Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 14
14 2.114 NÁMU VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐI Tölurnar eru fyrir árið 2003 og eru sam- kvæmt Landshögum Hagstofunnar SVONA ERUM VIÐ Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hækka áfengisgjald á sterkt vín og tóbaksgjald um sjö prósent. Edda Sigurjónsdóttir ljósmyndari segist ekki sjá neitt sérstakt að því að þessi gjöld séu hækkuð. „Mér finnst þetta bara allt í lagi því bæði áfengi og tóbak eru heilsuspill- andi,“ segir Edda. „Reyndar finnst mér áfengi almennt vera svolítið dýrt en mér er alveg sama um tóbakið - ég er á móti tóbaki.“ Ýmsir hafa gagnrýnt hátt verð á áfengi og sagt það draga úr tekjum Íslendinga af ferðamönnum. Ferða- menn setji það fyrir sig að kaupa áfenga drykki á öldurhúsum landsins beinlínis vegna þess að þeir séu svo dýrir. Edda segist sammála þessu. „Ég þekki margt fólk sem kemur reglulega hingað til lands í heimsókn og það kvartar mest undan því hversu allt sé dýrt á börunum í Reykjavík. Ég get því alveg tekið undir það að það er fáránlega dýrt að kaupa vín á veitingahúsum.“ Stjórnarandstaðan hefur bent á að hækkun áfengisgjalds og tóbaks- gjalds sé liður í því að fjármagna boðaðar skattalækkanir á næsta ári. Edda segist draga þetta í efa. „Ég er hins vegar hlynnt því að jaðar- skattar verði lækkaðir frekar en tekju- skatturinn.“ EDDA SIGURJÓNSDÓTTIR Sátt við hækkun gjalda ÁFENGIS- OG TÓBAKSGJALD SJÓNARHÓLL Níu mánuðum eftir að Sigurður Ingi Jónsson, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síð- ustu þingkosningar, sagði sig úr flokkn- um vegna óánægju með stefnu flokks- ins og varaformanninn segir hann flokk- inn ekkert hafa breyst en heldur opnum þeim möguleika að snúa aftur og taka þátt í hallarbyltingu gegn forystunni. „Ég er náttúrlega mjög ósáttur við þá stefnu sem flokkurinn hefur tekið. Mér finnst framganga flokksins hafa ein- kennst af verkalýðsforystutilburðum fyrir smábátasjómenn og ganga þvert á yfir- lýsta stefnu um að flokkurinn sé hægra megin við miðju í stjórnmálum, mér finnst hann vera miklu meira út í að vera sósíalískur flokkur.“ Kornið sem fyllti mælinn var þegar Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður var valinn þingflokksformaður. Sigurður var ósáttur við að hann talaði þvert á stefnu flokksins í nokkrum málum og ekki síður sum skrif hans á spjallvef, svo sem þegar hann lagði til að sprengjum yrði varpað á nokkra forystumenn Sjálf- stæðisflokksins. Sigurður segist ekki sjá að úrsögn sín hafi breytt neinu um framferði Magnúsar. „Þó ég sé ekki í flokknum er ég í góðu sambandi við ýmsa í flokknum, bæði í miðstjórn og þingflokki. Ég kvaddi með þeim orðum að ég myndi ekkert gera með eða fyrir þennan flokk undir nú- verandi forystu og að ef ég kæmi aftur til flokksins væri það til að taka þátt í hallarbyltingu. Auðvitað brýst það í manni,“ segir Sigurður Ingi sem telur að ef ekkert verði að gert lognist flokkurinn út af og hverfi í næstu kosningum. Styddi hallarbyltingu í sósíalískum flokki EFTIRMÁL: SIGURÐUR INGI JÓNSSON 6. desember 2004 MÁNUDAGUR Hótel miðborg Reykjavík Fyrir nokkrum árum var eitt hótel í hjarta miðborgar Reykjavíkur auk tveggja í næsta nágrenni. Hugmyndir voru uppi um að loka því og breyta í skrifstofur. Síðan hafa fimm bæst í hópinn, tvö eru í byggingu og eitt á teikniborðinu. HÓTEL Hótel Borg við Pósthús- stræti í Reykjavík var tekið í notkun í janúar 1930. Bygging þess sætti tíðindum, það var glæsilegt í alla staði, glæsilegra en önnur hótel á Íslandi. Lengi var Borgin aðalhótelið í borginni en þegar leið fram á öldina bættust fleiri í hópinn, til dæmis Saga, Holtið og Loftleiðir. Erfiðir tímar gengu í garð og Hótel Borg mátti muna sinn fífil fegri. Reksturinn gekk brösug- lega og sá dagur kom að ekki var einsýnt um framhald hótelrekst- urs í húsinu. Fyrir hálfum öðrum áratug voru uppi hugmyndir um að gera húsnæðið að skrifstofuað- stöðu fyrir Alþingi en frá þeim var horfið, sem betur fer sjálf- sagt. Meðal þess sem mælti gegn hugmyndinni var að engin væri miðborgin án hótels. Engu að síður stóð Hótel Holt í miðborgar- jaðrinum við Bergstaðastræti og City hótel var við Ránargötu. Nú er öldin önnur og fimm ný miðborgarhótel hafa bæst við. Hótel Klöpp var opnað fyrir nokkrum árum á horni Klappar- stígs og Hverfisgötu, Skjaldbreið stendur við Laugaveginn, Studios er íbúðahótel í Ísafoldarhúsinu við Þingholtsstræti, 101 hótel er á horni Ingólfsstrætis og Hverfis- götu og Hótel Plaza stendur við Aðalstrætið. Iðnaðarmenn eru í óða önn að gera Reykjavík Centrum við Aðal- stræti 10-12 gistihæft og sömu- leiðis Hótel 1919 í gamla Eim- skipafélagshúsinu. Er þar skrif- stofum breytt í hótelherbergi, öf- ugt við hugmyndirnar um Borg- ina á sínum tíma þar sem breyta átti hótelherbergjum í skrifstofur. Þá er á teikniborðinu hótel- bygging í tengslum við nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina. Er þá ótalinn fjöldi gistiheimila af ýmsum stærðum og gerðum í og við miðborgina. Fjölgun hótela hefur verið í eðlilegu hlutfalli við fjölgun ferðamanna til landsins. „Árið 1990 komu hingað 141 þúsund ferðamenn en allt stefnir í að þeir verði um 350 þúsund á þessu ári. Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að gista og þegar dvalarstað- ur í borgum er ákveðinn skiptir þrennt máli; staðsetning, stað- setning og staðsetning,“ segir Þorleifur Þór Jónsson, hagfræð- ingur Samtaka ferðaþjónustunn- ar. Í ferðafræðunum er það þekkt að hótel hafa styrk hvert af öðru, það er hagur eins að fá annað í túnfótinn. Slíkt gerir stórum hóp- um kleift að dvelja í nábýli ef ekki komast allir fyrir á einu hóteli. Óvíst er hve lengi núverandi gistirými í miðborginni nægir og sá dagur kemur eflaust fyrr en síðar að fjölga þarf hótelum enda öll teikn í þá átt að ferðamönnum fjölgi enn frekar á komandi árum. bjorn@frettabladid.is SIGURÐUR INGI JÓNSSON Sagði sig úr Frjálslynda flokknum, ósáttur við stefnuna og varaformanninn. HERBERGJAFJÖLDI MIÐBORGARHÓTELA: Hótel Borg 51 Hótel Holt 42 City hótel 31 Hótel Klöpp 46 Skjaldbreið 33 Studios 20 101 hótel 40 Hótel Plaza 80 1919 70 Reykjavík centrum 90 Hótel í tónlistarhúsi 200 HÓTEL BORG Var tekið í notkun 1930. Um tíma voru uppi hugmyndir um að breyta hótelinu í skrifstof- ur fyrir Alþingi. 1919 Ferðaskrifstofan Heimsferðir stendur að breytingu skrifstofuhúsnæðis í hótel. HÓTEL PLAZA Eitt nýjasta hótelið í bænum. Stendur í Aðalstræti við Ingólfstorg. 101 HÓTEL Tók til starfa á síðasta ári og hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun og stíl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.