Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 39
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Föstudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  18.30 Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda í 1. deild karla í knattspyrnu.  18.30 HK og Þróttur mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla í knattspyrnu.  18.30 Fjölnir og Stjarnan mætast á Fjölnisvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  06.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik í knattspyrnu kvenna.  08.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá leik um 5. til 8. sæti í handbolta karla.  10.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af viðburðum gærdagsins. Endurtekið.  11.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Fyrri leikur í undanúrslitum karla í handbolta.  13.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af keppni morgunsins.  16.50 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá úrslitakeppni í frjáls- um íþróttum.  16.55 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Farið yfir stöðuna og hitað upp fyrir næstu leiki í enska boltanum.  18.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá keppni í frjálsum íþróttum.  18.05 Trans World Sport á Sýn.  19.00 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  19.25 Mótorsport á Sýn. Ítarleg umfjöllun um íslenskar aksturs- íþróttir. Umsjónarmaður er Birgir Þór Bragason.  19.55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á Sýn. Útsending frá undanúrslitum í hnefaleikum (fimm þyngdar- flokkar).  20.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá keppni í frjálsum íþróttum.  23.15 K - 1 á Sýn. Hér mætast sannkölluð hörkutól í sparkboxi, karate og fjölmörgum öðrum greinum sem allar falla undir bardagaíþróttir. Sýnt frá móti í Nagoya þann 6. júní sl.  00.50 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af keppni dagsins. FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2004 31 Tíu fallnir á lyfjaprófi Óvenjumargir hafa fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Aþenu. ÓLYMPÍULEIKAR Yfirmenn Alþjóða- ólympíusambandsins segja að ólögleg lyfjanotkun sé ekki að eyðileggja leikana í Aþenu en óvenju margir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar er búið að svipta tvo Ólympíumeistara gull- inu vegna lyfjaneyslu og dæma átta aðra keppendur úr leik. Þrír keppendur mættu ekki í próf sem þeir höfðu verið boðaðir í. Í gær fundust leifar af sterum í sýni sem tekið var úr úkraínsku róðrarkonunni Olena Olefirenko. Hún vann til bronsverðlauna ásamt stöllum sínum í liðakeppni en þær hafa verið dæmdar úr leik. „Það verður að horfa á málið í heild sinni. Það eru rúmlega tíu þúsund keppendur og árangurinn hefur verið frábær,“ sagði Giselle Davies, talsmaður Alþjóðaólymp- íunefndarinnar, IOC. „Nú hafa komið upp átta lyfjamál og þrír hafa brotið af sér með því að mæta ekki í lyfjapróf. Á Ólympíuleikun- um í Sydney féllu ellefu á lyfja- prófi.“ Davies telur að ein af skýring- unum á því hvers vegna svo marg- ir hafa fallið á lyfjaprófi sé að 25% fleiri lyfjapróf hafa verið gerð í Aþenu en í Sydney. Hún telur lík- legt að fleiri eigi eftir að falla á lyfjaprófi. „Á stærsta íþróttamóti heims, þar sem bestu íþróttamenn, þjálf- arar og ráðgjafar koma saman, má enn finna fólk sem notar sömu bönnuðu lyfin og voru notuð fyrir tuttugu árum,“ sagði Arne Ljungqvist hjá lyfjanefnd IOC. Þegar hafa 2.015 próf, af þrjú þúsund sem tekin voru, verið rann- sökuð. „IOC ætlar að berjast gegn ólöglegri lyfjanotkun. Það er for- gangsmál,“ sagði Davies. Yfir- menn ólympíusambandsins standa fast á sínu og segja að baráttan gegn ólöglegum lyfjum sé að skila sér. „Því fleiri íþróttamenn sem eru staðnir að því að svindla á leik- unum okkar, því heiðarlegri verða hinir.“ ENN EIN FALLIN Á LYFJAPRÓFI Úkraínska róðrarkonan Olena Olefirenko sem vann bronsverðlaun með sveit þjóðar sinnar er fallin á lyfjaprófi og hún og félagar hennar í liðin sem sjást hér fyrir ofan þurfa því að skila bronsverðlaunum sínum. 38-39 (30-31) SPORT 26.8.2004 18:03 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.