Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 18
Miðvikudaginn 24. nóvember birtist á baksíðu Fréttablaðsins pistill eftir Þráinn Bertelsson þar sem hann afhjúpaði þröng- sýni sína, fáfræði og fordóma. Í þessari grein voru ótal svívirði- legir palladómar um trúleysi. Þráinn tengdi trúleysi meðal annars við þjóðrembu, útlend- ingahatur, fasisma og neyslu- hyggju. Það er Fréttablaðinu til skammar að hafa birt þessa þvælu. Það er hvergi ljósara að Þrá- inn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um en þeg- ar hann tengir trúleysi við út- lendingahatur, hann talar líka um „þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framanlegritrúarbrögðum“. Það að ætla trúleysingjum þá skoð- un að þeim líki verr við framan- leg trúarbrögð heldur en til að mynda kristni er fáránlegt. Trúleysingjar dæma öll trú- arbrögð á sömu forsendum og þá er til dæmis íslam ekki á nokkurn hátt undarlegri eða verri trúarbrögð heldur en kristni. Ég held að það séu fáir hópar sem hafa jafn lágt hlutfall af rasistum innanborðs og trúlaus- ir, það mætti segja að meðaltrú- leysingjanum sé verr við útlend- ingahatur heldur en trúarbrögð. Einhver mesti baráttumaður gegn rasisma á Íslandi síðustu ár er Sigurður Hólm Gunnars- son varaformaður Siðmenntar. Formaður Siðmenntar, sem er eins nálægt því að vera „trúfé- lag“ trúlausra og hægt er, heitir Hope Knútsson og er einsog nafnið bendir til ekki íslensk að uppruna. Er þetta útlendinga- hatrið sem Þráinn er að tala um? Þráinn væri meiri maður ef hann myndi skoða þessi mál al- mennilega (einsog hann hefði átt að gera áður en hann skrifaði grein sína) og síðan draga þessa fullyrðingar sínar til baka. Í greininni tengir Þráinn trú- leysi við neysluhyggju, ég á bágt með að skilja hvers vegna. Það er ekki einsog að kristnir menn séu almennt lausir við það að kaupa dót, þetta er ekki spurning um trú heldur samfé- lagsmynd. Þráinn virðist ekki átta sig á að trúleysingjar eru bara fólk einsog hann, bara ekki jafn fordómafullir og hann. Þráinn segir að sú ákvörðun að hafna guðshugmyndum sé oft tekin „í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar“. Hvaða rann- sóknir hefur Þráinn framkvæmt sem benda til þess að þessar fullyrðingar séu sannar? Hvaða rök hefur Þráinn fyrir þessu? Engin, maðurinn er bara að tala út frá eigin fordómum. Vissulega má segja að ótal Ís- lendingar hugsi ekki um trúmál að neinu viti og hunsi guð en þetta er ekki fólk sem kallar sig trúlaust. Þeir sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að trúleysi sé þeirra lífsafstaða hafa lang- flestir gert það eftir langa íhug- un. Þetta get ég fullyrt af því ég þekki trúlausa og ég er trúlaus. Þráinn þekkir hins vegar ekki trúlausa og sýnir í grein sinni að hann veit ekkert um þá. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að Þrá- inn talar um fordóma trúlausra í þessari grein sem er svona illa lituð af hans eigin fordómum. Myndi Þráinn Bertelsson fá að birta grein þar sem hann talaði um múslíma á svipaðan hátt og hann talar um trúlausa? Ég vona ekki, íslam er líka viðurkennd trúarbrögð og njóta sérstakrar lagaverndar. Það að svívirða trúleysingja er hins vegar lög- legt, þó það sé vissulega sið- laust. Pistill Þráins gerir töluvert út á þá útbreiddu skoðun að trú- leysi sé einskonar trú, „trú á sjálfan sig“, „trú á vísindin“ og „trú á skynsemi“. Hér er verið að rugla saman tvennum ólíkum merkingum sagnarinnar „að trúa“, annars vegar trú á yfirnáttúruleg fyrir- brigði og hins vegar það „að treysta“. Ég treysti á vísindin, ég treysti á skynsemi mína og ég hef sjálfstraust en ástæðan fyrir að ég kalla mig trúlausan er sú að ég hafna yfirnáttúru. Höfundur er formaður Skept- íkusar (Skeptíkus er hreyfing ótrú- aðra stúdenta). V ið hvað vilja Íslendingar eiginlega starfa? Þetta er spurningsem leitar á hugann þessa dagana vegna auglýsinga um at-vinnu á Austurlandi. Fjarðarál hefur auglýst eftir starfsmönn- um til að vinna við byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði en fáir hafa gefið sig fram til starfa þar. Um er að ræða margskonar störf við væntanlegt álver á staðnum og er allt útlit fyrir að mikill meirihluti þeirra sem munu starfa við uppbyggingu álversins verði útlendingar. Þá hefur einnig verið auglýst eftir starfsfólki í stöður stjórnenda hjá hinu nýja sveitarfélagi á Fljótsdalshéraði. Alls voru það sjö stöður sem um var að ræða á Egilsstöðum og barst alls 71 umsókn um þær allar eða að meðaltali tíu um hverja stöðu. Þetta er töluvert annað en niðri á Reyðarfirði. Ástæðan fyrir þessu er áreiðanlega ekki sú að annarsvegar sé um að ræða stöður uppi á Héraði en hinsvegar niðri á fjörðum heldur sú að annarsvegar er um að ræða stjórnunarstöður í upprennandi sveitarfélagi, en hinsvegar tímabundna byggingarvinnu við að reisa stærsta álver landsins. Þessi dæmi af Austurlandi þurfa kannski ekki að koma á óvart, því það er alllangt síðan ákveðnar starfsgreinar hafa meira og minna þurft að treysta á erlent vinnuafl. Íslendingar fást hreinlega ekki nema að litlu leyti til ákveðinna starfa, og yfirleitt eru það láglauna- störf sem um er að ræða. Það er orðið mjög áberandi hér á höfuðborg- arsvæðinu hve margir útlendingar starfa við ýmis þjónustustörf inn- an heilbrigðisgeirans. Þetta fólk vinnur áreiðanlega störf sín af dugn- aði og samviskusemi, en það virðist hinsvegar ekki vera í neinum tengslum við nánasta umhverfi sitt og á bágt með að tjá sig og erfitt er fyrir aðra að skilja það. Þetta er vandi sem þarf að ráða bót á og oft hefur verið til umræðu á undanförnum misserum. Þetta hlýtur að vera bagalegt víða á sjúkrastofnunum, þar sem kannski er mikilvæg- ara að tala við aldrað fólk og sjúkt en að gefa því pillur. Virkjanaframkvæmdirnar á Austurlandi hafa hingað til ekki haft mikið aðdráttarafl fyrir Íslendinga í atvinnuleit. Að vísu starfar fjöldi Íslendinga hjá rótgrónum íslenskum verktakafyrirtækjum á virkjanasvæðinu, en því er ekki að heilsa hjá aðalverktakanum. Hjá honum fór margt úrskeiðis í starfsmannamálum og ekki síst aðbún- aður starfsmanna í upphafi verktímabils, en nú virðist sem honum hafi tekist að sigrast á byrjunarerfiðleikum og reyndar tími til kom- inn. Umræðan um starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka getur hafa valdið því að minni áhugi er fyrir störfum hjá Fjarðaráli á Reyðar- firði en ráð var fyrir gert. Þar virðist þó sem menn hafi mikið lært af mistökunum við Kárahnjúka, og einnig ber að hafa í huga að allt aðr- ar starfsreglur virðast vera hjá risafyrirtækinu Bechtel en Ítölunum. Þótt mikið sé lagt upp úr aðbúnaði á Reyðarfirði, hlýtur það þó að setja strik í reikninginn ef flytja þarf inn hundruð erlendra starfs- manna þangað þann tíma sem framkvæmdir við álverið standa yfir. Því verður ekki á móti mælt að þetta getur haft ýmis félagsleg áhrif á umhverfið, og þá kemur til kasta bæjaryfirvalda í Fjarðarbyggð. ■ 7. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Íslendingar fást hreinlega ekki nema að litlu leyti til ákveðinna starfa. Reyðarfjörður og Hérað FRÁ DEGI TIL DAGS Líklegri skýring er að annarsvegar er um að ræða stjórnunarstöður í upprennandi sveitarfé- lagi, en hinsvegar tímabundna byggingarvinnu við að reisa stærsta álver landsins ,, „Maður ársins“ „Frábær bók, maður ársins.“ - Sirrý, Skjár einn „Lýsir óvenjulegum kjarki eins manns ... Vel skrifað og vafningalaust.“ - Jón Baldvin Hannibalsson, Mbl. „Svakaleg.“ - Frbl. Félagsvísindastofnun 23. – 29. nóv. 8. Ævisögur og endurminningar Fordómar um trúleysi Loforð og efndir Vefþjóðviljinn vekur athygli á því um helgina að fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2002 hafi Morgunblaðið rætt við þáverandi borgarstjóra, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, og meðal annars spurt eftirfarandi spurningar: „Getur þú þá lofað því að á næstu fjórum árum verði álögur á borgarbúa ekki hækkaðar vegna aukinnar skuldasöfnunar?“ Ekki hafi staðið á svari Ingibjargar Sól- rúnar: „Já, það get ég. Til marks um það vil ég nefna að samkvæmt þriggja ára áætlun á borgarsjóður 4-5 milljarða í afgang þegar búið er að taka fyrir öllum rekstri.“ Miðað við þetta finnst Vefþjóð- viljanum skjóta skökku við að Ingibjörg Sólrún og R-listinn standi að skatta- hækkun þessa dagana sem samtals nemur um 900 milljónum króna. Nú- verandi borgarstjóri rökstyðji þessa hækkun meðal annars með nauðsyn þess að greiða niður skuldir borgarinn- ar. Biðjist afsökunar Ungir jafnaðarmenn í Vestmannaeyjum eru ósáttir við að Davíð Oddsson skuli hafa kallað Samfylkinguna „afturhalds- kommatittsflokk“ á Alþingi á dögunum. Segja þeir ummælin „dónaleg og lýsa mikilli vanvirðingu hans gagnvart þing- mönnum og stuðningsmönnum Sam- fylkingarinnar“. Vilja þeir að ráðherrann sendi frá sér afsökunarbeiðni. Alþingi sé æðsta stofnun Íslands og nauðsyn- legt „að þar beri menn virðingu fyrir öllum, jafnt samherjum sem andstæðingum. Trúverðugleiki fólks gagnvart Alþingi verður að vera til staðar en svona um- mæli eru einungis til að draga úr honum og minnka virð- ingu landsmanna fyrir hinu há Al- þingi“. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Þráinn segir að sú ákvörðun að hafna guðshugmyndum sé oft tekin „í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar“. Hvaða rannsóknir hefur Þráinn framkvæmt sem benda til þess að þessar fullyrðingar séu sannar? ÓLI GNEISTI SÓLEYJARSON UMRÆÐAN TRÚ OG TRÚLEYSI ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.