Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 58
Þorsteinn Jónsson kvikmynda- gerðarmaður er 58 ára í dag. Tímamót hringdu í Þorstein og spurðu hvað hann væri að fást við þessa dagana. „Ég er að vinna við tvö verk- efni. Eiginlega í einu. Maður þarf þá ekkert frí, maður skiptir bara um verk. Önnur myndin heitir „Annað líf Ástþórs“ og er um ungan bónda vestur á Rauðasandi sem lamaðist í bílslysi en heldur ótrauður áfram búskap. Hann er að véla sig upp til þess að geta þetta, búa sig undir framtíðina. Hin myndin fjallar um það hvernig er að vera aldraður á vistheimili og er gerð í sam- starfi við Hrafnistu. Ég er svona rúmlega hálfnaður með þá fyrri en tæplega hálfnaður með hina.“ Hvað er að frétta af síðustu mynd, „Rockville“? „Hún bara er þarna. Í boði fyrir þá sem vilja sýna hana. Hún var sýnd í íslenska sjón- varpinu og þá er nú eiginlega búinn íslenski markaðurinn. Kannski er hún of löng fyrir sjónvarpsstöðvar á Norðurlönd- um. Nú eða fólki finnst hún ekki áhugaverð. Þessi mynd, eins og margar heimildarmyndir mínar er um venjulegt fólk. Það hafa kannski ekki allir áhuga á því en mér finnst miklu meira drama í sögu venjulegs fólks en hjá þeim sem ofar eru í samfélag- inu, stjörnunum. Heldurðu upp á afmælið? „Ég veit það ekki. Ég elda ör- ugglega góðan mat fyrir fjöl- skylduna en ég er ekki búinn að ákveða hvort ég býð einhverjum öðrum. En ef það verður gott veður mundi mig einna helst langa til að fara í flugferð. Nú eða róður hér út á sundin.“ ■ 18 6. desember 2004 MÁNUDAGUR EAMON DE VALERA VAR LEIÐTOGI SINN FEIN OG EINN AF SJÁLFSTÆÐISHETJUM ÍRA. Stofnaði seinna Fianna Fail. Langar helst í flugferð ÞORSTEINN JÓNSSON: KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR ER 58 ÁRA Í DAG “Skjótið mig ef þið viljið en annist um menn mína.“ Handtekinn í páskauppreisninni 1916 og dæmdur til dauða. Dómn- um var breytt í ævilangt fangelsi en De Valera slapp. 16 leiðtogar uppreisnarinnar voru teknir af lífi af Bretum. timamot@frettabladid.is ÞORSTEINN JÓNSSON Miklu meira drama í lífi venjulegs fólks. Þennan dag árið 1865 var þræla- hald endanlega afnumið í Banda- ríkjunum með staðfestingu Georg- íu á 13. viðbótinni við stjórnar- skrána. Eins og kunnugt er lauk bandaríska borgarastríðinu átta mánuðum fyrr en það hófst 1861. Um langa hríð höfðu staðið deilur um þrælahald í landinu. Suðurrík- in voru miklu fámennari en norð- urríkin, íbúar Suðurríkjanna voru 12 milljónir en 31 milljón manna bjó í Norðurríkjunum. Aðalat- vinnuvegurinn í suðurríkjunum var landbúnaður en iðnaður í norðr- inu. Af tólf milljónum íbúa Suður- ríkjanna er talið að fjórar milljónir hafi verið þrælar. Margir íbúar Norðurríkjanna höfðu aldrei séð þræl. Margir Norðurríkjamenn voru andvígir þrælahaldi af hug- sjón en aðrir töldu að það væri úrelt og stæði í vegi fyrir þjóðfé- lagsþróun. Margir, bæði demókratar og repúblikanar, töldu samt að ríkjunum ætti að vera í sjálfsvald sett hvort þau leyfðu þrælahald eða ekki. Lincoln taldi að nauðsynlegt væri að setja ákvæði um bann við þrælahaldi í stjórnarskrána. Og þrátt fyrir yfir- lýsingar gegn þrælahaldi var það ekki fyrr en eftir stríðið, í kjölfar kosningasigurs repúblikana, sem þetta varð. Því fór víðsfjarri að af- nám þrælahalds hefði eingöngu jákvæðar afleiðingar fyrir svarta Bandaríkjamenn og heil öld leið áður en telja mátti að mismunun kynþátta í lögum einstakra fylkja væri rutt úr vegi. 6. DESEMBER 1865 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1917 Franskt flutningaskip spring- ur í höfninni í Halifax. 1800 manns fórust og var þetta lengi talin mesta sprenging sögunnar. 1921 Írska fríríkið stofnað. Var fyrst hluti breska samveldisins. 1933 Bandarískur alríkisdómari kveður upp þann úrskurð að „Ulysses“ eftir James Joyce, sé ekki klám. Bókin hafði þá verið bönnuð í Bandaríkjunum frá því hún kom út 1922. 1941 Roosevelt forseti sendir Jap- anskeisara skeyti og skorar á hann að leggja ekki út í blóðsúthellingar. 1949 Minnihlutastjórn Ólafs Thors tekur við völdum. Hún sat í tæpa fjóra mánuði. 1963 Þrír franskir blaðamenn frá „Paris Match“ stíga á land á Surtsey fyrstir manna. Eyjan var þá reyndar kölluð „Suðurey“. Þrælahald afnumið í Bandaríkjunum Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Sveinbjörn Júlíusson rafvirki, Reykjamörk 15, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, miðvikudaginn 8. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning 0314-26-146628 til styrktar börnum hans. Ólöf Ingibergsdóttir, Guðrún Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Margrét Maris Sveinbjörnsdóttir og Ívar Örn Sveinbjörnsson, Guðrún Sveinbjörns- dóttir, Júlíus Veturliðason, Margrét Pálfríður Magnúsdóttir, Ingibergur Sigurjónsson, Halldór Júlíusson, Gíslný Bára Þórðardóttir, Sigurrós Júlíusdóttir, Ólafur Kr. Borgarsson, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Birna Júlíusdóttir, Bjarni Axelsson, Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir, Aðalsteinn Davíð Jóhannsson, Sólveig Ingibergsdóttir, Óli Pétur Lúðvíksson, Magnús Sverrir Ingibergsson, Guðrún Elka Ró- bertsdóttir, Guðný Ingibergsdóttir, Ingvar Már Helgason, Svana Ingi- bergsdóttir og fjölskyldur. AFMÆLI Guðjón Ármann Jónsson lögfræð- ingur er 56 ára í dag. Bogi Pálsson er 42 ára í dag. JARÐARFARIR 13.00 Ingibjörg J. Helgadóttir frá Pat- reksfirði verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi. 14.00 Þórdís Jónína Baldvinsdóttir, Dval- arheimilinu Höfða, Akranesi, verð- ur jarðsungin frá Akraneskirkju. 15.00 Guðrún Ragnars sjúkraliði, Ljós- heimum 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is Auglýsingar á að senda á auglysingar@fretttabladid.is eða hringja í síma 550 5000 Jólasveinn nútímans á Vesturlönd- um á sér fyrirmynd í dýrlingnum Nikulási en hann heitir í fornum heimildum Nikulás af Bár (borgin Bari á Ítalíu). Nikulás af Bár var fæddur þar sem nú er Patara en varð ungur biskup í Myra í Tyrk- landi. Hann er sagður hafa dáið þennan dag árið 343. Nikulás helg- aði líf sitt aðstoð við bágstadda en gerði líka fleiri góðverk, svo sem þegar hann forðaði þremur fátæk- um ungum stúlkum frá vændi. Hann gaf þeim fé til heimanmund- ar og varpaði gulli inn um glugga eða niður um stromp. Þaðan er sprottin sú trú að jólasveinninn komi niður um strompinn. Rauði búningurinn sem jóla- sveinn okkar daga klæðist er að líkindum fenginn frá biskupsbún- ingi fyrri alda. Nikulás var sérstak- lega vænn börnum. Til er saga um að hann hafi eitt sinn vakið upp frá dauðum þrjú börn. Af þessu spratt sá siður í kaþólskum löndum Evr- ópu að gefa börnum gjafir í upp- hafi jólaföstu, á Nikulásmessu. Þá klæddist einhver í biskupsbúning og snemma fékk þessi persónu- gervingur Nikulásar nafnið Sankti Kláus. Heilagur Nikulás var vinsæll á Íslandi. Hann var aðaldýrlingur 33 kirkna og meðdýrlingur 12. 48 kirkjur á Íslandi áttu helgimyndir af honum. Heilagur Nikulás var þriðji í vinsældaröð dýrlinga á Íslandi, einungis María mey og Pétur postuli voru vinsælli. (Heimild: Drög að dýrlingatali e. Ólaf H. Torfason) Tveir bæir á Íslandi bera nafnið Bár. Eitt glæsilegasta miðaldahandrit Íslendinga er Nikulássaga í Helgastaðabók, sem gefin var út í ljósprenti 1982 með formálum þriggja fræðimanna. Unnið er að útgáfu fleiri handrita Niku- lássögu og Nikulásstíða sem verða gefnar út með nútíma- nótum. Nikulás er einnig verndar- dýrlingur Rússlands, sjómanna og kaupmanna. Enginn skyld- leiki er með heilögum Nikulási og gömlu íslensku jólasveinun- um og þótt þessi þjófa- og hrekkjusvínaflokkur hafi runnið saman við hann í verslunarmið- stöðvum og á jólatrésskemmtun- um er sá samruni harla kátlegur. Eiginleikar Gluggagægis, Ket- króks og Bjúgnakrækis eru ekki beinlínis í samræmi við hinn gjaf- milda og barngóða biskup frá Litlu-Asíu. Hinn rauðkæddi, hvíthærði og skeggjaði jólasveinn er stundum talinn uppfinning Coca Cola fyrir- tækisins. Það er ekki alls kostar rétt, þótt sú mynd sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferðum sín- um hafi sennilega haft meiri áhrif á ímynd jólasveinsins en nokkuð annað. Á seinni árum hefur svo runnið upp enn eitt kapphlaupið, þar sem ferðamálaráð ýmissa landa reyna að sveitfesta Sankti Kláus hjá sér. Eru ferðamenn sagð- ir fara um allar trissur til þess að hitta hann, jafnvel til Íslands. ■ Messudagur heilags Nikulásar er í dag. Jólasveinninn var upphaflega biskup JÓLASVEINNINN Á kókauglýsingu frá 1952.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.