Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 12
12 6. desember 2004 MÁNUDAGUR ATKVÆÐI FRÁ JÓLASVEININUM Sjálfur jólasveinninn lét ekki sitt eftir liggja í þjóðaratkvæðagreiðslu í Ungverjalandi í gær. Kosið var m.a. um hvort Ungverjar sem búa í nágrannalöndum eigi rétt á að fá tvöfaldan ríkisborgararétt. Verð á erlendu niðurhali: Verðskrár í endurskoðun UPPLÝSINGATÆKNI Fulltrúar Og Vodafone og Símans segjast hafa boðið viðskiptavinum sínum upp á ýmsa afslætti á erlendu um- framgagnamagni. Í gær kom fram gagnrýni Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, á verðlagn- ingu á erlendu niðurhali, þrátt fyrir margfalda gagnaflutnings- getu nýja sæstrengsins Farice og lélega nýtingu á flutningsgetu hans. „Við veittum 75 prósenta af- slátt í desember, sem var afmæl- isafsláttur ADSL-þjónustunnar sem hefur verið á markaði í fimm ár,“ segir Eva Magnúsdótt- ir, upplýsingafulltrúi Símans. „Síminn er auk þess að endur- skoða verðskrá sína fyrir inter- netþjónustuna og verður hún kynnt almenningi á næstunni.“ Pétur Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Og Vodafone, segir fyrir- tækið hafa farið af stað með lækkað verð og betri internet- þjónustu fyrir um þremur mán- uðum. „Við erum enn að leita leiða til að auka frítt niðurhal en það er misskilningur að halda erlent niðurhal sé frítt, eins og sumir vilja halda fram. Að stækka útlandagátt okkar um Farice-strenginn þýðir 70 pró- senta kostnaðarauka fyrir okkur, eða nokkur hundruð milljónir króna. Ótakmarkað niðurhal þýð- ir hærra mánaðargjald hjá þeim sem það bjóða, og mundi þýða hækkun mánaðargjalds hjá þeim sem tækju upp á því einnig. -þlg Nýtt háhýsi sagt eyði- leggja ímynd bæjarins Skiptar skoðanir eru á Akureyri um fyrirhugaða byggingu verktakafyrirtækisins SS Byggis á 12 hæða fjölbýlishúsi með 36 íbúðum fyrir aldraða. Tæplega 1.700 Akureyringar hafa undirritað yfirlýsingu þar sem lýst er yfir andstöðu við byggingu hússins. UMHVERFISMÁL Áformað er að reisa 12 hæða fjölbýlishús á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga á Akureyri og stendur þar sem Brekkugata og Þórunnarstræti mætast, skammt sunnan við Gler- ártorg. SS Byggir óskaði upphaf- lega eftir að reisa 12 hæða fjölbýl- ishús með 45 íbúðum en hönnuð- urinn, Logi Már Einarsson hjá arkitektastofunni Kollgátu á Akureyri, og verktakinn sættust á minni byggingu eftir að umhverf- isráð bæjarins fór þess á leit. Því er ráðgert að í hús- inu verði 36 íbúð- ir, auk tómstunda- aðstöðu fyrir aldraða á neðstu hæðinni. Í samtali við Fréttablaðið sagði Logi Már að það hefði ekki komið honum á óvart að bygging af þeirri stærð sem áform- að er að reisa væri umdeild. Honum finnst hins vegar skorta á málefnaleg rök hjá þeim sem and- vígir eru byggingunni. „Eldra fólk vill vera nálægt miðbænum og hafa félagsaðstöðu á sama svæði og því er umrædd staðsetning góð. Mér finnst að þeir sem eru á móti byggingunni verði að koma með betri rök en að það sé tilfinn- ingamál fyrir þá að hafa svæðið lítt breytt,“ sagði Logi Már. Einn þeirra sem beittu sér fyr- ir söfnun undirskriftanna var Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akur- eyri. „Ein helsta ástæða þess að ég er á móti byggingu þessa húss er að ég er að hugsa um bæjar- ímyndina. Tólf hæða blokk á þessu svæði mun setja sterkan svip á bæinn og byggingin mun verða eitt af einkennismerkjum bæjarins, líkt og kirkjan. Ég vil halda þeirri bæjarímynd sem við höfum og byggir á lágreistum húsum og huggulegri byggð. Ég er viss um að eldra fólk vill búa þar sem stutt er í félagsaðstöðu en ég hef ekki heyrt að það vilji endi- lega búa nálægt miðbænum,“ sagði Jón Hjaltason. Umhverfisráð Akureyrarbæj- ar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna bygg- ingarinnar en bæjarstjórn á enn eftir að samþykkja að deiliskipu- lagið verði auglýst. kk@frettabladid.is ■ ASÍA ,,Ég vil halda þeirri bæjarímynd sem við höfum og byggir á lágreistum húsum og huggulegri byggð.“ Borgarfjörður: Bílvelta í hálku LÖGREGLA Betur fór en á horfðist þegar bíll valt á Borgarfjarðar- braut við Grímsá laust fyrir há- degi á sunnudag. Þrennt var í bílnum en að sögn lögreglu voru slys á fólki minniháttar þótt bíllinn sé mikið skemmdur. Fljúgandi hált var í uppsveitum Borgarfjarðar í gær og sagði lögregla ökumenn fólksbíla, jafnt sem jeppa, hafa átt í mestu vandræðum að halda bílum sínum á veginum. - þlg SPRENGING Í KOLANÁMU 23 námumenn létu lífið í gas- sprengingu í kolanámu í Kasakstan. Sprengingin varð um það leyti sem næturvaktin var að koma til starfa og voru 87 manns í námunni. Þrír slösuðust en 61 slapp ómeiddur. Lík þeirra sem létust voru svo illa leikin að þau þekktust aðeins af númer- um á hjálmum þeirra. ÞRJÁTÍU LÁTNIR Í gær varð ljóst að í það minnsta þrjátíu manns létust í aurskriðum í Guizhou héraði í Kína á föstudag. Fjórtán er enn saknað og því hætt við því að tala látinna eigi eftir að hækka. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu er föstudagurinn á jólapökkum til Evrópu er mánudagurinn á jólapökkum innanlands er þriðjudagurinn 03.12. 13.12. 21.12. www.postur.isFinndu pósthúsið næst þér á Komdu tímanlega ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 25 98 4 1 1/ 20 04 með jólapakkana TÓLF HÆÐA FJÖLBÝLISHÚS Tölvuteikning af fyrirhuguðu fjölbýlishúsi eins og það mun líta út ef horft er frá gatnamót- um Glerárgötu og Þórunnarstrætis. FARICE-SÆSTRENGURINN Með tilkomu nýja Farice-sæstrengsins í byrjun ársins margfaldaðist gagnaflutningsgeta til og frá landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.