Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 4
4 7. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Tveir umhverfisnefnd- armenn Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður nefndarinnar, og Mörður Árnason, Samfylkingu, hindruðu Halldór Blöndal, forseta Alþingis, í að koma frumvarpi sínu um tak- mörkun andaveiða í flýtimeðferð á þingi með því að senda það um- ræðulaust til nefndar. Taki enginn til máls um mál fara þau til af- greiðslu nefnda og hoppa þar með fram fyrir tugi ef ekki hundruð ann- arra mála á dagskrá þingsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, for- maður umhverfisnefndar, segir ástæðulaust að ræða ekki málið. Hann er andsnúinn því að byggja stefnu í umhverfismálum á tilfinn- ingalegum grundvelli. „Endur eru ekki útrýmingarhættu.“ Bendir Guðlaugur Þór á að þetta sé hættu- legt fordæmi í hvalamálinu. Að- spurður hvers vegna ekki megi friða endur eins og lóuna, sagði þingmaðurinn að rökstyðja mætti friðun lóu með hægri viðkomu hennar. Halldór Blöndal bendir á að varaþingmenn komi málum sínum strax á dagskrá og segist telja óeðli- legt að þingmenn sem flytji fá eða jafnvel bara eitt mál eins og hann þurfi að bíða. „Það er ótækt að gamlir þingmenn eins og ég þurfi að bíða fram í apríl.“ Hann sagði að sama gilti um mál sem hefðu þegar verið til umræðu á þinginu að eðli- legt væri að þau gætu farið beint til nefndar. - ás AÐSTOÐ Þörf bágstaddra fyrir að- stoð nú fyrir jólin virðist vera meiri en nokkru sinni fyrr. Þeir virðast nú fleiri en áður og aldurs- hópurinn breiðari. Þá hefur ör- yrkjum í yngri aldurshópunum fjölgað áberandi, segir Ragnhild- ur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavík- ur. Mæðrastyrksnefnd byrjar að úthluta matvælum og fleiru fyrir þurfandi fólk í dag. „Það hefur verið mjög mikið hringt og spurt,“ sagði Ragnhild- ur. „Við reiknum með að það séu hópar af fólki sem þurfa aðstoð fyrir þessi jól. Tilfinningin segir okkur að það séu fleiri nú en fyrir síðustu jól. Sé tekið mið af haustinu, þá var mikil aukning hjá okkur miðað við sama tíma í fyrra.“ „Svo virðist sem neyðin sé út- breiddari nú en áður,“ sagði Ragn- hildur enn fremur. „Við erum að sjá breiðari aldurshópa. Hingað kemur fólk allt niður í átján ára og upp úr. Ungum öryrkjum hefur fjölgað mikið.“ Ragnhildur sagði að Mæðra- styrksnefnd væri vel undir jólaút- hlutun búin. Hún hefði notið mikillar velvildar einstaklinga og fyrirtækja með alla aðdrætti og væri nefndarfólk afar þakklátt fyrir það, því mikilvægt væri að unnt væri að aðstoða sem flesta er á því þyrftu að halda fyrir jólin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, hjá Fjölskylduhjálp Íslands, sagði að margir hefðu hringt og spurst fyrir um aðstoð fyrir hátíðirnar. Fjölskylduhjálpin hefur sína jóla- úthlutun á þriðjudaginn eftir rétta viku. Ásgerður Jóna sagði sívax- andi þörf fyrir aðstoð og hjá Fjöl- skylduhjálpinni væru nú um 460 fjölskyldur á skrá. Samantekt sýndi að um 15.600 einstaklingar hefðu notið þar aðstoðar á einu ári. Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunn- ar, sagði að flestir sem þangað kæmu væru öryrkjar og svo bág- staddir búsettir utan Reykjavíkur. Hjálparstarfið byrjaði að taka við umsóknum í gær og mun einnig gera það í dag. Afgreiðsla fer svo fram á fimmtudag og föstudag. Sama fyrirkomulag verður við- haft í næstu viku. „Þeir sem eru á strípuðum launum og leigja á almennum markaði eiga mjög erfitt,“ sagði Vilborg. „Öryrkjar sem leigja á almennum markaði og búa einir eru einnig með þeim verst settu.“ jss@frettabladid.is Stjórnarmyndun: Aldrei nær samkomulagi N-ÍRLAND, AFP Minnu munar á kröf- um kaþólikka og mótmælenda en nokkru sinni fyrr í langvinnum og erfiðum viðræðum um myndun nýrrar sjálfstjórnar á Norður-Ír- landi. Þetta sagði Ian Paisley, leið- togi mótmælendaflokksins DUP, í gær. Hann sagði að áður en af samkomulagi gæti orðið yrði Írski lýðveldisherinn að sýna fram á að hann hefði afvopnast. „Ef þú syndgar opinberlega verðurðu að iðrast opinberlega,“ sagði Paisley og krafðist þess að Írski lýðveldisherinn framvísaði myndum sem sýndu afvopnunina og eyðileggingu vopnabúra. ■ ABBAS TIL SÝRLANDS Mahmud Abbas, formaður Frelsissamtaka Palestínu, og Ahmed Qurei, for- sætisráðherra Palestínu, ræddu í gær við Bashar al-Assad Sýr- landsforseta og nokkra helstu ráðherra hans. Þetta var fyrsti fundur leiðtoga Sýrlands og Palestínu frá 1996 og liður í auknum samskiptum Palestínu- stjórnar við Arabaríki. ■ MIÐ-AUSTURLÖND Ferð þú í jólahlaðborð í desember? Spurning dagsins í dag: Gefur þú bækur í jólagjöf? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 46,8% 53,2% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun BARIST VIÐ MÓTMÆLANDA Ísraelskir hermenn hafa verið gagnrýndir fyrir framgöngu sína gagnvart Palestínu- mönnum. Ísraelskir hermenn: Lítilsverð líf araba ÍSRAEL Líf araba eru minna virði en líf gyðinga. Þetta er álit eins af hverjum fimm ísraelskra her- manna þegar þeir hefja herþjón- ustu, segir Elazar Stern, hershöfðingi og yfirmaður starfs- mannamála Ísraelshers, að því er dagblaðið Haaretz greinir frá. Stern sagði á ráðstefnu um lög og mannréttindi að þessi viðhorf hermanna væru ein af ástæðun- um fyrir því að hermenn hegðuðu sér ósæmilega við vegatálma þar sem eftirlit er haft með umferð Palestínumanna. ■ Sigrún Eldjárn edda.is Hér rata Stína og Jonni í ný ævintýri – jafnvel enn ótrúlegri en síðast! Skemmtilegt framhald bókarinnar Týndu augun sem bóksalar völdu bestu íslensku barnabókina í fyrra. „Falleg, fyndin og spennandi saga“ Sif Sigmarsdóttir, Mbl. INNBROT Í KJALLARAÍBÚÐIR Brotist var inn í tvær kjallara- íbúðir í miðborginni snemma á sunnudagsmorgun. Húsráðendur voru heima í báðum tilvikum. Innbrotsþjófurinn lét sig hverfa þegar þeir gerðu vart við sig. Lögreglan í Reykjavík náði hon- um á hlaupum eftir seinna inn- brotið. SOFANDI Í STOFUNNI Húsráðend- ur í íbúð í Hlíðunum urðu varir við ókunnugan mann sofandi inni í stofu hjá sér þegar þeir vökn- uðu á sunnudagsmorgun. Maður- inn hafði engar skemmdir unnið en var vistaður í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík sökum ástands síns. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HALLDÓR BLÖNDAL FORSETI ALÞINGIS Andaveiðifrumvarp þingforseta ekki í flýtimeðferð: Halldór vill ekki þurfa að bíða AÐSTOÐ FYRIR JÓLIN Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir unga öryrkja áberandi í hópi bágstaddra fyrir þessi jól. Hér afhendir Jóhannes í Bónusi henni gjafabréf upp á vöruúttektir fyrir samtals 10 milljónir króna til úthlutunar til fólks í neyð. Hjálparstarf kirkj- unnar fékk annað eins. Meiri fátækt en nokkru sinni Fleiri virðast vera í brýnni neyð fyrir þessi jól en áður ef marka má eftir- spurn eftir matvælum og fatnaði. Aldurshópurinn er breiðari og ungir öryrkjar eru fleiri nú en áður. JÓN GUNNAR OTTÓSSON Í fastanefnd Bernarsamningsins sitja full- trúar aðildarríkjanna 45. Fulltrúar Íslands eru Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúru- fræðistofnunar Íslands, og Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur. Jón Gunn- ar var á síðasta fundi nefndarinnar kosinn varaformaður Bernarsamningsins og tekur sæti í 3 manna stjórn hans. Álit fastanefndar: Fuglar ekki í hættu NÁTTÚRUVERND Ísland brýtur ekki gegn ákvæðum Bernarsamnings- ins um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu með því að heimila virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka og Norðlingaöldu. Þetta var niðurstaða fastanefndar Bernarsamningsins sem hélt árleg- an fund sinn í Strasbourg í Frakk- landi um mánaðamótin. Í tilkynningu umhverfisráðu- neytisins kom fram að á fundinum hafi verið lögð fram skýrsla frá óháðum sérfræðingi á vegum skrifstofu samningsins um bæði Kárahnjúkavirkjun og Norðlinga- ölduveitu og líkleg áhrif á lífríki á áhrifasvæði þeirra, einkum á fugla. - óká
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.