Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 28
Nú stendur sveppatíminn sem hæst. Best er að kynna sér sveppatínslu áður en lagt er í hann, eða fara í hópi kunnugra. Skógræktarfélag Íslands efnir til dæmis til sveppaferðar í Heið- mörk laugardaginn 4. september. Antinori-fjölskyldan hefur ræktað vín óslitið í sex aldir í Toskana og Umbríu og eru vín þeirra ein þekktustu vín Ítala. Þau eru Íslendingum að góðu kunn og hafa bæði toppvín fyrirtækisins og alþýðleg borðvín selst vel hér- lendis. Hvítvínið Villa Antinori Bianco hefur þannig verið vinsælasta ítalska hvítvínið í Vínbúðum um árabil. Vínið ber öll einkenni klassískra hvítvína frá Toskana, er ferskt og létt, hefur strágulan tæran lit og er tónað af ferskum grænum ávöxtum. Það er unnið úr þrúgunum trebbiano og malvasia að mestum hluta en einnig er notast við chardonnay um 20%. Betri ítölsk hvítvín á borð við þetta eru sumarvín af bestu gerð. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Villa Antinori Bianco Vinsælasta ítalska hvítvínið Hvítvín vikunnar Þorri Hringsson, vínrýnir Gestgjafans, valdi Villa Antinori Rosso 2001 vín mánaðarins í nýjasta hefti tímaritsins, sem út kom í vikunni. Þorri segir vínið mjög góð kaup, gefur því fjögur vínglös í einkunn og mælir með því að það sé haft með lamba- og nautakjöti og ítölskum rétt- um, t.d. bragðmiklu pasta. Þetta er fyrsti árgangur Villa Antinori sem er í Igt- reglugerðinni en áður var vínið í hinni klassísku DOCG- reglugerð. Hér er ekki eingöngu notast við hina ítölsku sangiovese-vínþrúgu heldur eru einnig 20% af cabernet sauvignon,15% merlot og 5% syrah. Vínið hefur djúpan dökkan blóðrauðan lit. Þroskað tannín og mild eik einkenna vínið. Verð í Vínbúðum 1.590 kr. Villa Antinori Rosso: Vín mánaðarins í Gestgjafanum Rauðvín vikunnar Halldóra Jónsdóttir kolféll fyrir norður-afrískri matargerð: Arabi í eldhúsinu Halldóra Jónsdóttir orðabókarit- stjóri sækir matarlist sína og -lyst á framandi slóðir. „Ég er arabi í eld- húsinu og hef mikinn áhuga á norður-afrískum mat. Ég kynntist þessu fyrst þegar ég var á Interrail- ferð í París og Högna frænka mín bauð okkur vinkonunum út að borða í arabískt kúskús. Ég féll algerlega fyrir þessari tegund af mat. Enginn vissi hérlendis hvað kúskús var á þessum tíma og ég beið lengi eftir því að fá að spreyta mig á Íslandi. Það má því segja að ég hafi uppfyllt langþráðan draum þegar ég varð fertug og hélt mikið marokkóskt matarboð. Arabíski maturinn er léttur og mjög hollur og ég horfi fagnandi á úrvalið af skyndikúskús sem nú fæst í stórmörkuðum enda er kúskús sérlega hollt og gott.“ Halldóra segist nánast vera orð- in háð arabíska matnum. „Núna, þegar hérlendis er hægt orðið að fá allt sem þarf í norðurafrískan mat, þá langar mig ekkert að elda annað þegar ég held matarboð og dettur hreinlega ekkert annað í hug. Það sem mér finnst skemmtilegast er að nota alls konar ávexti og kanil og svoleiðis í pottrétti með kjötinu og grænmetinu. Þessi matur er ekkert mikið kryddaður heldur mjög mild- ur og einstaklega bragðgóður. Lambakjöt og kjúklingur er mikð notað og allir réttirnir hafa jafn mikið vægi. Og það er nú einmitt einn kosturinn við svona mat: þetta er afar langt frá hátíðlegri gúrmet- matargerð heldur er þetta góður matur í stórum fötum og öllu er skellt á borð- ið í einu. Undirbún- ingurinn er ofsa- lega skemmtilegur og allir siðir í kringum matinn. Svona mat á t.d. að borða með hönd- unum en gestir mínir fá val, svona í flestum tilfellum,“ segir Halldóra og kímir. „Norður- afrískur matur er góður, öðruvísi og ódýr matur sem setur engan á haus- inn.“ Hér fylgja nokkrar uppáhalds- uppskriftir Halldóru og fyrst er ein mjög einföld uppskrift að marokk- óskum kjúklingarétti, hversdags- útgáfa sem Halldóra eldar þegar hún hefur ekki tíma til að fara út í flóknari matreiðslu. Kjúklingaréttur hversdags Fyrir 4 1 kg kjúklingabitar með beini 2-3 matskeiðar ólífuolía 3 grófhakkaðir laukar um 3 dl hænsna eða grænmetis kraftur 1 msk. hunang 1 tsk. kumin 1 tsk. kóriander 1/4 tsk. chiliduft nokkrar kanilstangir 1 dós kjúklingabaunir 1 meðalstór kúrbítur í stórum bitum 1/2 dl hökkuð steinselja salt og pipar Brúnið kjúklinginn í olíunni, bætið lauk út í og síðan kraftinum, hunangi og kryddi og kanelstöng- um. Látið malla undir loki í 30 -40 mínútur. Bætið e.t.v. krafti út í. Kjúklingabaunum og kúrbít bætt í og soðið í 3-5 mínútur. Kryddið betur ef þarf og setið steinselju yfir. Borið fram með kúskús. Gulrótasalat Fyrir 4-6 „Létt og hressandi salat med sítrónu og mintu. Hlynsírópið er toppurinn.“ 4 bollar fínt rifnar gulrætur 3 msk. sítrónusafi 3 msk. matarolía 1/2 tsk. malaður kóríander 1/4 tsk. salt 2 tsk. söxuð minta (eða 1/2 tsk þurrkuð) 1 msk. söxuð steinselja 1-2 tsk. hlynsíróp (maple syrup) Blandið öllu saman og geymið í ísskáp minnst 1 klst. Appelsínusalat með svörtum ólífum Fyrir 4 „Þetta appelsínusalat vekur alltaf mikla hrifningu enda er það mjög óvenjulegt.“ 3 sætar appelsínur 1 bolli svartar ólífur 2 msk. ólífuolía 2 marin hvítlauksrif 1/2 tsk. paprika 1/2 tsk. salt hnífsoddur af cayennepipar hnífsoddur af kúmíni 1/2 tsk. hunang 2 msk. steinselja Appelsínurnar eru afhýddar og sneiddar. Þeim er síðan raðað á fat og ólífunum dreift yfir. Annar efniviður er í sósu sem hellt er yfir. Lambakjöt með kúskúsi Fyrir 4 „Þessi réttur er aðeins flóknari en kjúklingurinn en alveg æðis- legur og mjög skemmtilegur í matreiðslu.“ 1 dós kjúklingabaunir 500 g lambakjöt í teningum (bógur, hnakki eða jafnvel læri) 2 msk. smjör 1/4 tsk. túrmenrik hnífsoddur af saffrani pipar 1/2 tsk. cayennepipar 1/2 tsk. engifer 1 tsk. paprika 2 lárviðarlauf 2 dl grænmetiskraftur 3 laukar skornir í fjórðunga 2 marin hvítlauksrif 1 msk. olía 1 tsk. kanell 1/2 tsk. sykur 2 gulrætur í sneiðum 2 kúrbítar í sneiðum 4 tómatar eða 1 dós 1/2 dl rúsínur 50 g afhýddar möndlur steinselja til skrauts Bræðið smjör í potti og brúnið lambakjötið, bætið kryddi út í og látið krauma aðeins við lágan hita. Bætið grænmetiskraftinum út í og látið malla í eina klst. Hitið olíuna í litlum potti, látið lauk og hvítlauk út í og steikið við vægan hita í fimm mínútur. Bætið sykri, kanil og rús- ínum út í og látið malla aðeins. Þeg- ar lambið hefur soðið í klukkutíma er grænmeti, kjúklingabaunum, lauk og rúsínum bætt út í og það soðið áfram í hálftíma við vægan hita. Rétturinn er bragðaður til með salti og kryddi og áður en hann er borinn fram er möndlum og stein- selju dreift yfir hann. ■ Berjasultuuppskriftir: Tvær góðar og gildar Nú er berjatínslutíminn í al- gleymingi og margir að birgja sig upp af sultu fyrir veturinn. Vegna mistaka í birtingu tveggja góðra uppskrifta í síð- ustu viku koma þær hér aftur fyrir almenningssjónir og nú vonandi kórréttar. Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 dl sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnslu- vél. Maukið sett í pott með vatn- inu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð í smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fyllt- ar alveg og lokað strax. Nauðsyn- legt að vera nákvæmur með suðu- tímann. Sá tími sem hér er til- greindur á við þetta tiltekna magn af hráefni. ■ Gott búsílag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Halldóra Jónsdóttir er arabi í eldhúsinu. 28 (04) Allt-Matur 26.8.2004 15:14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.