Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 2
2 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Önundarfjörður: Tveir björguðust þegar bátur sökk MANNBJÖRG „Ég hef það þokkalegt. Ég er ekki búinn að átta mig á þessu, ætli maður geri það nokkuð fyrr en maður vaknar bátlaus í fyrramálið,“ sagði Halldór J. Eg- ilsson útgerðarmaður og annar mannanna tveggja sem bjargað var þegar 19 tonna línubátur, Björgvin ÍS-468, sökk í gærmorg- un út af Önundarfirði. Halldór og skipfélagi hans náðu að koma sér í flotgalla og um borð í gúmmíbjörgunarbát og náðu skipverjar Steinunnar ÍS að bjarga mönnunum um borð. Hall- dór segir sér auðvitað hafa verið brugðið þegar hann sá hvað var að gerast og sá að ekki fengist við neitt ráðið. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði var kallað út ásamt þyrlu Land- helgisgæslunnar en hjálpin var afturkölluð þegar ljóst var að mennirnir væru komnir um borð í Steinunni ÍS, heilir og höldnu. Kallið kom klukkan rúmlega tíu í gærmorgun bæði frá neyðarsendi í gegnum gervihnött og sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og var hægt að staðsetja skipið strax og beina nærstöddum skipum og bát- um á staðnum til aðstoðar. Björg- vin ÍS sökk skömmu eftir að mönnunum hafði verið bjargað. ■ Vilja selja Símann sem allra fyrst Sjálfstæðismenn vilja selja allan hlut ríkisins í Símanum sem fyrst. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis segir sölu Símans stranda á póli- tískri ákvörðun ríkisstjórnarinnar. EINKAVÆÐING „Samstaða er innan Sjálfstæðisflokksins að selja Landssímann sem fyrst,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég vona að salan verði sem allra fyrst og fyrir áramót.“ Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneytis og starfsmaður framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, seg- ir pólitískar ákvarðanir um tímasetningu og tillhögun sölu Landssímans ekki liggja fyrir og því sé ekki hægt að setja söluferli í gang. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Síminn verði ekki seldur fyrir ára- mót. Salan tæki þó líklega lengri tíma þótt menn einhentu sér í söluna. Einar Oddur telur að fyrir- tækið verði selt í heilu lagi. Baldur segir að um það hafi ekki verið tekið ákvörðun. Markmið sölunn- ar ráði því og það liggi ekki fyrir. Edda Rós Karlsdóttir, for- s t ö ð u m a ð u r greiningardeild- ar Landsbank- ans, segir fram- kvæmd útboðsins skipta mestu máli fyrir einkavæðingu Sím- ans. Hún telur að leita eigi til- boða og selja Símann hæstbjóð- anda. Jón Þór Sturluson, hagfræð- ingur hjá Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands, segir kaupverðið ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir mestu máli við einkavæðingu er að skapa heilbrigða samkeppni í viðkom- andi grein. Kaupverðið er ekki aðalatriðið. Það kemur margfalt til baka með óbeinum hætti; með hagnaði fyrirtækjanna eða ábata neytanda ef það tekst að skapa öfluga samkeppni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir mikilvægt að markmið ríkisstjórnarinnar séu skýr og þekkt fyrir útboðið. „Það er óheppilegt ef ríkið getur hætt við söluna. Reglurn- ar verða að vera vel kynntar svo flestir geti boðið í Símann. Það er ákaflega mikilvægt að er- lendir aðilar hafi tækifæri til að bjóða í fyrirtækið því það setur pressu á innlenda fjárfesta.“ Jón Þór segir ekki eins mikil- vægt nú og áður að peningar fyrir Símann komi erlendis frá. Íslenska fjármálaumhverfið sé orðið það alþjóðlegt og innlendir fjárfestar dragi að sér erlent fjármagn. gag@frettabladid.is SVERÐIN SLÍÐRUÐ Friðarsamkomulag hefur náðst í Najaf eftir blóðuga þriggja vikna bardaga. Írak: Friður í Najaf ÍRAK, AP Friðarsamkomulag hefur náðst vegna átaka undafarinna daga í hinni heilögu borg Najaf í Írak. Trúarleiðtogi sjíamúslima, Ayatollah Ali Sistani, er sagður hafa náð samkomulagi við upp- reisnarforingjann Moqtada al- Sadr en það náðist skömmu eftir að Sistani kom til borgarinnar. Moqtada al-Sadr hefur undan- farnar þrjár vikur háð grimmi- lega uppreisn gegn stjórnvöldum í Írak og erlendum hersveitum og allt hefur verið á öðrum endanum í borginni á meðan. Samkomulagið náðist aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tugir létust í hörðum átökum fyrir utan borgina. Stjórnvöld í Írak hafa samþykkt tillögu trúarleið- togans en hún kveður á um að uppreisnarmenn yfirgefi borgina í dag. ■ Aftanákeyrsla: Hljóp af vettvangi LÖGREGLA Ökumaður reyndi að flýja af vettvangi eftir að hafa ekið aftan á annan bíl á gatnamót- um Kringlumýrarbrautar og Borgartúns um miðjan daginn í gær. Ökumaðurinn bílsins sem olli árekstrinum, fór úr bílnum og reyndi að hlaupa á brott en var stöðvaður af borgara sem var vitni af árekstrinum. Ökumaður- inn er grunaður um ölvun við akstur. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust nokkuð. ■ ,,Það sem skiptir mestu máli við einka- væðingu er að skapa heilbrigða samkeppni í viðkom- andi grein. Kaupverðið er ekki að- alatriðið. „Ég varð nú bara ekkert var við neitt slíkt.“ Gunnlaugur er fyrirliði knattspyrnufélags ÍA sem tapaði í gær fyrir sænska liðinu Hammarby. Nokkrir Svíar gerðu sér leik að því fyrir leikinn að klæða sig úr spjörunum og stripla á ströndinni. SPURNING DAGSINS Gunnlaugur, fór nektin eitthvað fyrir brjóstið á ykkur? Breska forsætisráðherra- frúin er stödd á Íslandi: Cherie Blair flytur erindi HEIMSÓKN Cherie Blair, eiginkona Tony Blair forsætisráðherra Breta, kom til landsins í gær. Hún er hér vegna ráðstefnunnar Kon- ur, völd og lög sem haldin er í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í dag. Cherie, sem er hér á landi ásamt fjögurra ára syni sínum, mun flytja erindi á málstofunni. Hún er talin einn þekktasti lög- maður Bretlands og sérhæfir sig í mannréttindarálum. Cherie verður hérlendis þar til á mánu- daginn. Um helgina mun hún ferðast um landið og meðal ann- ars opna listasýningu á Akureyri á laugardaginn. ■ Fjarki ÍS sökk: Mannbjörg í Húnaflóa LÖGREGLA „Hann sagði mér að það hefði komið mikill leki að bátnum. Nærstaddir bátar komu, taug var sett í bátinn og reynt að draga hann,“ segir Snorri Ólafsson, fað- ir Haralds sem var bjargað á Húnaflóa eftir að bátur hans, Fjarki ÍS-44, sökk í gær. Ekkert amaði að Haraldi og segir Snorri allt hafa verið reynt til að bjarga bátnum en án árang- urs. Haraldi var komið um borð í nærstaddan bát sem sigldi með hann til Drangsness. ■ BRANN TIL KALDRA KOLA Mann- laus sumarbústaður brann til kaldra kola í Miðfellslandi á Sandskeiði í gærmorgun. Bústað- urinn var alelda þegar lögregla kom á vettvang. Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins kom og slökkti eldinn en bústaðurinn er ónýtur. ÁREKSTUR Í MÚLAGÖNGUM Árekstur varð á milli fólksbíls og flutningabíls í Múlagöngum í há- deginu í fyrradag. Bílarnir lentu saman í göngunum Ólafsfjarðar- megin þar sem vegurinn hættir að vera einbreiður og verður tví- breiður. Minniháttar meiðsl urðu á fólki en fólksbíllinn var óöku- fær eftir áreksturinn. HRAÐAKSTUR Í KÓPAVOGI Níu voru teknir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Þar er leyfilegur hámarkshraði 70 kílómetrar á klukkustund en flestir þeirra sem teknir voru óku á um og yfir 120 kílómetra hraða. Lögregla mun á næstunni setja radarmæla í kringum skóla bæjarins og taka hart á hraðakst- ursbrotum. HALLDÓR J. EGILSSON Halldóri og skipsfélaga hans var bjargað um borð í Steinunni ÍS sem kom til hafnar á Þingeyri. M YN D /J Ó N S IG U RÐ SS O N NORÐUR-ÍRLAND Bill Clinton, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, telur að samsteypustjórn kaþólikka og mótmælenda komist á í Norður- Írlandi. Clinton stuðlaði að friðar- samningum milli deilenda á Norð- ur-Írlandi árið 1998, helsta mark- mið samninganna var að þeir myndu stjórna saman. Clinton var staddur á Norður- Írlandi í gær og heimsótti bæinn Londonderry, þar sem hann tók á móti heiðursnafnbót og flutti ræðu um friðarferlið. Þá fundaði hann með formönnum stærstu flokkanna í landinu og breska landstjóranum, Paul Murphy. Bresk og írsk yfirvöld hefja samningaviðræður í næstu viku en mótmælendur, sem eru hlynnt- ir sambandi við Bretland, og Sinn Fein, flokkur kaþólikka sem vilja aðskilnað, koma einnig að viðræð- unum. Clinton segist búast við að John Kerry leggi meira af mörkum til friðarviðræðna á Norður-Írlandi, verði hann forseti, en George Bush hefur gert. Hann segir bar- áttu Bush gegn hryðjuverkum hafa mistekist og fara verði aðrar leiðir til að ná sáttum. ■ Clinton á Norður-Írlandi: Vongóður um friðarsamning CLINTON Í BELFAST Clinton segir að John Kerry geri mun meira til að stuðla að friði verði hann for- seti en George Bush hefur gert. EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir Símann verða seldan í einu lagi og flokksbræður hans vilji sjá það gerast sem allra fyrst. Hann vonar að það verði fyrir áramót. BALDUR GUÐLAUGSSON Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis segir pólitískar ákvarðanir skorta svo hægt sé að selja Símann. Ekki sé hægt að segja fyrir víst hvort Síminn verði seldur fyrir áramót en aldrei sé hægt að segja aldrei. CHERIE BLAIR Forsætisráðherrafrúin kom til landsins í gær. Hún mun ferðast um landið um helgina. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR 02-03 26.8.2004 22:28 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.