Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 6
6 7. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR SKATTAR Til greina kemur að breyta skattlagningu nýbygginga þannig að fasteignagjöld yrðu ákvörðuð oftar en um áramót eins og nú er gert. Talið er að sveitar- félögin geti aukið tekjur sínar um 150 til 200 milljónir á ári með breytingunum. Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, segir dæmi um að menn dragi að skrá byggingar fram yfir áramót og spari þannig skattgreiðslu í nær heilt ár. Uppi séu hugmyndir um að fasteignir verði skattlagðar þegar þær komist á ákveðið bygg- ingarstig hvenær sem er ársins. Haukur segir að Fasteignamatinu sé ekkert að vanbúnaði til að taka upp breytt kerfi en það sé félags- málaráðherra að taka ákvörðun um hvort það verði gert. Sveitarfélög nota fasteigna- skrá sem gefin er út um áramót til að meta álagningu fasteigna- gjalda. Gunnar Svavarsson, for- seti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segir mikilvægt að breyta þessu til að jafnræði skapist á milli íbúa auk þess sem sveitarfélögin verði af umtalsverðum tekjum ár hvert með núverandi fyrirkomulagi. Hann telur að skattgreiðslur geti munað tugum þúsunda milli heim- ila eftir því hvort þau séu metin fyrir áramót eða eftir. - ghg BÆJARSTJÓRN Seinni umræða um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- bæjar fyrir árið 2005 verður lögð fyrir bæjarstjórn í dag. Gert er ráð fyrir rúmum 50 milljörðum í afgang A-hluta bæjarsjóðs, sem er um 76 milljarða betri afkoma en spáin fyrir núverandi ár segir til um. Fulltrúi sjálfstæðismanna segir stöðuna líta betur út en hún er í raun og veru vegna hagstæðr- ar gengisþróunar. Gert er ráð fyrir sjö prósenta fjölgun íbúa Hafnarfjarðar að með- altali næstu fjögur árin. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar, segir að fjölgunin á þessu ári sé hátt í fjögur prósent, sem er um þúsund manns, en fjölgunin á næsta ári verði hátt í 15 prósent. Meðal annars vegna íbúafjölgunar er gert ráð fyrir að skatttekjur bæjarsjóðs aukist um tæpan hálfan milljarð og verði rúmir 5,8 milljarðar árið 2005. „Við ætlum ekki að auka hér við skuldir,“ segir Lúðvík. „Aukin íbúa- fjölgun þýðir aukin þjónusta, en við verðum að halda skynsamlega utan um það. Það hjálpar til að nú eru uppgangstímar.“ Á fundi í dag verður lögð fram tillaga um hagræðingu upp á um 100 milljónir vegna launahækk- ana kennara og segir Lúðvík að þeirri hagræðingu verði dreift á milli málaflokka, en ekki komi til hækkunar útgjalda. Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, segir vekja athygli að verið sé að reka bæjarsjóð með tapi, sé ekki tekið tillit til fjármagnsliða. „Tap- ið er 3-400 milljónir. Auðvitað er sveitarfélagið í töluverðum vanda.“ Þá segir Magnús að geng- isþróunin snarbæti stöðuna, því 90 prósent af skuldum séu í er- lendum gjaldmiðlum. Það sé því lækkandi gengi dalsins sem geri það að verkum að skuldir virðast minnka, en ekki að það sé verið að borga skuldir niður. Frá árinu 1998 til 2001 höfðu skuldir sem hlutfall af skatttekj- um hækkað úr því að vera tæp 183 prósent í rúm 193 prósent. Þrátt fyrir að skuldir hafi aukist frá 1998 úr rúmum 7,5 milljörðum í tæpa níu milljarða 2003, lækkuðu skuldir sem hlutfall af skatttekj- um árið 2002 og aftur 2003. ■ VIÐ TÖLVU Vinsældir netauglýsinga hafa aukist mikið í Bandaríkjunum. Bandarískar netaug- lýsingar: 30 prósenta aukning AUGLÝSINGAR Eyðsla í netauglýs- ingar í Bandaríkjunum mun enda í 9,4 milljörðum Bandaríkjadala við lok þessa árs, eða um 600 milljörðum króna. Um er að ræða 30% aukningu frá því á síðasta ári. Þetta er jafn- framt fjórum sinnum meiri vöxt- ur en vöxtur bandaríska auglýs- ingaiðnaðarins í heild sinni á ár- inu. Því hefur verið spáð að netaug- lýsingar verði 4% af auglýsinga- markaðinum á næsta ári og að eyðsla í þær muni aukast í um 700 milljarða króna. Ein helsta ástæð- an fyrir auknum fjárfestingum í netauglýsingum er sú að auglýs- ingum sem er varpað yfir allan skjáinn hefur fjölgað til muna, auk þess sem hraðinn á netinu hefur margfaldast. ■ JARÐSPRENGJUR SPRENGDAR Síðustu jarðsprengjunum í vopnabúri máritanska hersins var eytt í gær, samtals 5.000 sprengjum. Mikið er þó eftir af jarðsprengjum í Máritaníu en talið er að milli 50 og hundrað þúsund slíkar séu grafnar í jörð, einkum eftir stríð um yfirráð í Vestur-Sahara 1975 til 1979. ■ AFRÍKA VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir ný viðbót við tölvuleikinnEVE Online sem von er á? 2Hvað ætlar Öryrkjabandalagið aðgera? 3Hvað heitir forstjóri Náttúrufræði-stofnunar Íslands? Svörin eru á bls. 34 www.edda.is SAGAN ÖLL! Öldin ellefta – Minnisverð tíðindi 1001-1100 Þróun kirkju og höfðingjavalds. Víðförlir ævintýramenn og –konur. Mótun menntastéttar. „Með útkomu þessara tveggja binda er lokið útgáfu einhvers vinsælasta bókaflokks, sem út hefur verið gefinn hér á landi. Óskar Guðmundsson er sem fyrr naskur á að finna forvitnilegt efni og hefur víða leitað fanga ... Öll frásögn hans er framúrskarandi lífleg og skemmtileg aflestrar.“ Jón Þ. Þór, Mbl. Óskar Guðmundsson „Verður að hrósa útgefendum fyrir að hafa tekið þennan lokahnykk í útgáfu safnsins og Óskari fyrir að hafa á líflegan og ljósan hátt endurskapað þann veruleika sem heimildir hans geyma.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV Landnámsöldin – Minnisverð tíðindi 874-1000 Landnámið, trúardeiglan, mótun samfélagsins. Hvaðan komum við í raun og hver erum við? FRJÁLST VAL Ungir sjálfstæðismenn vilja að almenning- ur velji sjálfur hvaða listamenn njóti styrkja. Því væri nær að afnema heiðurs- laun listamanna en að hækka þau. SUS og heiðurslaunin: Eru á móti hækkunum STJÓRNMÁL Almenningur á að geta valið hvort hann styður listafólk og hvers konar menningar hann nýtur. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem óánægju er lýst með þá ákvörðun Alþingis að auka útgjöld til heiðurslauna listamanna. Telur stjórnin að unnt sé að spara skattgreiðendum það fé sem rennur úr ríkissjóði til hvers kyns menningarstarfsemi. Því væri nær að afnema heiðurslaun listamanna en að hækka framlög til þeirra. - ghg ÚKRAÍNA, AFP Viktor Janúkovitsj, forsætisráðherra Úkraínu, hét því í gær að taka þátt í endurtekningu seinni umferðar forsetakosning- anna sem fram fara 26. desember. Fyrr um daginn hafði Leoníd Kút- sjma forseti í raun hvatt Janúkovitsj til að draga sig í hlé. „Ég ég væri hann, myndi ég ekki undir nokkrum kringum- stæðum halda áfram í framboði,“ sagði Kútsjma í viðtali við The New York Times. „Ég útiloka ekki að við höfum þjóðaratkvæða- greiðslu frekar en kosningu með einum frambjóðanda,“ sagði Kút- sjma og benti á að þannig gætu kosningarnar snúist um hvort fólk segði já eða nei við því að Viktor Júsjenkó yrði næsti forseti Úkra- ínu. „Ég sæti þrýstingi en ákvörðun mín er engum vafa undirorpin. Ég held baráttunni áfram vegna þess að það eru milljónir Úkraínu- manna sem styðja mig,“ sagði Janúkovitsj. Vladimir Pútín Rússlandsfor- seti, sem stutt hefur Janúkovitsj, sagðist í gær reiðubúinn til að vinna með hverjum þeim sem yrði kjörinn forseti Úkraínu. ■ NÝBYGGINGAR Fasteignaeigendur geta sparað tugi þús- unda í fasteignagjöld með því að draga að skrá nýbyggingar á fasteignaskrá fram yfir áramót. Til greina kemur að breyta kerfinu. Breytt innheimta fasteignagjalda: 200 milljónum meira til sveitarfélaganna MÓTMÆLENDUR GANGA Í HJÓNABAND Deilur um kosningarnar í síðasta mánuði hafa gjörbreytt áformum og aðstæðum milljóna Úkraínumanna. Þessir mótmælendur létu þó ekkert koma í veg fyrir að þeir gengju í hjónaband. Kútsjma vill að Janúkovitsj dragi sig í hlé en verður ekki að ósk sinni: Júsjenkó ætlar að berjast áfram LÚÐVÍK GEIRSSON Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að ekki verði aukið við skuldir bæjarsjóðs á næsta ári. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Meðal annars á að byggja skóla og sundlaug í Vallarhverfi. Gengisþróun góð fyrir bæjarsjóð Gert er ráð fyrir 50 milljarða afgangi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á næsta ári. Stjórnarandstaðan segir að enn sé bæjarsjóður rekinn með tapi og hagstæð gengisþróun snarbæti annars slæma stöðu. Fljótsdalshérað: Byggðar- merkis leitað SVEITARSTJÓRN Ákveðið hefur verið að efna til hugmyndasamkeppni um nýtt byggðarmerki Fljótsdalshér- aðs, sem til varð með sameiningu sveitarfélaga á árinu. Á vef Fljótsdalshéraðs kemur fram að tákn merkisins skuli hafa tilvísun í áberandi einkenni úr nátt- úru sveitarfélagsins, sögu þess eða ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun, sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræð- innar og uppfylli reglur um byggð- armerki. Verðlaunaupphæð er 250.000 krónur og frestur til að skila tillögum er til 20. janúar 2005. Nánari upplýsingar á els.is. - þlg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.