Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 16
16 Fyrir rúmri viku leit út fyrir að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsókn- ar, ætlaði að gera það sem hann hafði áður gagnrýnt Kristin H. Gunnarsson fyrir, það er að fylgja sannfæringu sinni þótt það þýddi að hann myndi lenda upp á kant við flokks- og stjórnarforyst- una. Hjálmar viðraði opinberlega þá skoðun sína að til greina kæmi að fara í saumana á ferlinu sem leiddi til þátt- töku Íslands í innrásinni í Írak. Á Alþingi kom hins vegar liðsandinn aft- ur yfir Hjálmar þar sem hann frábað sér haminguóskir stjórnarandstöðunnar og sagði að menn „oftúlkuðu“ orð sín. Agi verður að vera Einfarar þrífast yfirleitt ekki vel í póli- tísku flokksstarfi. Engu að síður hafa þeir yfirleitt fundist á Alþingi og jafnvel orðið þungavigtarmenn. Frægastur slíkra manna er sjálfsagt Albert Guð- mundsson sem var gjarn á að fara eigin leiðir innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins en naut engu að síður sterkrar stöðu í krafti opinna prófkjöra. Frá og með tíunda áratugnum virðist sem flokksaginn sé orðinn ráðandi á ný enda er forsendan að skilvirku flokkssamstarfi sú að það ríki sátt um helstu stefnumál. Framsókn- arflokkurinn gerði það líka morgunljóst með því að hirta Kristin H. Gunnarsson rækilega að þar á bæ mun engum líðast upphlaup. Svigrúm til and- ófs Þau ummæli Dag- nýjar Jónsdóttur að þing- menn leiki hver í sínu liði hafa gjarnan verið talin henni til hnjóðs. Í sjálfu sér skýtur það skökku við því um- mæli hennar voru í raun ekki annað en almenn ástandslýsing á störfum Alþing- is. Þó að liðsandinn eigi það til að bera einstaklinginn ofurliði er ekki þar með sagt að þingmenn hafi ekki svigrúm til eigin skoðana svo lengi sem þeir vinna ekki beinlínis gegn stjórnarfrumvörpum eða eru gjörsamlega á skjön við grund- vallaratriði stjórnarsamstarfsins. Í það minnsta virðast hinir „staðföstu“ hafa fyrirgefið Hjálmari, en þegar að er gáð var gagnrýni á hann sprottin af sama meiði og gagnrýni á Dagnýju á sínum tíma. Hennar sök var að orða upphátt það sem allir iðka, hins vegar sagði Hjálmar það upphátt sem allir hugsa. Liðsandinn á uppleið FBL. GREINING: UMRÆÐAN UM ÍRAKSSTRÍÐ 7. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Ný hrina baskneskra hryðjuverka í uppsiglingu Aðskilnaðarsamtök Baska hafa látið á sér kræla á ný en hljótt hefur verið um þau undanfarin ár. Spán- verjar óttast að sprengingarnar beggja vegna helgarinnar séu upphafið á nýrri hryðjuverkahrinu. Sjö sprengjur sprungu víðs vegar um Spán í gær og hefur Aðskilnað- arhreyfing Baska ETA þegar lýst tilræðinu á hendur sér. Fyrir helgi sprengdu samtökin fimm sprengjur í höfuðborginni Madríd. Engum blöðum er um að fletta að ETA er að færa sig upp á skaftið á nýjan leik eftir að hafa legið í láginni í langan tíma. Fyrir skemmstu boðuðu leið- togar stjórnmálaarms hreyfingar- innar nýja tíma þar sem áhersla yrði lögð á pólitíska lausn á málefn- um Baska. Tilræðin eru á skjön við þær yfirlýsingar. 800 manns liggja í valnum Samtökin Euskadi Ta Azkatas- una, eða Föðurland og frelsi Baska, voru stofnuð upp úr 1960 til að berj- ast gegn ofsóknum stjórnar Francos. Á valdatíma hans var baskneska bönnuð og reynt að kæfa öll basknesk þjóðareinkenni. Póli- tískir andófsmenn voru fangelsaðir og pyntaðir fyrir skoðanir sínar. Árið 1973 myrtu liðsmenn samtak- anna Luis Carrero Blanco sem átti að verða eftirmaður Francos og telja menn að morðið hafi flýtt fyrir endalokum fasistastjórnarinnar. Eftir að Franco lést voru sérkenni Baska viðurkennd og héruð þeirra fengu meira sjálfstæði en nokkurt annað svæði Spánar. Þrátt fyrir það voru aðskilnaðarsinnar ekki ánægð- ir, upphófst tæplega þrjátíu ára bar- átta sem átti eftir að kosta 800 mannslíf. Hert að ETA síðustu ár Ekki er hægt að segja að ETA hafi notið samúðar á meðal spænsks al- mennings. Kornið sem fyllti mælinn var þó morðið á ungum hægrisinn- uðum stjórnmálamanni árið 1997, Miguel Angel Blanco. Sex milljónir Spánverja mótmæltu á götum úti næstu fjóra dagana og nokkrum mánuðum síðar lýstu samtökin yfir vopnahléi sem raunar stóð aðeins í rúmt ár. Þegar hægriflokkur José Maria Aznars komst til valda árið 1996 hófst hann þegar handa við að upp- ræta samtökin. Hryðjuverkaárás- irnar 11. september 2001 gáfu hon- um átyllu til að setja ströng lög gegn hermdarverkum og árið 2002 var stjórnmálaarmur ETA, Batas- una, bannaður. Enginn hefur látið lífið í árásum ETA í hartnær tvö ár. Þegar 200 manns létu lífið í sprengjuárásum í Madríd fyrr á þessu ári gerði Aznar alvarleg mis- tök með að kenna ETA strax um til- ræðin til að breiða yfir óvinsældir þátttöku Spánverja í Íraksstríðinu. Þegar kjósendum varð ljóst að al- Kaída hefði staðið fyrir sprenging- unum fylktu þeir sér á bak við sósí- alistaflokk Zapateros og í kjölfarið voru spænskar sveitir kallaðar heim frá Írak. Fyrirheit um frið Árið 2004 hefur engu að síður verið ETA erfitt. Meintur leiðtogi samtak- anna, Mikel Albizu Iriarte, var handsamaður ásamt tuttugu öðrum í október en undanfarin misseri hafa yfir 200 félagar verið settir á bak við lás og slá. Flestir sérfræð- ingar hallast að því að virkir félag- ar í ETA séu í mesta lagi þrjátíu og verulega sé farið að sverfa að þeim. Í nóvember lýsti leiðtogi Batas- una, Arnaldo Ortegi, því yfir að bar- átta Baska fyrir auknum réttindum yrði færð frá götunum að samn- ingaborðinu. Nokkru áður hafði ETA kallað eftir viðræðum við spænsk stjórnvöld og fyrrum hryðjuverkamenn, sem nú dúsa í fangelsi, hvöttu til að ofbeldinu linnti. Þingkosningar verða í Baska- landi næsta vor og má gera ráð fyr- ir að leiðtogar ETA hafi rétt fram sáttahönd til að auka líkurnar á að Batasuna fengi að bjóða fram. Stjórnvöld og almenningur í Spáni hafa tekið sáttaboðum ETA með miklum fyrirvara og litlar lík- ur eru á að Batasuna taki þátt í kosningunum. Á meðan nýtur Þjóð- arflokkur Baska (PNV) æ meira fylgis í héraðinu þannig að útlitið er dökkt fyrir ETA og stjórnmálarm þeirra. Valdabarátta? Sprengingarnar beggja vegna helg- arinnar eru ekki tilviljun. Hátíða- höld hafa farið fram á Spáni vegna afmælis stjórnarskrárinnar frá 1978 en ETA er henni andvígt. Hvers vegna ETA kýs nú að sýna tennurnar er hins vegar ekki ljóst. Vera má að samtökin vilji einfald- lega sýna að þau eru ekki dauð úr öllum æðum þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda. Eins kann að vera að valdabarátta eigi sér stað innan samtakanna því fái Batasuna að bjóða fram er ljóst að ETA-samtök- in verða lögð niður í núverandi mynd og við það munu hinir her- skárri meðlimir þeirra ekki sætta sig. Hver svo sem skýringin er virð- ist sem ný hrina hryðjuverka sé í uppsiglingu á Spáni. ■ Jólagjöf golfarans færðu hjá okkur Munið gjafabréfin Xtech golfsett + spóla 8 járn, 3 trékylfur, pútter, poki og kerra - allur pakkinn... ...og þú færð “meistaragolf” spóluna með Úlfari Jónssyni og Arnari Már frítt með. 29.900.- 29.900.- Rafmagnskerra + bók Vönduð rafmagnskerra sem léttir þér ganginn... ...og þú færð “Alfræðibókina” um golf A-Ö” eftir Dr. Ingimar Jónsson frítt með. Höfum opið alla daga fram að jólum EITURBÁLIÐ BRENNUR Afganskur lögreglumaður fylgist með fíkni- efnabrennu í Kabúl. Rúm sex tonn af hassi urðu eldinum að bráð í gær en á brenn- unni voru einnig 200 kíló af heróíni og 500 kíló af ópíum. Ef ekki væri fyrir þurrka hefði árið 2004 að líkindum orðið metár í fíkniefnaframleiðslu í Afganistan. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING AÐSKILNAÐARHREYFING BASKA SKELFING Í CIUDAD REAL Í GÆR Enginn hefur farist í sprengjutilræðum ETA síðasta hálfa annað árið enda vara samtökin jafnan fólk við áður en sprengjur þeirra springa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.