Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 22
Bætir ásýnd miðbæjarins og gæðir borgina meira lífi. Litli ljóti andarunginn í Lækjar- götunni hefur áunnið sér fastan sess í miðbæjarlífinu. Hann er einn þeirra staða sem hefur verið nánast óbreyttur frá upphafi. Andrúmsloftið á Litla ljóta er ljúft og notalegt og alltaf hægt að ganga þar að góðum og fjölbreytt- um matseðli vísum, svo og kósí og hlýlegu umhverfi. Tónlistin er lágstemmd og hægt að sitja og spjalla fram á nótt, en staðurinn er opinn til þrjú um helgar. Nú hefur Litli ljóti andarung- inn verið stækkaður og opnaður nýr salur sem tekur um 50 manns í sæti. „Við erum ofsalega ánægð með útkomuna,“ segir Sigurveig Kára- dóttir, einn eigenda staðarins. „Salurinn er í anda þess sem hér er fyrir, og við vorum svo heppin að fá Stefán Ingólfsson arkitekt til að hanna bygginguna. Hann gerði þetta sérstaklega skemmtilega og við innréttuðum svo í okkar stíl og höldum fast í þá kósí og skemmti- legu stemmingu sem hér er fyrir. Hugmyndin er að fólk geti leigt salinn fyrir minni veislur og upp- ákomur, en hann hentar líka vel fyrir upplestrarkvöld og litla póli- tíska fundi,“ segir Sigurveig hlæj- andi. „Við erum opin fyrir öllu og um að gera að hafa samband við okkur ef fólk langar að fara í mið- bæinn og gera sér glaðan dag.“ Sigurveig bendir á að þar sem salurinn er núna hafi áður verið port með skúrum í niðurníðslu. Nýi salurinn bæti því ásýnd mið- bæjarins. „Það er alltaf verið að tala um að gæða miðbæinn lífi og þetta er einn liður í því.“ Þess má geta að eigendur Litla ljóta andarungans vantar nafn á nýja salinn. „Ef fólk er með skemmtilega hugmynd þá er um að gera að láta okkur vita.“ ■ Skipuleggðu breytingar í skammdeginu. Veturinn er hinn fullkomni tími til að setjast niður og íhuga hverju þú vilt breyta í húsinu þínu. Gerðu lista í samvinnu við fjölskylduna yfir það sem þið viljið breyta. Það má vera allt frá nýrri mottu og upp í yfirhalningu á eldhúsinu. Ef þið ákveðið að breyta gjör- samlega um útlit á einhverjum hluta hússins þá er gott að tala fljótlega við iðnaðarmann. Ef þú og fjölskylda þín eruð nýflutt í hús þá skulið þið geyma allar stórvægilegar breytingar þang- að til þið hafið tengst húsinu al- mennilega og kynnst því á öllum árstímum og í alls konar veðri. Það er gagnlegt við ákvarðana- töku. Til dæmis er ekki vænlegt að setja sólstofu þar sem sólin skín aðeins einn mánuð á ári. ■ [ ]MálningarvinnaÞegar verið er að mála er mikilvægt að hafa herbergið eða íbúðinavel loftræsta. Ekki reykja þegar þú ert að mála, farðu frekar út. Nýi salurinn er glæsilegur í alla staði. Þar sem salurinn er nú var áður port með skúrum í niðurníðslu. Láttu gæði og góða reynslu ráða vali þínu á ofnhitastillum Danfoss ofnhitastillar fyrir þig Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss er leiðandi í framleiðslu ofnhitastilla R A 2 0 0 0 D B L Veitingastaðurinn Litli ljóti andarunginn setur skemmtilegan svip á Lækjargötuna. Stefán Ingólfsson arkitekt sá um hönn- un á nýja salnum. Birtan frá loftglugg- unum kemur skemmtilega út. Nýr veislusalur á Litla ljóta andarunganum Veturinn er tíminn fyrir breytingar Betra er að bíða með stórvægilegar breytingar þangað til fjölskyldan hefur kynnst húsinu eða íbúðinni almennilega. REYKJAVÍKURVEGI 66 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 565 4100 Petra borð + 4 Pirana stólar stgr. 45,500,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.