Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 10
10 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR MATUR OG VATN Í DARFUR Ýmsar hjálparstofnanir hafa brugðist skjótt við neyðarástandinu í Darfur í Súdan og hafa nú matar- og vatnsbirgðir borist til verstu svæðanna. Enn er mikið verk óunn- ið enda um afar víðfeðmt svæði að ræða og vegir eru af skornum skammti. Nemendum Menntaskólans á Ísafirði fjölgar: Fleiri Vestfirðingar í framhaldsnám SKÓLAMÁL Nemendum Mennta- skólans á Ísafirði fjölgar um 20% milli ára. Það er áhugaverð þróun í byggðarlagi þar sem íbúum fer fækkandi, segir Ólína Þorvarðar- dóttir, skólameistari Menntaskól- ans. Ólína segir skólann ekki rúma fleiri nemendur. „Ef við sjáum fram á áframhaldandi fjölgun köllum við eftir auknu húsnæði, en við vitum ekki hvort þetta er bóla eða þróun sem er komin til að vera. Þannig að við ætlum að sjá hverju fram vindur þegar líður á árið,“ segir Ólína og bætir við: „Við getum ekki tekið við fleirum nemendum og höfum þurft að vísa fólk frá eins og aðrir; þó ekki í sama mæli og ekki nemendum frá Vestfjörðum.“ Um 430 nemendur verða í vetur við skólann, sem settur var í 35. sinn á miðvikudag. Ólína seg- ir nýnemum fjölga mest en einnig hafi brottfall nemenda minnkað enda hafi verið unnið markvisst gegn brottfalli síðustu þrjú ár. Tíu nýir starfsmenn, þar af sjö kenn- arar, hefja störf við skólann. ■ STJÓRNSÝSLUÚTTEKT Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri stenst fyllilega samanburð við Land- spítala - háskólasjúkrahús og hliðstæð sjúkrahús í Bretlandi þegar metin eru afköst og gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Þetta er niðurstaða stjórnsýslu- úttektar Ríkisendurskoðunar á sjúkrahúsinu. Gagnrýnt er að uppbygging sjúkrahússins hafi verið ómark- viss undanfarin ár og almannafé illa nýtt, auk þess sem ekki hafi tekist að halda kostnaði við rekstur þess innan heimilda fjárlaga. ■ CHILE, AP Hæstiréttur í Chile í Suð- ur-Ameríku úrskurðaði í gær að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra, nyti ekki lengur friðhelgi frá lögsóknum. Nú er talið víst að Pinochet verði ákærður fyrir víðtæk mann- réttindabrot. Hann er talinn bera ábyrgð á pyntingum og dauða þús- unda samlanda sinna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Fjöldi ættingja fólks sem hvarf á meðan Pinochet var við völd kom saman fyrir framan Hæsta- rétt og hrópaði slagorð. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar ljóst var að Pinochet nyti ekki lengur friðhelgi. Hæstiréttur hafði áður úrskurðað að hinn 88 ára gamli fyrrverandi einræðis- herra nyti friðhelgi vegna slæms heilsufars. ■ Bandaríkjastjórn: Vilja verja farþegavélar TÆKNI Bandarísk stjórnvöld hafa veitt tæpum sjö milljörðum króna til tveggja fyrirtækja sem vinna að leiðum til að verja far- þegaflugvélar fyrir flugskeyta- árásum af jörðu niðri. Hvort fyrirtæki um sig fær sem nem- ur 3,5 milljörðum króna en sú tækni sem til er í dag og notuð í herflugvélar af ýmsum tegund- um er of kostnaðarsöm til að nota í farþegavélar. Mikil hætta stafar af flugskeytum víða enda er um ódýr, létt og einföld tæki að ræða. Slíku flugskeyti var meðal annars skotið að farþega- vél ísraelska flugfélagsins El Al á síðasta ári. ■ ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR „Það er gleðiefni að aðsókn Vestfirðinga er að aukast. Í því felst tiltrú og traust sem við viljum gjarnan standa undir,“ segir Ólína, skólameistari á Ísafirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sjúkrahúsið á Akureyri: Stenst samanburð AKUREYRI Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri stenst samanburð við Landspítalann. ÆTTINGJAR FAGNA Fjöldi ættingja fólks sem hvarf á meðan Pinochet var við völd kom saman fyrir framan hæsta- rétt Chile og hrópaði slagorð. AUGUSTO PINOCHET Talið er að þess verði ekki langt að bíða að Pinochet verði ákærður fyrir fjölda mann- réttindabrota sem hann framdi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðar um fyrrum einræðisherra: Pinochet nýtur ekki lengur friðhelgi 10-11 26.8.2004 20:44 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.