Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 20
Málverkið fyrir ofan flygilinn hjá Gunnari Gunnarssyni. Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: „Já, þetta málverk keypt- um við konan mín, Gréta Matt- híasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við átt- um ekki mikla peninga en ákváð- um að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur lista- verk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lís- betar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barns- legur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eig- inlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa mynd- inni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni.“ Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. „Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldis- afmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst,“ segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember. ■ Ofarlega á Laugaveginum opnaði nýlega verslunin Tantem, sem er lítil og frekar „óís- lensk“ verslun þar sem seld- ar eru ýms- ar vörur eins og fatnaður, skart og heimilisskraut frá Kína. Eigendurnir eru af kínversku bergi brotnir og bjóða ýmislegt fallegt frá heimahögunum. Handmálaðir smáhlutir eru mjög vinsælir og kosta lítið, silkipúðarnir eru til í ótal útfærslum og svo eru til allskonar smáhlutir sem gaman er að gramsa í, hafa með sér heim í kotið eða kaupa til jólagjafa handa vinum og vanda- mönnum. Gunnar finnur alltaf stað fyrir þessa mynd. Stafar krafti á heimilið 4 6. desember 2004 MÁNUDAGUR Heimilisskraut frá Kína Tantem á Laugavegi. Mjúkar og fallegar værðarvoðir úr bómull Sími: 5514050 • Skólavörðustíg 21a BLÓMÁLFURINN - Íslandsmeistari í blómaskreytingum - Vesturgötu 4 - sími: 562 2707 Silkipúðar 1.300 kr. Blævængur 500 kr. Gólfvasi 3.000 kr. Diskamottur á hvert heimili Fallegar og nytsamlegar Diskamottur eru þarfaþing, sér- staklega fyrir jólin. Í flestum heimilisverslunum er hægt að fá diskamottur og eru þær eins misjafnar og þær eru margar. Hringlaga, ferkantaðar og hvernig sem er lífga þær upp á matar- borð og eru einnig nytsamlegar þar sem auðvelt er að henda þeim í þvott þegar þær eru út- ataðar í mat og mylsnu. Sniðugt er að skreyta skál á borðinu með einni af diska- mottunum til að vera í stíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.