Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 21
Jurtaapótek opnað á Laugavegi Nýtt jurtaapótek verður opnað næst- komandi laugardag á Laugavegi 2. Kolbrún grasalæknir stendur að opn- un apóteksins, en það er nýjung á Íslandi. Áhersla verður lögð á lífræn- ar vörur og einnig verða á boðstól- um jurtablöndur í fjölbreytilegu formi til að styrkja líkama og sál. Te, duft, hylki, seyði, baðjurtir, arómatik- vatn, blómadropar, smyrsli, olíur, kjarnaolíur, spavörur, jurtamaskar eru meðal þess sem verður fáanlegt í nýja apótekinu. Hægt verður að fá ókeypis ráðgjöf hjá Kolbrúnu grasa- lækni eftir hádegi milli klukkan 13.30-16.30. Einnig heldur Kolbrún námskeið, bæði stutt og löng, um allt sem viðkemur jurtum. Sem dæmi má nefna smyrslagerð, krem- gerð, kennslu í spavörum, heima- apótek og fleira. Fyrir þá sem vilja verður hægt að fá einkaviðtöl við Kolbrúnu grasalækni frá klukkan 10-12.30. Kolbrún hefur starfað sem grasalæknir á Íslandi í tíu ár.“ ■ 3ÞRIÐJUDAGUR 7. desember 2004 FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX. Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Fyrir bætta líðan og betri stjórn á lífi þínu. • Virk leið til sjálfsstyrkingar • Helgar- og kvöldnámskeið • Gjafakort - upplögð jólagjöf! Hafðu samband í síma 553 3934 milli kl. 10 og 12 virka daga. Guðrún Óladóttir reikimeistari Reiki Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Síðuspik III HVAÐ ER TIL RÁÐA? Hvað viltu EKKI? Allt of margir hugsa sífellt um það sem þeir vilja ekki, en vita jafnvel ekki hvað þeir vilja. Flestir vita að þeir vilja ekki verða gamlir, fitna, hrörna, lifa lífi sínu til einskis o.s.frv. Þetta viðhorf gengur einfaldlega ekki ef ætlunin er að ná árangri. Markmið Til þess að ná árangri er nauðsynlegt að vera bókstaflega að springa af áhuga og vita nákvæmlega HVAÐ skuli gera. Þetta kallast að hafa MARKMIÐ. Ef við ætlum að hitta beint í mark þá þurfum við fyrst að hafa skotmark, ekki satt? Markmið okkar er skotmarkið, án markmiðs er þetta varla mögulegt. Leiðin kortlögð Segjum sem svo að við ætlum okkur að byggja hús, er ekki líklegt að gerðar yrðu TEIKNING- AR af því áður en það væri byggt? Nauðsynlegt er að setja raunhæf markmið og gera raunhæfa áætlun í kjölfarið. Ef raunhæfri áætlun er fylgt er ekki hægt annað en að ná árangri. Hvað á að gera? Best er að hafa þetta einfalt. Flestir hafa lent í því að setja sér óraunhæf markmið. Ef við vitum t.d. að við eigum eftir að svind- la, þá gengur ekki að gera ráð fyrir því að við svindlum ekki! Markmiðin verða að vera raunhæf, hvort sem ætl- unin er að auka vöðvamassa, liðleika, styrk, missa fitumassa, líta betur út eða einfaldlega að líða betur. Lífsstílsbreyting? En áður en sett eru markmið þarf fyrst að fá á hreint hvaða lífsstíll hentar og hverju þarf að breyta. Ef ofát, vannæring, offita, reyk- ingar, ofdrykkja, óhófleg eyðslusemi eða aðrir andlegir og líkamlegir kvillar hrjá okkur er ljóst að núverandi lífsstíll hentar ekki. Að setja sér raunhæft markmið En hvert á markmiðið að vera? Til að komast að því hver staðan er núna þarf að hafa eitthvað til að miða við þ.e. „skotmark“. Gott er að láta mæla þyngd og fitumagn líkamans og gera ummálsmælingu. Fljótlegast er að fara í fitumælingu með rafmagnsmæli en „fitumælingarklípa“ gefur mun ná- kvæmari niðurstöðu! Fitutap – Aukning á vöðvamas- sa Það er raunhæft að losna við allt að 1/2 kg af fitu á viku, reyndar losna sumir við meira, aðrir minna. Byrjandi getur bætt við sig um og yfir 1/2 kg af vöðvamassa á mánuði með stífri lyft- ingaáætlun. Eins og flest annað er þetta mjög einstaklingsbundið. Að- ferðin sem notuð er, til að ná þessum árangri, ræður mestu um hraða ár- angursins, sjá í hollráði síðustu viku: Algengustu aðferðir til lífsstílsbreyt- inga. Vigtin segir ekki alla söguna Við getum bætt við okkur vöðvamassa á sama tíma og við töpum fitu. Þetta getur gert okkur grikk þar sem við ól- umst flest upp við að miða eingöngu við vigtina. Ef við missum 1/2 kg af fitu á mánuði en bætum á sama tíma við okkur 1/2 kg af vöðvum þá stend- ur vigtin í stað! Þetta veldur því að margir missa móðinn og jafnvel hætta við. Kemur þú út í PLÚS eftir jólin? Nú eru jólin á næsta leiti með tilheyr- andi kræsingum og reyndar stressi líka. Margir kunna að spyrja sig af hverju í ósköpunum verið sé að bæta við stressið með því að ræða um síðuspik fyrir jólin? Það er einfaldlega vegna þess, kæri lesandi, að ef þú byrjar á þessu fyrir jólin eykur það lík- urnar á því að þú munir „hafa efni á“ að gæða þér á jólakræsingunum. Ef við vinnum okkur inn fyrir kræsingun- um fyrir fram þá njótum við þeirra jafnvel enn meira – án nokkurs sam- viskubits. Það, jafnvel eitt og sér, getur átt sterkan þátt í því að draga úr jólastressinu og að sama skapi auka ánægjuna! Hægt er að sjá þetta og fleiri hollráð á heimasíðu Heilsuráðgjafar www.heilsuradgjof.is „Ég er svo heppin að eiga ekki bíl þannig að ég geng mjög mikið. Það er minn ferðamáti – að ganga og hjóla. Það er mjög praktísk leið til að komast á milli staða og alls ekki meðvituð hollustuhreyfing en ákaflega hressandi,“ segir Guðfríður Lilja og hlær dátt. Aðspurð um hvort hún hugsi um mataræðið tekur Guðfríður andköf. „Jesús góður, ég er mesti sælkeri sem ég þekki og þekki ég þó marga. Ég er algjör súkkulaðifrík. Ég fæ mér kökur og tertur hvenær sem ég get. Ég er aldrei í neinum megrunarpæl- ingum og vigta mig til dæmis ekki. Hins vegar fer ég reglulega í átak til að hætta að borða sætt þannig að ég er mjög meðvituð um hollan mat. Mér finnst bara pínulítið erfitt að koma því í verk að borða hann í staðinn fyrir sætt,“ segir Guðfríður en bætir við að allt horfi þetta til betri veg- ar. „Ég er að þroskast sem mann- eskja og það eru teikn á lofti um að ég sé að fullorðnast. Ég vona að sætindaþráhyggjan fari að linast samfara því.“ ■ Gengur og hjólar á milli staða Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, heldur sér í formi án þess að hugsa um það en berst við fíkn- ina í súkkulaði. Guðfríður Lilja á ekki bíl og þarf að ganga allt sem hún fer sem henni finnst afskap- lega hressandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Berklasmituðum fjölgar í Englandi Skjótra aðgerða er þörf til að koma í veg fyrir útbreiðslu berkla í Englandi, segir í nýlegri yfirlýsingu frá læknum í London, en berklatilfellum hefur fjölgað um helming í landinu á und- anförnum 15 árum. Flestir sem smitast eru fátækir og heimilislausir, en tíðni berkla í fangelsum hefur einnig aukist um 40%. Fjármagn og nýjar aðferðir eru nauðsynlegar strax, segja læknarnir. Þeir leggja til bíla útbúna röntgenmyndavélum sem hægt er að fara á út í hverfin en innflytjendur og eiturlyfjaneyt- endur eru meðal þeirra sem þarf að rannsaka. Dregið hefur úr berklum í öðrum Evrópulöndum. ■ Sölvi Fannar Viðarsson Framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsu- ráðgjöf um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.