Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 24
Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is Jón skelfir Í dag rennur út umsóknarfrestur um stöðu hæstaréttardómara. Þegar þetta er skrifað hefur aðeins Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lagt inn umsókn um að fylla skarð Pét- urs Kr. Hafstein, sem yfirgefur Hæsta- rétt fyrir aldur fram til að sinna andleg- um hugðarefnum sínum. Þegar listinn yfir um- sækjendur verður gerður opinber má þó telja nokkuð víst að þar verði að finna héraðs- dómarana Eggert Óskarsson og Allan Vagn Magnússon, sem báðir hafa sótt áður um stöðu hæstaréttardómara, en þar verða líka þungavigtarkandídatarnir Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari og Eirík- ur Tómasson, lagaprófessor við HÍ. Þau tvö síðastnefndu komu mjög við sögu þegar síðast var skipaður nýr dómari við Hæstarétt, en þá ákvað Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að ganga framhjá þeim þrátt fyrir hag- stæða umsögn réttarins og skipa frem- ur Ólaf Börk Þorvaldsson, náfrænda forsætisráðherra. Og fékk Björn eins og kunnugt er bágt fyrir bæði frá kæru- nefnd jafnréttismála og umboðsmanni Alþingis. Óttast um hlutleysi réttarins Það er vægt til orða tekið að segja að skjálfti ríki í hópi lögmanna og dómara landsins yfir þeirri tilhugsun að Jón Steinar taki sæti í Hæstarétti, enda um- deildur maður sem hefur ekki farið leynt með hvar hollusta hans liggur; skemmst er að minnast ástarjátningar hans til Sjálfstæðisflokksins í Morgun- blaðinu í vor. Þeir eru margir sem mega ekki til þess hugsa að svo ein- dreginn flokkshestur verði skipaður í Hæsta- rétt og óttast að hlut- leysi réttarins bíði var- anlegan hnekki ef þar koma inn menn með skömmu millibili í krafti flokkspóli- tískra tengsla sinna. Greinilegt er að margfræg úttekt Davíðs Oddssonar á sparifé sínu í KB banka í fyrravetur hefur ekki dugað til að stöðva þá byltingu sem bankinn og forustumenn hans standa fyrir. Enda hefur for- sætisráðherra trúlega hvorki ætl- ast til þess né búist við því. Út- tektin var jú mótmæli gegn hin- um nýja alþjóðavædda viðskipta- móral. Mótmæli gegn því að ágirnd og gróði hafa breyst úr lesti í dyggð. Mótmæli gegn því að hin nýju öfl nálgast fjármála- markaðinn úr allt öðrum áttum en áður hafði þekkst. Samt hafði Davíð verið einn þeirra sem hvað ákafast töluðu fyrir frelsisbylt- ingunni á sínum tíma og átti drjúgan þátt í að koma henni af stað. Gamla klisjan segir einmitt að byltingin éti börnin sín. En bylting forráðamanna KB banka á íslensku samfélagi náði nýjum hæðum með tilboðum um 4,4% húsnæðislán í vikunni. Hér er í raun um svo viðamikla og margslungna aðgerð að ræða að langt verður þar til áhrif hennar verða að fullu komin í ljós. Þau áhrif munu m.a. teygja sig inn á vettvang stjórnmálanna, byggða- mála og efnahagslegs stöðug- leika, fyrir utan að hafa ómæld bein áhrif á persónulega hagi þús- unda landsmanna. Þetta síð- astnefnda – persónulegir hagir manna – er sennilega upphafsreit- ur þessarar húsnæðislánabylting- ar. Tilboð KB banka og allra hinna í kjölfarið er einfaldlega svo hag- stætt stórum hópum manna að viðbúið er að uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði verði mjög veru- legar. Skilmálarnir eru hins vegar bestir fyrir þá sem búa á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri þannig að Íbúðalánasjóður gæti hæglega breyst úr almennum lánasjóði yfir í eins konar brjóst- vörn byggðastefnunnar í landinu. Raunar benti Seðlabankinn á það í vikunni að svo gæti farið að Íbúðalánasjóður lenti í vandræð- um ef þessi þróun gengur mjög langt, enda ekki gott að eiga við stöðuna ef öll bestu veðin flytjast yfir til bankakerfisins. Seðlabankinn virtist hins veg- ar tregur til að lýsa áhyggjum sín- um af þessu vaxtalækkunarfrum- kvæði KB banka og hinna bank- anna. Bankinn fagnaði lækkun langtímavaxta og talaði um að það væri tímabært, en viðurkenndi þó einungis með semingi að þessi að- gerð kynni að vinna gegn vaxta- stefnu Seðlabankans. Tilfellið er, og það sjá þeir sem vilja sjá, að möguleikar Seðlabankans til að stjórna peningamálum eru sífellt að minnka – líka á sviði skamm- tímavaxta. Nýju húsnæðislánin eru einfaldlega þannig úr garði gerð að þau bjóða upp á umtals- verða viðbótarlántöku á góðum kjörum. Þetta er í raun lántöku- hvetjandi aðgerð á sama tíma og Seðlabankinn er af veikum mætti að reyna að vega upp á móti þensluáhrifum virkjanafram- kvæmda með því að hvetja til sparnaðar og aðhalds og hækka vextina. Það er jafnan talað um tvö stjórntæki í peningamálum, Seðlabankann og ríkisfjármálin. Og þegar menn verða vitni að vanmætti Seðlabankans á þessu sviði beinist kastjósið vitaskuld að ríkisfjármálunum og sparnað- armöguleikum þar. Einhverjir myndu trúlega vilja byrja niður- skurðinn á að leggja Seðlabank- ann niður, enda mætti hann sín einskis í hringiðu alþjóðavædds fjármálamarkaðar í landinu. Afar ólíklegt er þó að slík tillaga komi fram, (jafnvel þótt Jón Baldvin sé „kannski“ á leið inn í pólitíkina aftur!) en átakalínur um fyrirhug- aðar skattalækkanir milli stjórn- arflokkanna hljóta að skerpast allverulega við þetta. Famsóknar- menn hafa sem alkunna er verið mun ragari en sjálfstæðismenn við að skera niður til að mæta fyrirhuguðum skattalækkunum og eru áhöld um hvort og að hve miklu leyti skattalækkanirnar eru inni í fjármálafrumvarpinu sem kynnt hefur verið. Hafi verið ástæða til að stíga varlega til jarð- ar á þessu sviði áður en húsnæðis- lánaútspil bankanna kom fram, þá er enn ríkari ástæða til þess nú. Hins vegar getur ríkisstjórnin heldur ekki skorast undan boðaðri skattalækkun, sem þýðir að niður- skurðarvandinn er orðinn brýnni og pólitískt eldfimari en nokkru sinni fyrr. Byltingin á fjármálamarkaðn- um er staðreynd og þessi bylting hefur ekki einvörðungu breytt peningamálum og efnahagslífinu í landinu. Hún hefur líka umturn- að starfsumhverfi stjórnmál- anna. Fyrir utan að vera hálf- gerður stuldur á helsta kosninga- máli Framsóknar eru nýju hús- næðislánin dæmi um það hvernig alþjóðavæðingin hefur leitt til þess að sífellt fleiri þættir ís- lensks efnahagslífs lúta í raun ekki lengur hefðbundnum hag- stjórnartækjum lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Þar ráða sí- fellt meiru alþjóðlegir markaðs- kraftar, sem gera hefðbundnar hagstjórnaraðgerðir kannski ekki alveg gagnslausar, en smáar í samanburðinum. Þær verða næstum táknrænar, eins og þegar forsætisráðherra tók út 400.000 krónurnar sínar úr KB banka í fyrra. Það er svo aftur alveg sér- stök umræða hvort sé betra fyrir okkur, að vera stjórnað af alþjóð- legum markaðsöflum eða inn- lendum pólitíkusum! ■ Landsátakið „Veljum íslenskt – og allir vinna“, sem hófst í byrj-un vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til „Íslensku vik-unnar“ í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til „þarflegra“ innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóða- viðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasam- tökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaup- manna kallaði það „gamaldags áróður“ í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átak- inu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu bygg- ir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda fram- leiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu, sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningstekn- anna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starf- semi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hætt- unni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarfor- sendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og „Veljum ís- lenskt“ er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raun- verulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er „Veljum hagkvæmt“. Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnu- lífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings. ■ 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Rekstur sem rís undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings. Veljum hag- kvæmt Bylting bankanna ORÐRÉTT Hvers á Andrés að gjalda? Hillary Clinton bliknaði í sam- anburðinum [við Dorrit forseta- frú] á túninu við Bessastaði. Stuttklippt í dökkri dragt sem minnti helst á jakkaföt frá Andr- ési á Skólavörðustíg. Tvær konur með mismunandi smekk fyrir því kvenlega. Bleik er brugið ef Bill Clinton hefur ekki litið framhjá eiginkonu sinni í svo sem andartak og yfir til Dorrit. [Eiríkur Jónsson] segir frá heimsókn Clinton-hjónanna til Bessastaða á þriðjudaginn. DV 26. ágúst. Er það nú alveg öruggt? Valgerður [Sverrisdóttir iðnað- arráðherra] segist telja fundinn lokapunkt í þeirri umræðu sem hefur farið fram undanfarna daga. Frétt af fundi Landssambands fram- sóknarkvenna þar sem rætt var um val ráðherra flokksins. Morgunblaðið 26. ágúst. Góð spurning Hvorum skyldi nú almenningur á Íslandi treysta betur í sam- bandi við Íraksstríðið, Halldóri Ásgrímssyni eða Hans Blix? Séra Ólafur Þ. Hallgrímsson á Mæli- felli. Morgunblaðið 26. ágúst. Metnaðarfull dagskrárgerð? Hvað á þetta að þýða? Hvers konar tímaskekkja er þetta eig- inlega? Að láta hóp viðvaninga - alla á sama aldri – fyrir framan sjónvarpsvélarnar árið 2004 er fullkomin tímaskekkja og hreint út sagt fáránlegt. Hávar Sigurjónsson blaðamaður bregst við fréttum um að Sjónvarpið ætli að endurvekja þáttinn „Réttur er settur“ þar sem laganemar við há- skólann semja handritið og leika öll hlutverk. Morgunblaðið 26. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS Allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu „Veljum íslenskt“ byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. ,, Í DAG NÝJU HÚSNÆÐISLÁNIN BIRGIR GUÐMUNDSSON Byltingin á fjármála- markaðnum er stað- reynd og þessi bylting hefur ekki einvörðungu breytt peningamálum og efnahags- lífinu í landinu. Hún hefur líka umturnað starfsum- hverfi stjórnmálanna. ,, jk@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 24-33 (24-25) Leiðari 26.8.2004 15:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.