Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 4
4 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Sjálfstæðismenn mættu ekki til stjórnarfundar hjá Orkuveitunni: Fengu ekki umbeðin gögn LÍNA.NET Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins mættu ekki til fundar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í gær, þar sem afgreidd var viljayf- irlýsing um samningaviðræður Orkuveitunnar og OgVodafone um kaup á Línu.net sem er í eigu Orkuveitunnar. Í tilkynningu frá þeim Guð- laugi Þór Þórðarsyni og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, segir að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, hafi lofað því að afhenda þeim umbeðin gögn um fjárhagsmálefni Línu.net fyrir fundinn en gengið á bak orða sinna. Útilokað væri fyrir þau að mæta til fundar, þar sem taka ætti ákvarðanir í milljarðaviðskiptum, án þess að hafa til þess nægilegar upplýsingar. Í bókun meirihlutans á stjórn- arfundi í Orkuveitunnar lýsir hann yfir undrun á fjarveru sjálfstæðismanna. Þar segir að skriflegum fyrirspurnum þeirra hafi verið svarað fyrir fundinn. Einu upplýsingarnar sem sjálf- stæðismenn hefðu beðið um en ekki fengið væru skýrslur end- urskoðenda til stjórnar Línu.net, en að mati endurskoðanda Línu.net væri óeðlilegt að af- henda öðrum þær en stjórnar- mönnum Línu.nets. ■ Hörð átök um ráðn- ingu sparisjóðsstjóra Hörð átök eru uppi milli stjórnarmanna Sparisjóðs Hólahrepps vegna ráðningar nýs sparisjóðs- stjóra. Stjórnin skiptist í tvær fylkingar, fulltrúa svokallaðs kaupfélagsarms annars vegar og stofnfjáreigenda hins vegar. Hinir síðarnefndu draga lögmæti ráðningarinnar í efa. SVEITARSTJÓRNIR Tveir stjórnar- menn Sparisjóðs Hólahrepps gagnrýna meirihluta stjórnarinn- ar harðlega vegna ráðningar nýs sparisjóðsstjóra. Þeir segjast draga í efa að löglega hafi verið staðið að ráðningu hans og áskilja sér „rétt til að láta reyna á hvort svo sé“. Stjórnin greiddi atkvæði um ráðninguna í fyrradag. Var hún samþykkt með atkvæðum tveggja fulltrúa Kaupfélags Skagfirðinga og einum fulltrúa Sambands ís- lenskra sparisjóða. Tveir fulltrú- ar stofnfjáreigenda sátu hjá. Þrettán manns sóttu um starfið. „Þetta er angi af stærra bar- áttumáli sem snýst um hvernig stórfyrirtæki valtar yfir einstak- linga í sínu héraði,“ sagði Valgeir Bjarnason, annar þeirra sem greiddu atkvæði gegn ráðning- unni. „Hér getur nánast ekkert þrifist nema kaupfélagið sé ein- hvers staðar með klærnar í því.“ Valgeir sagði að andstaða tví- menninganna stafaði af því að þeir teldu nýráðinn kaupfélags- stjóra „hallan undir kaupfélagið“. Þeir vildu frjálsan sparisjóð sem ekki væri háður neinu fyrirtæki. En með ráðningunni væri Spari- sjóður Hólahrepps að verða háður kaupfélaginu, sem réði flestu í Skagafirði fyrir. „Það sem veldur því að við höf- um þennan illa grun, er að í vor var fyrrverandi sparisjóðsstjóra bolað burt af kaupfélaginu. Þá kom strax upp nafn þessa nýráðna manns, að það væri ósk frá stjórn kaupfélagsins, að hann yrði ráð- inn,“ sagði Valgeir. „Við teljum að það hafi verið búið að semja um þessa ráðningu á bak við okkur. Við vildum fá starfsmann spari- sjóðsins í þetta starf en kaupfélag- ið vildi mann frá Byggðastofnun og fékk hann. Við erum jafnframt ósáttir við framgöngu Sparisjóða- sambandsins í þessu máli.“ Valgeir sagði að þeir tveir sem greitt hefðu atkvæði gegn ráðning- unni væru fulltrúar gömlu stofn- fjáreigendanna. Á bak við þá stæðu um 50 stofnfjáreigendur, en um 25 fylgdu kaupfélaginu að málum. Sigurjón Rúnar Rafnsson, einn stjórnarmanna Sparisjóðs Hóla- hrepps og jafnframt skrifstofu- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, vildi ekki tjá sig um ráðninguna en vísaði formann stjórnar, Magn- ús D. Brandsson. jss@frettabladid.is Ætlarðu að endurfjármagna íbúðalán þín með nýju láni frá bönkunum? Spurning dagsins í dag: Er rétt hjá Ólafi Stefánssyni að taka sér frí frá keppni með handboltalands- liðinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 70% 30% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is RÁÐUNEYTISSTJÓRI Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð í embætti ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytisins. Nýr ráðuneytisstjóri félagsmála: Hlakka til að takast á við verkefnið STÖÐUVEITING „Ég hlakka til að takast á við verkefnið í samvinnu það ágæta starfsfólk sem er þarna fyrir,“ sagði Ragnhildur Arnljóts- dóttir lögfræðingur, sem hefur verið skipuð í embætti ráðuneyt- isstjóra félagsmálaráðuneytisins til fimm ára. Hún sagði að nýja starfið legðist vel í sig, en við því tekur hún 15. september. Ragnhildur er fædd 20. júní 1961. Hún útskrifaðist með kandídatspróf frá lagadeild Há- skóla Íslands árið 1991. Síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem full- trúi félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Aðrir umsækjendur voru Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, Gylfi Kristinsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, Helga Jónsdóttir borgarrit- ari, Hermann Sæmundsson, sett- ur ráðuneytisstjóri félagsmála- ráðuneytisins, Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri miðborgar Reykja- víkur, og Sigurður Snævarr borg- arhagfræðingur. ■ Tónskóli Hörpunnar INNRITUN í dag föstudag kl. 15:00-19:00 og á morgun laugardag kl. 13:00-16:00 Tónskóli Hörpunnar Bæjarflöt 17, Grafarvogi sími 567-0399 og 822-0398 www.harpan.is tonharp@harpan.is KAUPFÉLAGSSTRÍÐ Meirihluti stofnfjáreigenda Sparisjóðs Hólahrepps á í stríði við Kaupfélag Skagfirðinga vegna yfirráða yfir spari- sjóðnum, að sögn stjórnarmanns. Á innfelldu myndinni er Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Flugleiðir: Þorskalýsi olli seinkun SEINKUN Flugleiðavél, sem var á leið frá London á miðvikudag, seinkaði um marga klukkutíma vegna óþekkts efnis sem lekið hafði í vörurými vélarinnar. Einn hlaðmanna vélarinnar snerti efnið og sagðist hafa brennst á höndunum. Mikið viðbúnaðar- kerfi fór af stað, slökkvilið á Heat- hrow var kallað til ásamt eiturefna- sérfræðingum. Um kvöldmatar- leytið kom hins vegar í ljós að efn- ið reyndist vera þorskalýsi og mað- urinn sem varð þess var brenndist ekki sökum þess. Vélin kom til Ís- lands um miðnætti sama dag. ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þetta er argasta bull,“ sagði Magnús D. Brandsson, formaður stjórnar Sparisjóðs Hólahrepps og full- trúi Sambands íslenskra spari- sjóða í henni, um gagnrýni tveggja stjórnarmanna varð- andi ráðningu nýs sparisjóðs- stjóra. Magnús sagði, að í fyrradag hefðu verið kallaðir til viðtals þrír af þeim þrettán sem sótt hefðu um stöðuna og þótt lík- legir til að fá hana. Síðan hefði Vilhjálmur Baldursson verið ráðinn, enda hefði hann verið „langhæfasti umsækjandinn“ í hópnum. Í yfirlýsingu sem hinir óá- nægðu stjórnarmenn sendu frá sér í gær, sögðust þeir harma vinnubrögð meirihluta spari- sjóðsstjórnarinnar og biðja aðra umsækjendur „afsökunar að vera plataðir til að sækja um starfið“. „Það er gríðarlegur ábyrgð- arhluti stjórnarmanna að senda svona frá sér,“ sagði Magnús og bætti við: „Þetta er svo fyrir neðan allar hellur að menn eru ekki með réttu ráði.“ Í yfirlýsingunni sagði enn fremur, að tvímenningarnir ótt- uðust að með ráðningunni um- deildu væri sparisjóðurinn „í raun orðinn deild í Kaupfélagi Skagfirðinga“. „Þetta er alrangt. Sparisjóð- urinn er sjálfstæður en þessir menn eru ekki að hugsa um hagsmuni hans þegar þeir láta svona,“ sagði Magnús. „þeir eru að skaða hann verulega með svona vitleysisyfirlýsingum.“ ■ Stjórnarformaður Sparisjóðs Hólahrepps: Þetta er argasta bull HÚS ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Sjálfstæðismenn segja stjórnarformanninn hafa gengið á bak orða sinna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 04-05 26.8.2004 21:53 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.