Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 46
26 7. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR EKKI MISSA AF… Silungnum á Rás 1, klukkan 13.05. Lana Kolbrún Eddudóttir stýrir þætti með klassískri tónlist og í þessum þætti verður einkum leitað fanga í tónlist átjándu og nítjándu aldar og gömlum hljóð- ritunum gert hátt undir höfði ... Sýningu á 79 af stöðinni í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar- firði, í kvöld klukkan 20.00. Myndin er gerð árið 1962 eftir samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar en í leikstjórn Danans Eriks Balling. Leikarar í aðalhlutverkum eru Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arn- finnsson og Kristbjörg Kjeld... Tilnefningar til Íslensku bókmennta- verðlaunanna voru kynntar á sunnu- dagskvöldið. Fimm bækur voru til- nefndar í flokki fagurbókmennta og aðrar fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Þriggja manna dóm- nefnd velur síðan þær bækur sem hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin en þau veitir forseti Íslands á Bessa- stöðum á nýju ári. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis eru: Halldór, ævisaga Halldórs Laxness, eftir Halldór Guðmundsson; Íslendingar eftir Sigurgeir Sigurjóns- son ljósmyndara og Unni Jökulsdóttur rithöfund; Íslensk spendýr í ritstjórn Páls Hersteinssonar prófessors; Ólöf eskimói eftir Ingu Dóru Björnsdóttur og Saga Íslands eftir Helga Þorláksson í ritstjórn Sigurðar Líndal. Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar bækur: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson; Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson, Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur, Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason og Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur. Kl. 20.30 í Hveragerðiskirkju: Nemendafélag Garðyrkjuskólans stend- ur fyrir hugljúfum tónleikum við kerta- ljós með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Val- geiri Skagfjörð. Flutt verða lög af nýju geislaplötunni Eins og vindurinn, auk ljúfra laga úr ýmsum áttum. menning@frettabladid.is Í Norrænum sakamálum 2004 er brugðið upp mynd- um af nýlegum íslenskum sakamálum. Norræn sakamál 2004 eru komin út hjá Lögregluforlaginu og er þetta fjórða bókin í ritröðinni sem hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi. Efni bókarinnar helg- ast að öllu jöfnu af því markverð- asta í nýlegum sakamálarann- sóknum á Norðurlöndum. Frá- sagnirnar sýna að sannleikurinn getur stundum verið ótrúlegri en sú veröld sem dregin er upp í spennusögum. Þær veita sýn á ranghverfuna á samfélaginu, sem flestir myndu óska að væri ekki til. Ritstjóri bókarinnar er Árni Þór Sigmundsson en hann hefur ritstýrt þremur af þeim fjórum bókum sem út eru komnar hér á landi. En hugmyndin á sér lengri sögu. „Upphaflega byrjuðu þessar bækur að koma út á hinum Norð- urlöndunum í kringum 1970,“ seg- ir Árni. „þær hafa komið þar út árlega síðan og selst í gríðarlegu upplagi, enda af nógu að taka.Til dæmis þarf þar að velja úr fjölda greina á hinum til birtingar. Ef ætti að birta allt þar, yrðu bæk- urnar um 1.500 blaðsíður. Við erum svo lítil og smá að við erum eins og eitt hverfi í Kaup- mannahöfn. Það er því erfitt að fá eins margar sögur sem hafa frá- sagnargildi hér og á hinum Norð- urlöndunum.“ Tilganginn með útgáfu Nor- rænna sakamála segir Árni Þór vera þann að segja söguna frá sjónarhóli þess sem rannsakar málin og kemur að þeim upphaflega, þannig að fólk fái raunsæja mynd af þeirri vinnu sem ligg- ur þar að baki. „Það er skilyrði fyrir birt- ingu að málið hafi fengið einhverja dómsmeðferð, annað hvort í undirrétti eða á æðri dómstigum. Ókláruð mál, sem ekki hafa fengið slíka umfjöllun, eru ekki tekin til birtingar. Þetta er skilyrðið á öllum Norðurlönd- unum.“ Árni Þór segir allan gang á því hvort hér gerist nógu mikið á hverju ári til þess að hægt sé að setja saman á heila bók um það. „Það fer eftir gildi frásagnarinn- ar,“ segir hann. „Það sem oft býr að baki, er að eitthvað sé í rann- sókninni sjálfri sem vekur áhuga, hvort sem er tækni, vinnubrögð eða eitthvað slíkt sem leiðir til niðurstöðu. Eða eitthvað sé í mál- inu sem veki áhuga. Þau þurfa ekkert að vera alvarleg, geta jafn- vel verið spaugileg. Þetta stendur og fellur með því að maður fái viðkomandi lög- reglumenn til að skrifa um rann- sóknina. Það getur verið þrautin þyngri, því oft eru þessir menn önnum kafnir og ekkert í stakk búnir til þess að bæta á sig vinnu – en yfirleitt er það svo að menn- irnir sem vinna að rannsókninni skrifa frásagnirnar.“ Norrænu sakamálin virðast höfða til hins almenna lesanda, að sögn Árna. „Núna, á þessum tíma þar sem flæðir yfir okkur mikið magn af alls konar lögreglusög- um, er ekki úr vegi að líta á það hvernig þessi mál ganga fyrir sig. Þetta á að gefa raunsæja mynd af rannsóknum brotamála og ekki síður hvernig þeim aðilum er inn- anbrjósts sem vinna að þessum málum. Það er aldrei svo að það sé ekki eitthvað sem skilur eftir sig í huga þeirra sem eru að vinna að málunum – og þú ert að fá þetta beint í æð frá þeim sem koma að máli. Það er samt mikið atriði að það sé aldrei hallað á neinn, held- ur sé frásögnin heiðarleg. Við reynum að nálgast þetta á fagleg- an og hlutlausan hátt. Það eru engin hástemmd lýsingarorð um einhverja skíthæla eða slíkt. Við verðum að virða alla einstaklinga og meta málin út frá því hvernig þau eru. Þetta hefur fengið ágætis und- irtektir og við stefnum að því að gefa þessa ritröð út áfram á með- an við höfum eitthvað að segja. ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Þriðjudagur DESEMBER Lau. 11.12 20.00 Örfá sæti Fim. 30.12 20.00 Örfá sæti ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum Mið. 8. des. kl. 20 Mið. 29. des. kl. 20 Mán. 27. des. kl. 20 Tangóball í kvöld kl. 21 Tangósveit lýðveldisins eftir Hlín Agnarsdóttur SMIÐUR JÓLASVEINANNA eftir Pétur Eggerz Þri. 7. des. kl. 10 og 14 uppselt Mið. 8. des. kl. 10 og 14 uppselt Fös. 10. des. kl. 9:30 og 14 uppselt Sun.12. des. kl. 16:00 laus sæti Miðaverð kr. 1.200 www.moguleikhusid.is Sími miðasölu 562 5060 ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói, Hafnarfirði, myndina 79 af stöðinni (Pigen Gogo), sem er gerð árið 1962 eftir samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteins- sonar í leikstjórn danans Erik Balling. Leikarar í aðalhlutverkum eru Gunnar Arnfinnsson Tilnefnd til bókmenntaverðlauna Nú hefur guð stráð glimmer á götuna okkar Sjáðu bara mamma mín! Mikið er guð alltaf góður Fallegar myndir og hugljúfar ein- kenna ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur. Barnæskan, náttúran, borgin, guð og konan eru henni yrkisefni sem fyrr í nýju ljóðabókinni, Fiskar hafa enga rödd. Ljóðin taka á sig margs konar form – sum eins og stuttar sögur eða myndir með mórölskum boðskap eða hugleiðingum, önnur knöpp og tilfinningarík – tregafull. Þótt margs konar stemning sé í ljóðum Vilborgar er ákveðna samfellu að finna í bók- inni. Hún byrjar á ljóðunum sem tengjast barnæsku skáldkonunnar og sveitinni eins og ,,Myrkfælni“ og ,,Reynsla“, síðan koma ljóð sem fjalla um ástina, heimilislíf giftrar konu –,,Morgunsöngur heimavinn- andi húsmóður (Gömul tugga)“. Þá koma ljóð úr ýms- um áttum, sem öll virðast lýsa reynslu og hugrenningum fullorðins ljóðmælenda um börn, listaverk, sorg, óréttlæti og að lokum dauðann. Vil- borg endar bókina á eigin þýðingum á þremur ljóðum eftir Syl- viu Plath sem þrungin eru drunga, fegurð, dauða. Því má segja að bók- in fylgi lífshlaupi manneskjunnar. Náttúran er ríkjandi í myndmáli ljóðanna, sérstaklega þeirra sem heyra til barnæskunni, en líka í borg- arstemningu skáldsins. Í fegurðinni býr guð og börnin eru fundvís á hann eins og segir í ljóðinu sem vitnað var til hér að framan (,,Á leið í Hagaborg á haustmorgni“). Vísanir í samtím- ann, bókmenntir og listir eru ófáar og vel gert af Vilborgu að hafa skýringar með ljóðunum aftast. Í ljóðum skynjar lesandi oft mikla dýpt og innileika í höndum góðra skálda, þau eru persónulegri en önn- ur bókmenntaform. Þannig skynjar maður líka ljóð Vilborgar sem brot úr hennar lífi – minningar og tilfinning- ar. Þetta er eins konar ævisaga. Í kvæðakveri Vilborgar Dagbjartsdóttur er lesendum boðið að kynnast brot- um úr þeirri ævi eftir ljóðum sem eru í senn lifandi og myndræn, útpæld og tilfinningarík. Ég stenst ekki mátið að enda þessa umsögn með því að grípa innan úr einu margslungnu ljóði Vilborgar, þar sem engill vitjar ljóðmælandans: Hann stendur hjá hestunum líkur sonum mínum og bræðrum. Bleikt, slétt hárið virðist hvítt í tunglskininu. ,,Ekkert liggur á kerling, það kemur alltaf meiri tími.“... BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Fiskar hafa enga rödd Höf: Vilborg Dagbjartsdóttir Útg: JPV útgáfa Fegurð og tregi VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR ÁRNI ÞÓR SIGMUNDSSON Það er aldrei svo að það sé ekki eitthvað sem skilur eftir sig í huga þeirra sem eru að vinna að málunum. Raunsæ mynd af rannsókn mála » FA S T U R » PUNKTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.