Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 22
22 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR CLINTON Í DYFLINNI Bill Clinton Bandaríkjaforseti áritar bók sína í bókabúð í Dyflinni á Írlandi. Clinton var staddur hér á landi á þriðjudag ásamt eiginkonu sinni, Hillary, en þau fóru bæði beint héðan til Dyflinnar til að kynna nýút- komna ævisögu hans. Kolmunni: Verður veiddur til manneldis SJÁVARÚTVEGUR „Það eru mikil verðmæti í kolmunna og ljóst að í framtíðinni verður hann veidd- ur meira til manneldis,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, formað- ur Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Kolmunnaveiðar ís- lenskra skipa hafa gengið brös- uglega í ár og er meirihluti út- hlutaðs kvóta enn óveiddur þeg- ar innan við vika er eftir af fisk- veiðiárinu. Er afli Íslendinga þrefalt minni en Norðmanna. Friðrik segir vandamálið margþætt. „Stærsta vandamálið við veiðar á kolmunna er að þeg- ar mest veiðist af honum í byrj- un ársins eru íslensku skipin á kafi í loðnuveiðum og við þurf- um á öllum okkar flota að halda við þær veiðar. Hvað varðar meiri afla hjá Norðmönnum er skýringuna að finna í mun stærri flota og mun meiri að- gangi þeirra að svæðum þar sem hann er að fá.“ Friðrik segir megnið af kol- munna fara í vinnslu á mjöli sem sé svo selt til Evrópu en vit- að sé af áhuga á að nýta hann til manneldis og byrjað sé að frysta hluta aflans með það í huga. ■ Mannvirki fram yfir mannréttindi Höfuðborg Kína verður gestgjafi ólympíuleikanna eftir fjögur ár. Mannrétt- indi í landinu eru fótum troðin og hvetja mannréttindasamtök Kínverja til að gera gangskör í þeim málum fram að leikunum árið 2008. MANNRÉTTINDI Næsta sunnudag lýk- ur Ólympíuleikunum í Aþenu í Grikklandi og skipuleggjendur mótsins afhenda kínverskum kollegum sínum fána leikanna en næstu leikar fara fram í Peking í Kína eftir fjögur ár. Mannréttinda- samtökin Human Rights Watch segja mikið vanta upp á að kínversk stjórnvöld virði al- menn mannréttindi í landinu og vilja að Alþjóða ólympíunefndin beiti sér fyrir því að Kínverjar taki mannréttindi jafn alvarlega og þeir taka skipulagningu næstu ólympíu- leika. Brot á mann- réttindum eru enn afar algeng í Kína og telja flest þau samtök sem halda skrár um slíkt að ástandið sé í raun mun verra en vit- að er um. Það stafar af slæmu að- gengi að upplýsingum í landinu en þar að auki er ritskoðun algeng enda er stjórnvöldum ekki sama hvernig farið er með upplýsingar í þessu stærsta kommúnistaríki heimsins. Stutt er síðan óeirðalög- regla réðst á tvo erlenda fréttaljós- myndara þar sem þeir tóku myndir af átökum lögreglu við áhangendur knattspyrnuliða á kappleik í höfuð- borginni. Voru tæki þeirra eyðilögð þrátt fyrir að vitni hafi borið að þeir hafi báðir verið í nokkurri fjarlægð frá átökunum sjálfum. Miklar framkvæmdir eiga sér stað í Peking vegna komandi leika. Hafa þau borgarhverfi sem þykja hvað verst útlítandi verið jöfnuð við jörðu og íbúarnir skildir eftir slypp- ir og snauðir og án möguleika á bót- um fyrir heimili sín. Hefur eina ráð- ið reynst að mótmæla á götum úti en óeirðalögreglan er fljót að kveða slíkt niður. Ólöglegt er að stofna verkalýðs- félög í Kína. Aðbúnaður verkafólks í landinu er dapur og laun duga mörg- um vart fyrir mat. Langur vinnutími er regla fremur en undantekning en verkafólk hefur í engin hús að venda með kvartanir sínar. Fram kemur enn fremur í árs- skýrslu Amnesty International að tugþúsundir manna eru í fangelsum landsins vegna skoðana sinna og þúsundir annarra hafa verið teknar af lífi án dóms og laga. Er það mat talsmanna Human Rights Watch að geri kínversk stjórnvöld ekki skurk í þessum mál- um verði gestir Ólympíuleikanna í Beijing árið 2008 vitni að kúgun þjóðarinnar en ekki framþróun eins fjölmennasta ríkis í heimi. albert@frettabladid.is UPPTÆK VOPN Mikill fjöldi vopna hér á landi er í umferð án tilskilinna leyfa. Skotvopnaleyfi: Með fjögur vopn að meðaltali LÖGREGLUMÁL Þeim fyrirtækjum hér á landi sem hafa leyfi til að versla með skotvopn og skotfæri hefur fækkað umtalsvert á síðustu miss- erum. Það stafar að hluta til af því að leyfi til slíks hafa ekki verið endurnýjuð en slík leyfi eru jafnan tímabundin. Samkvæmt landsskrá skotvopna sem lögreglustjórar bera ábyrgð á er fjöldi skotvopna hér- lendis tæplega 50 þúsund talsins. Skotvopnaleyfi eru hins vegar að- eins rúm 12 þúsund og því hver leyfishafi með fjögur vopn að meðaltali í sinni vörslu. ■ ,,Hafa þau borgar- hverfi sem þykja hvað verst útlít- andi verið jöfnuð við jörðu og íbúarnir skildir eftir slyppir og snauðir. Nýr Lykla-Pétur: Vinnur betur með Windows TÖLVUR OG TÆKNI Friðrik Skúlason hefur gefið út nýja útgáfu af vírus- varnaforritinu Lykla-Pétri sem vinnur með uppfærðri útgáfu Windows XP. Útgáfan tekur mið af breyting- um sem orðið hafa á stýrikerfi Windows með nýjustu hugbúnaðar- viðbót Microsoft, Service Pack 2 (SP2), og vinnur með nýrri öryggis- miðstöð stýrikerfisins (Windows Security Center). Í tilkynningu Friðriks Skúlason- ar kemur fram að starfsfólk fyrir- tækisins hafi verið í nánu samstarfi við Microsoft í Bandaríkjunum við undirbúning nýju útgáfunnar. ■ Ísafjörður: Eftirspurn eftir sumarhúsalóðum SUMARHÚS „Reyndin er sú að eftir- spurn eykst ár frá ári og við viljum koma til móts við áhugasama með þessu,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Þar hafa menn orðið varir við síaukinn áhuga höfuðborgarbúa á að koma sér upp sumarbústað í fjórðungnum og hafa bæjaryfirvöld nú auglýst eftir land- eigendum sem vilja skipuleggja lóð- ir undir sumarhúsabyggð. Um sex tíma akstur er úr höfuð- borginni til Ísafjarðar en Halldór vill meina að það skipti ekki lengur sköpum. „Vegakerfið hefur batnað til muna undanfarin ár og svo fjölg- ar þeim sem hafa ekki áhuga á að dvelja í stórum sumarhúsahverfum. Margir eru að leita eftir ró og næði og slíkt er erfiðara og erfiðara að finna þar sem hundruð sumarhúsa eru saman komin. Sé slíkt í boði eins og raunin er hér skiptir vegalengd- in minna máli.“ ■ Ferskar afurðir: Ekkert fæst upp í kröfur LANDBÚNAÐUR Staðfest hefur verið að ekkert fáist upp í almennar kröfur í þrotabúi Ferskra afurða á Hvammstanga. Fara þannig margir bændur illa út úr viðskipt- um sínum við fyrirtækið en sam- kvæmt áætlun félagssviðs Bændasamtakanna er líklegt að allt að 74 prósent krafna vegna sauðfjárinnleggs hafi tapast. Þær litlu eignir félagsins sem ekki voru veðsettar ganga til greiðslu forgangskrafna. ■ KOLMUNNAVEIÐAR Hægt er að auka verðmæti kolmunnaafla til muna með frystingu og sölu til manneldis. FRÁ ÍSAFIRÐI Fleiri og fleiri höfuðborgarbúar sýna því áhuga að eignast sumarhús á Vestfjörðum. FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ Meðan Kínverjar eyða hundruðum milljarða í undirbúning næstu ólympíuleika búa margir landsmenn við sult og seyru. Ekkert lát virðist heldur vera á fréttum um mann- réttindabrot í landinu. M YN D /A P Landvinnslur: Nóg hráefni til SJÁVARÚTVEGUR Nóg hráefni er enn til vinnslu víða í fiskvinnslum í landinu þrátt fyrir að nú líði óðum að lokum yfirstandandi kvótaárs. Hjá GPG á Húsavík sem er að hluta til í eigu Brims eru menn vel settir með hráefni en þar er aðaluppistaða vinnslunnar verkaður saltfiskur. Hefur hráefni verið keypt af heima- bátum í sumar en Rússafiskur er einnig til í frysti ef hráefnisleysi verður vandamál næstu misseri. Í vinnslu GPG starfa um 30 manns þegar mest lætur. ■ FRIÐRIK SKÚLASON Hefur gefið út nýja útgáfu af vírusvarnaforritinu Lykla-Pétri 22-23 26.8.2004 15:53 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.