Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR TÓNLEIKAR VIÐ KERTALJÓS Klukk- an hálf níu í kvöld stendur nemendafélag Garðyrkjuskólans fyrir „hugljúfum tónleik- um við kertaljós“ í Hveragerðiskirkju með hjónunum Guðrúnu Gunnarsdóttur og Val- geiri Skagfjörð. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 7. desember 2004 – 335. tölublað – 4. árgangur SAMNINGUR SAMÞYKKTUR Grunnskólakennarar samþykktu kjarasamn- inginn við sveitarfélögin með naumum meirihluta. Trúnaðarmaður kennara segir lífeyrisréttindi og bætt starfskilyrði hafa átt sinn þátt. Launin verði lág. Sjá síðu 2 AUKIN FÁTÆKT Fleiri virðast vera í brýnni neyð fyrir þessi jól en áður ef marka má eftirspurn eftir matvælum og fatnaði. Aldurshópurinn er breiðari og ungir öryrkjar eru fleiri nú en áður. Sjá síðu 4 GENGISÞRÓUNIN BJARGAR Gert er ráð fyrir 50 milljarða afgangi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á næsta ári. Stjórnarandstað- an segir að enn sé bæjarsjóður rekinn með tapi og hagstæð gengisþróun snarbæti annars slæma stöðu. Sjá síðu 6 STÚLKUR BETRI Í REIKNINGI Ísland er yfir meðaltali í stærðfræðikunnáttu 15 ára nemenda í nýrri OECD-könnun og við meðal- tal í lestri og náttúrufræði. Góður árangur stúlkna í stærðfræði ber uppi bættan árangur í faginu frá síðustu könnun. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 RIGNING Á LEIÐINNI OG HVESSIR Slydda og síðar rigning um sunnan- og vestanvert landið. Bjart í fyrstu norðan- og austan til en úrkoma í kvöld og þá hvessir um allt land. Hlýnandi veður. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Meta möguleikana: Stjórnvöld fyrir dóm KJARAMÁL Kennarasamband Íslands skoðar að fela lögmönnum hvort kæra eigi stjórnvöld til Mannrétt- indadómstóls Evrópu eða Alþjóða- vinnumálastofnunar. Eiríkur Jóns- son formaður segir óánægju grunn- skólakennara mikla vegna þröngra skorðna sem stjórnvöld settu hefði deila kennara og sveitarfélaganna farið fyrir gerðardóm. „Við viljum fá að vita hvort stjórnvöld geta ákveðið að setja heila stétt undir samninga annarra stétta með lögum eins og gert var,“ segir Eiríkur. Ákvörðun verði tekin á stjórnarfundi á föstudag. - gag LEIÐTOGAR TVEGGJA FLOKKA Sharon og Peres vinna nú að því að mynda þjóðstjórn Likud, Verkamanna- flokksins og flokka strangtrúaðra gyðinga. Shimon Peres: Vill mynda þjóðstjórn ÍSRAEL, AFP Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að sig fýsti mjög að ganga til samstarfs við Likudbandalag Ariels Sharon forsætisráðherra um myndun þjóð- stjórnar í Ísrael. „Eina hvöt mín til þessa er sú að tryggja að friðarferlið haldi áfram,“ sagði Peres. „Án okkar hefur ríkis- stjórnin ekki meirihluta, þá fellur hún og boðað verður til kosninga. Ég held að tileinka eigi árið 2005 friði en ekki innanlandsstjórnmál- um.“ Peres sagði að ólíkt Jasser Arafat væri hægt að semja við nýja forystu Palestínumanna. ■ SKÓLAMÁL Athugasemdir voru gerð- ar við tuttugu og þrjú eldhús af þrjátíu og fjórum í grunnskólum Reykjavíkur. Þetta kemur fram í úttekt á starfsemi eldhúsa í grunn- skólum Reykjavíkur sem unnin var fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, full- trúi Sjálfstæðisflokks í fræðslu- ráði, segist telja nauðsynlegt að ráðist verði í úrbætur á starfsemi eldhúsanna sem allra fyrst þar sem ljóst sé að staða þessara mála sé ekki nægilega góð í borginni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, segir að langflest börn fái heitan mat í grunnskólum borgarinnar og að Reykjavíkurlistinn hafi viljað drífa af uppbyggingu skólaeldhúsa. „Okkur grunaði að það mætti bæta margt í rekstri þeirra og þess vegna létum við gera skýrsluna og nú vitum við hvaða skref þarf að stíga næst.“ Í engu eldhúsanna reyndist hægt að rekja uppruna matvara á pappír eða í tölvum heldur ein- göngu eftir minni starfsmanna. Það er ófullnægjandi og óæskilegt. Þá segir að mikilvægt sé að mynda pólitíska stefnu um manneldismál í eldhúsunum því annars sé erfitt að uppfylla ströngustu kröfur um hollustu og heilbrigði. Koma þurfi á faglegum vinnubrögðum í eld- húsunum með innra eftirliti, gæða- handbók, hitastigsmælingum og næringarútreikningum. Þetta þurfi að koma til framkvæmda svo tryggja megi öryggi þeirra sex þúsund og fimm hundruð nemenda og starfsmanna sem borði hádegis- mat í grunnskólum Reykjavíkur- borgar. Stefán segir að nú verði gerðir staðlar fyrir öll eldhúsin með gát- listum um búnað og eldunaraðferð- ir. Þá verði tryggt að rekja megi uppruna vörunnar ef veikindi koma upp og í framhaldinu verði gerðir viðmiðunarmatseðlar sem mötuneytin geti nýtt sér til að holl- ustu- og kostnaðargreina máltíðir. Auk þess verður hagkvæmni leitað í innkaupum með útboðum. ghg@frettabladid.is Athugasemdir við flest skólaeldhús Samkvæmt úttekt á eldhúsum grunnskóla Reykjavíkur virðist mörgu ábótavant í rekstri þeirra. Uppruni matvöru er í flestum tilvikum órekjanlegur nema eftir minni starfsmanna og erfitt reynist að uppfylla kröfur um hollustu. Stuðningsyfirlýsingin við innrásina í Írak: Engin samþykkt í ríkisstjórn STJÓRNMÁL Ríkisstjórn Íslands tók aldrei formlega ákvörðun um að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra sem var gestur Krist- jáns Kristjánssonar og Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi Ríkis- sjónvarpsins í gærkvöld. „Það var engin formleg sam- þykkt gerð um það í ríkisstjórn,“ svaraði Halldór spurningum um hvort ríkisstjórnin í heild sinni hefði samþykkt stuðningsyfirlýs- inguna eða einungis hann og Davíð Oddsson utanríkisráð- herra. Halldór sagði að málið hefði verið rætt í ríkisstjórn og fullur einhugur í málinu verið meðal ráðherra ríkisstjórnarinn- ar. „Það liggur náttúrulega alveg ljóst fyrir að þetta mál var marg- rætt á Alþingi, það var rætt í utanríkismálanefnd, það var rætt í þinginu,“ sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, full- trúi Vinstri grænna í utanríkis- málanefnd Alþingis, segir liggja ljóst fyrir að stuðningur við inn- rásina í Írak hafi ekki verið rædd- ur í nefndinni áður en ákvörðun um hann var tekinn. „Hafi Halldór verið að ýja að því í Kastljósinu, sem ég vil nú ekki fullyrða þótt skilja hafi mátt hann þannig, þá er það náttúrlega bara fráleitur mál- flutningur og ömurleg tilraun til að drepa málinu á dreif.“ - bþg/óká ● verður frumsýnd í byrjun árs Starálfur í Hollywood-mynd Sigur Rós: ▲ SÍÐA 34 ● heilsa ● jólin koma Borðar holt og heimatilbúið Silja Egilsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Jólalest kemur eftir daga 4 17 dagar til jóla Opið 10-18.30 í dag Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar HLEMMUR UPPLÝSTUR Í SKAMMDEGINU Jólaljósin og götuljósin sameinuðust um að lýsa Hlemm og Laugaveginn upp í skamm- deginu í gær. Veður var milt í höfuðborginni en verður umhleypingasamt næstu daga að sögn Theódórs Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni. „Þetta verður áfram í og úr, norðanátt og sunnanátt til skiptis. Það er mjög mikil væta í kortunum, að minnsta kosti fyrir okkur sunnan- og vestantil á landinu. Það er helst að það verði þurrt hjá fólki á norðausturhorninu.“ Theódór segir of snemmt að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið. „Við erum ekkert farnir að æsa okkur yfir því ennþá.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.