Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 50
Lýsing: Gengið er beint inn af götunni. Íbúðin er óinnréttuð en fullkláruð að utan með hellulagðri stétt og malbik- uðu bílaplani. Gert er ráð fyrir stórri stofu, opnu eldhúsi og borðstofu, rúm- góðu hjónaherbergi, baðherbergi með baðkari og sérlega stórri sturtu. Einnig geymslu með lúgu ofan í lagnakjallara undir öllu rýminu en lofthæð þar er 1,60 m. Þar er gólfið steypt og einnig er gert ráð fyrir annarri geymslu/þvotta- húsi sem vel er hægt að nýta sem aukaherbergi. Lofthæð verður 2,7 m. Úti: Húsið er nýtt og fullfrágengið með verslun á hluta jarðhæðar og íbúðum á efri hluta. Fyrir utan eru upphitaðar stéttir með mynstursteypu og fjölmörg bílastæði. Sérstaklega gott aðgengi fyrir fatlaða. Húsið stendur við aðal verslun- argötuna í Hveragerði. Hægt er að út- vega atvinnuaðstöðu út frá íbúðinni eða nota hana að hluta eða öllu leyti til atvinnurekstrar. Annað: Leikskóli er handan götunnar, Ingunnarskóli og verslunarmiðstöð er í göngufæri. Mjög góð staðsetning og stutt niður á Vesturlandsveg. Lýsing: Fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjölbýli. Forstofa með marmara- flísum á gólfi og góðum fataskáp. Mið- rými sem er notað sem sjónvarpsað- staða í dag með marmara á gólfi. Rúm- góð stofa og björt með útgangi á góðar svalir með flísum og ágætu útsýni, marmari á gólfi í stofu. Eldhús með fallegri innréttingu, marmari á gólfi, góður borðkrókur við glugga, tengi fyrir uppþvottavél. Þrjú góð svefnherbergi, öll með fataskápum og dúkur á gólfi, útgangur á svalir frá hjónaherbergi. Baðherbergi er marmaralagt í hólf og gólf, falleg innrétting með marmara í borðplötu, baðkar með sturtuaðstöðu. Þvottahús innan íbúðar með góðu hillu- plássi. Annað: Í kjallara er sameiginleg hjóla- geymsla og sérgeymsla. Bílskúr er með heitu og köldu vatni og sjálfvirkum hurðaopnara. 34 6. desember 2004 MÁNUDAGUR Brynjar Fransson lögg. fasteignasali samn./skjalagerð sími 575 8503 Jón Ellert Lárusson viðskiptafræðingur sölumaður lögg. fasteignasali Örn Helgason sölumaðu Þór Þorgeirsson lögg. fasteignasali sölumaður sími 866 2020 Brynjar Baldursson sölumaður sími 698 6919 Sverrir Kristjánsson eigandi sími 896 4489 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 09.00 - 18.00 LAUGARDAGA FRÁ KL. 13.00 - 15.00 EINBÝLISHÚS BOLLAGARÐAR - SELTJARNAR- NES Glæsilegt 319 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Íbúðin er m.a. mjög rúmgóð stofa með arni, borðstofa, sjónvarpsstofa, sólskáli með arni, grilli og útgangi út á rúmgóðan afgirt- an sólpall, rúmgott eldhús með vandaðri innréttingu, tvö flísalögð baðherbergi, þvottaherbergi, búr, rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi inn af, þrjú rúmgóð svefn- herbergi, sauna-klefi o.m.fl. Glæsilegur af- girtur garður með miklum sólpöllum. Eign sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar á skrifstofu. SÉRHÆÐIR ÆGISÍÐA - 107 RVK Vorum að fá til sölu 218,7 fm efri hæð og ris ásamt bílskúr í fallegu húsi með glæsilegu óviðjafnanlegu útsýni. Íbúðin er samtals 183,7 fm og bíl- skúrinn er 35 fm. Á neðri hæð er eldhús, baðherbergi, stór stofa, hjónaherbergi og stórar flísalagðar svalir. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og ca. 20 fm flísalagðar svalir. Stétt fyrir framan bíl- skúr og að útitröppum og útitröppur eru upphitaðar. Verð 43,6 millj. 4RA HERBERGJA FÍFULIND - ENDAÍBÚÐ Falleg 111 fm. 4ra herb. endaíbúð á 3.h. við Fífulind í Kópavogi. Eignin skiptist í 3 rúmgóð park- etlögð herbergi með skápum, flísalagt bað- herb. með baðkari, innréttingu og glugga, rúmgóða parketlagða stofu með útgangi út á suður-svalir, eldhús með fallegri innrétt- ingu og góðum tækjum og þvottaherb. í íbúð. Sérinngangur af svölum. Hús sprunguviðgert og málað sumarið 2003 Áhv. 6,4 m. V. 18,9 m. ENGIHJALLI - ÚTSŸNI Falleg og mik- ið endurnýjuð tæplega 100 fm. íbúð á sjö- undu hæð. Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinni allt frá Álftanesi og upp í Bláfjöll. Íbúðin skiptist í parketalagt hol með skápum, 3 parketlögð svefnherb., nýuppgert flísalagt baðherb. með glugga, rúmgóða og bjarta stofu með parketi á gólfi og eldhús með nýrri fallegri innréttingu og nýjum tækjum. Tvennar svalir sem snúa í suður og vestur. Sam. þvottaherb. á hæð og geymsla á jarð- hæð. Áhv. 300 Þ. V. 14,9 m. 2JA HERBERGJA HJALTABAKKI Góð 73 fm. íbúð á 1.h. við Hjaltabakka í Reykjavík. Íbúðin skiptist í parketlagðan gang með skápum, rúmgott eldhús með ágætri innréttingu og borð- krók, parketlagt svefnherbergi með skáp- um og baðherbergi með baðkari. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottaher- bergi. Áhv. 5,4 m. V. 10,4 m. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU HÆÐ VIÐ SMIÐJUVEG Vorum að fá til útleigu allt að 656 m≤ efri hæð með góðri aðkomu, fallegu útsýni, stórum svölum á báðum hliðum og rúm- góðu anddyri. Verið er að gera upp hæðina og verður hún afhent öll ný upp gerð með þeim kröfum sem gerðar eru til skrifstofu- húsnæðis í dag og ef um semst er mögu- leiki fyrir leigjanda að hafa áhrif á innra skipulagi hæðarinnar. Hæðin hentar undir margskonar starfsemi og mögulegt er að skipta henni upp í smærri einingar. 33841 LAGERHÚS TIL LEIGU EÐA SÖLU Vorum að fá til útleigu eða sölu ca. 560 m≤ atvinnuhúsnæði með ca 4,5 metra lofthæð miðsvæðis í Hafnarfirði. Húsnæðið er að mestu einn opin salur með gluggum á einni hlið, með ca. 100 m≤ millilofti og ca. 4 metra hárri innkeyrsluhurð. Mjög góð að- koma er að húsinu og malbikað plan. 35166 Sími 575 8500 SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNASALA EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR MARGFALDUR ÁRANGUR GLÆSIBÆR - 104 RVK Erum með til sölu ca 1.500 fm atvinnuhúsnæði á góðum stað, það er að mestu í útleigu. Húsnæðið er með gluggum á þremur hliðum og er í góðu ástandi. Nánari uppl. veitir Örn á skrif- stofu Fasteignamiðlunar. 34069 KLETTHÁLS - 110 RVK Erum með til sölu eða leigu í fallegu húsi sem er í bygg- ingu allt að 1619,7 m≤ endabil í atvinnuhús- næði með allt að 10 metra lofthæð. Húsið er með stórri lóð og er á tveimur hæðum. Jarðhæðin er 1284 m≤ og milliloft 379 m≤ með 2 svölum. Teikningar á skrifstofu. Mögulegt að fá minna bil. VAGNHÖFÐI - 110 RVK Vorum að fá í sölu 432,5 m≤ bil úr góðu atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð, góðu útisvæði og tveimur innkeyrsludyrum. Innkeyrsludyrnar eru 4,2 metrar á hæð og 4,2 metrar á brei- dd og 3,8 metrar á hæð og 3,4 metrar á breidd. Salurinn með allt að 6,5 metra loft- hæð, með stálbita fyrir hlaupakött í lofti og með flísalögðu gólfi með hita í. Útisvæðið að ofan er hellulagt með hita í. Möguleiki er á að kaupa allt húsið sem er samtals 883,7 m≤ Teikningar á skrifstofu. Hækkun á fasteignaverði Verð einbýlishúsa hækkar mest. Frá því í júní hefur markaðs- verð einbýlishúsa á höfuðborg- arsvæðinu hækkað um tíu pró- sent. Á sama tíma hefur verð fjölbýlishúsa á höfuðborgar- svæðinu hækkað um rúm fimm prósent og húsnæði á lands- byggðinni um tæp þrjú prósent samkvæmt Vegvísi Landsbank- ans. Má rekja þessi snörpu áhrif til breytinga á fyrirkomulagi fasteignalána að undanförnu. Þetta bendir til þess að lágar há- marksupphæðir í gamla íbúðar- lánakerfinu, um níu milljónir, hafi í raun haldið verði einbýlis- húsa niðri að mati Vegvísis. Lóðum úthlutað Blönduð íbúðabyggð í Flatahverfi á Akranesi. Lóðum í klasa fimm og sex í Flatahverfi á Akranesi var út- hlutað fyrir helgi eins og kemur fram á vef kaupstaðarins, akra- nes.is. Lóðirnar voru auglýstar lausar til umsóknar með fyrir- vara um formlega samþykkt deiliskipulagsins og um hvenær unnt væri að hefja framkvæmd- ir á lóðunum. Umsóknarfrestur var til 25. nóvember. Á svæðinu erÝgert ráð fyrir fjórtán lóðum fyrir einbýlishús, tveimur lóð- um fyrir parhús, einni lóð fyrir fimm íbúða raðhús og sex lóðum fyrir fjölbýlishús með allt að 108 íbúðum. Úthlutun lóða er hægt að sjá á akranes.is. 200 Kópavogur: Falleg hæð Hlíðarhjalli: Íbúð á góðum stað Verð: 21.9 milljónir. Stærð: 116 fm2 og 23 fm2 bílskúr. Fasteignasala: Draumahús. 810 Hveragerði: Íbúðar- eða atvinnuhúsnæði Breiðamörk: vönduð íbúð á jarðhæð í nýju húsi Verð: 13,2 milljónir. Stærð: 93,4fm2. Fasteignasala: Akkúrat. [ SÖLUMAÐUR VIKUNNAR ] Nafn og vinnustaður: Erna Valsdóttir, fasteignasölunni Fasteignakaupum ehf. Ármúla 15, Reykjavík. Hversu lengi hefur þú unnið við fasteignasölu: Ég byrjaði að starfa við fasteignasölu árið 1985 og hef því unnið við þetta í tæp 20 ár. Hvers vegna fórstu að selja fast- eignir: Ég og eiginmaður minn Sveinn Skúlason lögmaður höfum starfað saman í gegnum tíðina meðal annars við rekstur fasteignasölu, lögmanns- stofu og í 13 ár hjá Félagi fasteignasala en Sveinn var framkvæmdastjóri fé- lagsins frá 1988 til 2000. Félagið hafði þá aðstöðu á stofunni hjá okkur þannig að segja má að ég hafi leiðst út í þetta starf. Skemmtilegt við starfið: Starfið er líf- legt og snýst um gleði fólks yfir að eignast nýtt húsnæði. Starfið er líka náin persónuleg samskipti við fólk og getur því líka tekið á þar sem fólk get- ur átt erfitt með að láta frá sér eign sem er því kær. Og síðast en ekki síst kynnist maður fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins og á öllum aldri. Uppáhaldshverfið: Ég á nú ekkert uppáhaldshverfi en þó finnst mér gamli hluti borgarinnar skemmtilegri en nýju hverfin. Það er svo gaman að ganga um þau og virða fyrir sér sér- kenni húsanna og mannlífið. Flottasta húsið: Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu í Reykjavík. Húsið var teiknað af dönskum arkitekt Jóhannesi Magdhal Nilsen og byggt á árunum 1906 til 1908. Þetta er mitt uppáhalds- hús. Hvar myndir þú vilja búa ef ekki á höfuðborgarsvæðinu: Ég myndi vilja búa á sælureitnum mínum vestur við Breiðafjörð. Hvernig myndir þú lýsa þínu heim- ili: Það er minn griðastaður, hlýtt og notalegt, fullt af minningum liðinna ára. ERNA VALSDÓTTIR Kynnist allskonar fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.