Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 1
SJÓNVARP Fleiri horfðu á Latabæ í Bandaríkjunum en á ólympíuþátt sjónvarpsstöðvarinnar NBC á að- alsýningartíma í síðustu viku. Tíu milljónir manna horfðu á Latabæ í frumsýningarviku þátt- anna hjá Nick Jr. sjónvarps- stöðinni sem er í eigu Nickelod- eon. Engin frumsýning hefur náð eins miklum árangri hjá Nick Jr. síðustu fjögur ár. Áhorfið var um 60 prósentum meira að meðaltali en hjá sjónvarpsstöðinni fyrir ári síðan. Latibær var vinsælasti þáttur- inn í bandarísku sjónvarpi sem er fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára. Forsvarsmenn Lata- bæjar, þau Ragnheiður Melsted og Ágúst Freyr Ingason, segja þetta góðar frétt- ir. „Við erum hins vegar svo jarðbundin hér í Latabæ að við erum ekki farin að átta okkur á þessu. Banda- ríkjamennir- nir sem vinna með okkur eru alveg himinlifandi.“ Forsvarsmenn Nickelodeon telja að með þessu áhorfi byggist upp sterkur grunnur framtíðar- áhorfenda. Þættirnir eru sýndir virka daga, tvisvar á dag. Sýning- ar þáttanna í opinni dagskrá hefj- ast hjá CBS-sjónvarpsstöðinni 18. september næstkomandi. ■ BANDARÍSK BÖRN ÚR SÓFUNUM Magnús Scheving og félagar hans í Latabæ eru byrjaðir vegferð sína við að fá bandarísk börn til að hreyfa sig og borða hollan mat. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík – sími 550 5000 FÖSTUDAGUR BARIST Á TOPPI 1. DEILDAR Þrír leikir verða í 1. deild karla í fótbolta klukkan 18.30. Fjögur efstu liðin leika en mikil spenna er á toppi deildarinnar. Val- ur mætir Breiðabliki, HK tekur á móti Þrótti og Stjarnan sækir Fjölni heim. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART MEÐ KÖFLUM suðvestan til. Skúrir norðan- og austan til einkum síðdegis. Vaxandi suðaustanátt í kvöld og nótt. Hiti víðast 10-15 stig. Sjá síðu 6. 27. ágúst 2004 – 232. tölublað – 4. árgangur ● unnu 1–2 í skotlandi í gærkvöldi FH-ingar komust áfram í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu: ▲ SÍÐA 32 VILJA SELJA SÍMANN SEM FYRST Sjálfstæðismenn vilja selja allan hlut ríkis- ins í Símanum sem fyrst. Hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir kaupverðið ekki aðalatriðið. Sjá síðu 2 ÁTÖK VEGNA RÁÐNINGAR Hörð átök eru uppi milli stjórnarmanna Spari- sjóðs Hólahrepps vegna ráðningar nýs sparisjóðsstjóra. Stjórnin skiptist í tvær fylk- ingar. Sjá síðu 4 VÉLAMIÐSTÖÐIN SELD Samstaða er um það innan R-listans að selja borgarfyrir- tækin Vélamiðstöðina og Malbikunarstöð- ina. Hafa loks fallist á okkar sjónarmið, seg- ir oddviti D-listans. Sjá síðu 6 MANNBJÖRG ER BÁTAR SUKKU Skipverjum tveggja báta, sem sukku við strendur landsins í gær, var bjargað. Björg- vin ÍS sökk í Önundarfirði en Fjarki ÍS í Húnaflóa. Kvikmyndir 42 Tónlist 48 Leikhús 48 Myndlist 48 Íþróttir 34 Sjónvarp 52 nr. 34 2004 Í HVERRI VIKU hönnun heilabrot tíska fólk stjörnuspá matur SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 27 . á gú st - 3 . s ep tem be r -miðjumaðurinn sem skorar mörkin Gylfi Einarsson Lystihús - Sælureitur Reykvíkinga í Skammadal Rasismi - Unglingar berjast gegn fordómum + Stephen King Björgvin Franz Páll Líndal bragð • fjölbreytni • orka grillaður kjúklingur caprese og Toppur 599 kr. Miðjumaðurinn sem skorar mörkin birta Gylfi Einarsson: ▲Fylgir Fréttablaðinu dag ● listhús reykvíkinga ● rasismi ● matur ● tilboð Sigríður Guðmarsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Skemmtilegast að borða sushi Lægstu vextir niður í fjögur prósent Miðað við síðasta útboð Íbúðalánasjóðs verða vextir næstu lána hæstir 4,3 prósent. Ákveði sjóðurinn að bjóða lán án uppgreiðslumöguleika gætu vextir farið í 4,05 prósent. KB banki útilokar ekki frekari vaxtalækkanir. LÁNAMARKAÐUR Vextir Íbúðalána- sjóðs munu að öllum líkindum ekki verða hærri en 4,3 prósent á lánum næsta mánaðar. Íbúðalánasjóður fór óvænt í skuldabréfaútboð erlendis í gær og voru meðalvextir að teknu til- liti til kostnaðar 3,77 prósent, en þeir voru 3,90 prósent í síðasta út- boði. Það þýðir að miðað við óbreyttar forsendur verða vextir næstu lána 4,37 prósent. Íbúða- lánasjóður hefur hins vegar verið með 0,2 prósenta álag vegna tap- áhættu en það álag er í hærra lagi miðað við stöðu og áhættu sjóðs- ins. Verulegar líkur eru á því að stjórn sjóðsins horfi til þess og ákveði vextina 4,3 prósent. Útboðið kom markaðnum á óvart og segir Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði að markmiðið sé að sjóðurinn sé ekki fyrirsjáan- legur í útboðum sínum. „Við vild- um ekki leggja þá freistingu á ís- lenska banka að hækka ávöxtun- arkröfuna í útboðinu til þess að hækka lán Íbúðalánasjóðs í næsta mánuði. Þess vegna leituðum við tilboða erlendis.“ Íbúðalánasjóður kannar nú möguleika á að bjóða nýjum lán- tökum að festa lán sín. Slík lán yrðu sambærileg við lán bankanna þannig að ekki væri hægt að greiða lánin upp með sama hætti og núver- andi lán. Slík lán myndu vera 0,25 prósentum lægri en þau lán sem sjóðurinn veitir nú. Vextir slíkra lána miðað við kjörin í útboði gær- dagsins gætu því orðið 4,05 prósent. Heimildarmenn Fréttablaðsins herma að innan bankakerfisins sé talið ólíklegt að íbúðalánasjóður fari bratt í vaxtalækkanir. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, vill engu spá um það hvort Íbúðalánasjóður fari neðar með vextina en 4,4 prósent. Hann útilokar ekki að bankinn muni lækka vexti sína ef Íbúða- lánasjóður geri það. „Við bjóðum upp á bestu kjörin á markaðnum núna, en við verð- um að sjá til hverju framvindur.“ haflidi@frettabladid.is BUSAVÍGSLA Í MENNTASKÓLANUM HRAÐBRAUT Eldri nemendur í Menntaskólanum Hraðbraut nýttu góða veðrið í gær til að busa nýnema. Eldri nemar voru klæddir í herbúninga og létu þeir nýnemana gera ýmsar kúnstir að hermannasið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Veldu ódýrt bensín Stykkishólmur: Grunur um kynferðis- afbrot RANNSÓKN Lögreglan á Snæfellsnesi þarf að ná sambandi við konu sem aðstoðaði stúlku á ellefta ári við að komast frá Laufásvegi, skammt frá verslun 10-11, í Stykkishólmi að tjaldsvæði bæjarins um klukkan fjögur eða fimm aðfaranótt sunnu- dagsins 15. ágúst, þegar danskir dagar voru haldnir í Stykkishólmi. Grunur leikur á að stúlkan hafi verið beitt kynferðisofbeldi áður en hún hitti konuna. Lögreglan þarf að ná tali af konunni í von um að hún staðfesti frásögn stúlkunnar að kon- an hafi hjálpað henni til að komast á tjaldsvæðið. Ákveðinn maður liggur undir grun og er rannsókn lögreglu vel á veg komin. ■ Glæsileg byrjun hjá Latabæ: Mesta áhorf í fjögur ár 01 Forsida 26.8.2004 22:36 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.