Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 60
20 6. desember 2004 MÁNUDAGUR Við hrósum ... ... Körfuboltafélögunum Breiðabliki og Snæfelli fyrir metnað sinn en bæði félög eru að sýna heimaleiki sína beint á netinu, Blikar hafa gert þetta undanfarin ár en Snæfellingar hafa tekið sína heimasíðu í gegn og ætla að sýna beint frá næsta heimaleik sínum. Við mælum með ... ... að ungt og efnilegt sundfólks landsins fái tækifæri til að blómstra á næstu árum. Ef marka má frammistöðuna á Norðurlandamótinu um helgina þá er nóg til af efnilegu sundfólki hér á landi. Með nýrri glæsilegri innisundlaug er hægt að hlúa vel að þessu framtíðarfólki okkar. sport@frettabladid.is ■ ■ LEIKIR  19.30 ÍS og Njarðvík eigast við í Kennaraháskólanum í 1. deild kvenna í körfuknattleik. . ■ ■ SJÓNVARP  15.30 Helgasportið á Rúv.  15.55 Ensku mörkin á Rúv.  17.30 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum.  18.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Útsending frá leik San Diego og Denver.  20.00 Sterkasti fatlaði maður heims á Sýn.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 History of football á Sýn.  23.15 Ensku mörkin á Rúv.  00.10 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  01.40 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Mánudagur DESEMBER SUND Árni Már Árnason, sundfé- laginu Ægi, varð í gær Norður- landameistari í 100 metra bringu- sundi á Norðurlandamóti ung- linga í sundi sem fram fór um helgina í Nærum í Danmörku. Árni Már kórónaði þar með frábæra helgi sína en hann hafði áður unnið til tveggja silfurverð- launa í 50 og 200 metra bringu- sundi auk þess að vera í pilta- sveitinni í 4 x 100 metra fjórsundi sem vann til bronsverðlauna. Sjö íslensk verðlaun Alls unnu íslensku krakkarnir til sjö verðlauna á mótinu, eins gulls, fjögurra silfurverðlauna og tveggja bronsverðlauna. Íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í stiga- keppninni á undan Noregi, Eist- landi og Færeyjum en það er ekki nóg með að árangurinn hafi verið góður og að nánast allt íslenska sundfólkið hafi bætt sig þá var frábær stemning í íslenska hópn- um og vakti liðsandi Íslending- anna mikla athygli. Árni Már Árnason náði fyrst öðru sætinu í 200 metra bringu- sundi á föstudagskvöldið þegar hann synti 2:16,89 mínútum, skömmu seinna náði hann brons- verðlaunum og setti Landssveit- armet með piltasveitinni í 4 x 100 metra fjórsundi en auk hans voru í sveitinni Birkir Már Jónsson, ÍRB (baksund), Hjalti Rúnar Oddsson, Selfossi (flugsund) og Jón Símon Gíslason Ægi (skrið- sund) en Árni Már synti að sjálf- sögðu bringusundið þar sem hann er bestur. Á laugardeginum nældi Árni Már sér í silfur í 50 metra bringusundi þar sem hann synti í fyrsta sinn undir 30 sekúndum (29,77) og vann síðan gullið í 100 metra bringusundinu í gær þegar að hann synti á 1:03,51 mínútu. Árni Már var auk þess rétt við það að komast á verðlaunapall í 50 metra skriðsundi þar sem hann endaði í fjórða sæti. Þrjár stelpur með verðlaun Þrjár stelpur náðu einnig í verðlaun á mótinu. Auður Sif Jónsdóttir úr Ægi vann brons á föstudaginn í 800 metra skrið- sundi þegar hún synti á 9:06,14 mínútum, Sigrún Brá Sverrisdótt- ir úr Fjölni vann silfur og setti telpna- og stúlknamet í 100 metra skriðsundi þegar hún synti á 57,31 sekúndum og þá vann Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi silfur í 400 metra fjórsundi þegar hún setti telpnamet og synti á 5:00,38 mínútum. Jóhanna Gerða bætti metið um heilar átta sekúndur og er aðeins rétt við það að komast undir fimm mínútna markið sem er frábær árangur. Auk þessa setti Birkir Már Jónsson úr ÍRB piltamet í 200 metra flugsundi (2:07,13 mín.). Jóhanna Gerða var aðeins 13 sek- úndubrotum frá því að vinna til verðlauna í 200 metra baksundi og piltasveitin í 4 x 200 metra skiðsundi setti Landssveitarmet. ooj@frettabladid.is Árni Már Norðurlandameistari 17 ára Ægiringur vann alls fjögur verðlaun á Norðurlandamóti unglinga í sundi sem fram fór í Nærum í Danmörku um helgina. Ísland endaði með sjö verðlaun og í 4. sæti stigakeppninnar. Meistarar FH styrkjast: Fá sér nýjan Dana í liðið FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH gerðu um helgina eins árs samn- ing við Danann Dennis Siim en hann er 28 ára gamall miðjumað- ur. Siim hefur leikið með dönsku félögunum Glostrup, AGF, OB og SönderjyskE. Hann þekkir bæði landa sína í FH – Tommy Nielsen og Allan Borgvardt – ágætlega frá tíma sínum með AGF. Siim segir í viðtali við heima- síðu stuðningsmanna FH, fhing- ar.net, að hann hafi verið með til- boð frá þýskum 1. deildarfélögum en hann vonast til þess að fá samning hjá stærra félagi ef hann nær góðu tímabili á Íslandi. -hbg DANIRNIR GÓÐIR Allan Borgvardt hefur reynst FH-ingum vel síðustu tvö tímabil. Fréttablaðið/E.Ól. Hólmarar ætla að bjóða upp á frábæra þjónustu í Intersportdeildinni í körfubolta: Snæfell í beinni útsendingu á netinu KÖRFUBOLTI Forráðamenn Snæfells í Intersportdeildinni í körfu- knattleik, mun hefja beinar út- sendingar af heimaleikjum liðs- ins á internetinu frá og með fimmtudeginum 9. desember. Að sögn Torfa „Bróður“ Alex- andersonar, stuðningsmanns Snæfells, er nú unnið hörðum höndum að því að útsendingin geti verið í sem bestu gæðum. „Við erum að skoða alla fleti málsins en meginmarkmiðið er náttúrlega að efla síðuna fyrir körfuboltaáhugamenn um land allt,“ sagði Torfi. Snæfell verður ekki fyrsta lið- ið sem sendir út leiki með þess- um hætti því Breiðablik í 1. deildinni hefur staðið fyrir slík- um útsendingum á sinni heima- síðu með góðum árangri. „Við ætlum að setja okkur í samband við Breiðabliksmenn og sjá hvaða leið þeir hafa farið.“ Næsti heimaleikur Snæfells er gegn KR á fimmtudaginn en Snæfell hefur ekki tapað deildarleik á heimavelli í meira en heilt ár en tveir síðustu útileikir liðsins hafa hinsvegar tapast stórt. TORFI „BRÓÐIR“ Snæfellingar eru aðfara bjóða upp á frábæra þjónustu á heimasíðu sinni. Fréttablaðið/Vilhelm NORÐURLANDAMEISTARI Árni Már Árnason stóð sig frábærlega í Danmörku um helgina og vann til fjögurra verðlauna, þar á meðal Norðurlandameistaratitil í 100 metra bringusundi. Fréttablaðið/JAK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.