankar velkomnir í slíka samvinnu en þeir verða þó að ganga að skilyrðum sjóðsins. Sjá síðu 4 EVE-NETLEIKURINN Ein persónanna í net- leiknum Eve Online.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.