Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 22
Klipping Farðu nú að panta jólaklipping- una! Fyrr en varir fyllast allar hárgreiðslu- stofur og þú endar með ljótan lubba.[ Óhefðbundið skraut Jólaskrautið þarf ekki að vera hefðbundið og það er ekkert sem segir að það megi bara hengja stjörnur, bjöllur, engla og jólasveina á jólatréð. Jólaskrautið má vera fjölbreytt og svolítið „kitsch“, það gerir þetta allt skemmtilegra. ■ ] Jólasiðir víða um heim Brasilía Í Brasilíu er jólasveinninn kallaður Papai Noel. Jólasið- ir Brasilíumanna minna um margt á siði í Bandaríkjun- um og Bretlandi og jólin eru haldin hátíðleg á jóladag. Hinir efnameiri borða íburðarmikla jólamáltíð, eins og kalkún, skinku, hrís- grjón, svínakjöt og ferska ávexti, og skola herlegheit- unum niður með bjór. Hinir fátækari borða kjúkling. ■ Þröstur Ingi með hina glæsilegu gullskeið sem hann skreytti með Kertasníki. Kertasníkir á skeið Þröstur Ingi vann í teiknimyndasamkeppni. Hann var glaður hann Þröstur Ingi Þórðarson, nemandi í Laugalækjar- skóla, þegar honum var tilkynnt að teikning hans af Kertasníki hefði orðið fyrir valinu sem skraut á jólasveina- skeiðina í ár en skeiðarnar eru safn- gripir sem margir sækjast eftir. Þær eru samstarfsverkefni Gull- og silfur- smiðjunnar Ernu ehf., Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og Félags ís- lenskra myndlistarkennara og þetta er í tíunda skipti sem hugmyndir 11 og 12 ára grunnskólabarna eru nýttar við gerð þeirra. Áður eru komnar skeiðar með Þvörusleiki, Pottaskefli, Askasleiki, Hurðaskelli, Skyrgámi, Bjúgnakræki, Gluggagægi, Gáttaþef og Ketkróki. Þröstur Ingi fékk fyrstu skeiðina sem gjöf afhenta við hátíð- lega athöfn í Ingólfsnausti síðasta sunnudag sem öllum fyrri sigurvegur- um var boðið til. Þessi húllar og syngur!!! Jólasveinarnir fást í Byggt og búið. Jólakortin hjá Ranimosk á Laugavegi eru gamaldags, ómótstæðileg og allt öðruvísi. ...línudansarann ... ... og hunda- eigandann. Þetta skraut fæst í Blómálf- inum. Jólatrésskraut fyrir veiðimanninn... Fyrir þá sem vilja fara alla leið er þessi jólasveinn sem kreppir sig saman og syngur alveg nauðsynlegur. Frú jólasveinn sómir sér vel á trénu. Jólasveina- skeiðar eru vinsælir safngripir. Þetta er sú 10. í röðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.