Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2004 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 56 70 08 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Nýtt og freistandi í Debenhams Þegar þú klæðist vönduðum og vel sniðnum kvenfatnaði frá Dominique er vaxtarlag ekkert vandamál. Þessar frábæru vörur, í stærðum 40-56, fást nú hjá Debenhams og auka enn á ótrúlega fjölbreytt vöruúrval í kvenfatadeild. Njóttu þess að vera þú sjálf [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Heimildarmynd Morgans Spur- lock, Super Size Me, er skemmti- legasti hollustuáróður sem ég hef séð en eins og flestum er kunnugt tók leikstjórinn talsmann McDon- ald’s-keðjunnar á orðinu og lifði eingöngu á hamborgurum og rusli í heilan mánuð. Uppátæki Spur- locks kom í kjölfar málaferla tveggja unglingsstúlkna gegn skyndibitarisanum, en þær reyndu að telja dómstólum trú um að McDonald’s bæri ábyrgð á offituvandamáli þeirra. Málinu var vísað frá því ekki tókst að sanna skaðsemi McDonald’s- fæðis á stúlkurnar. Lét þá tals- maður keðjunnar þau fögru orð falla í fjölmiðlum að maturinn á McDonald’s væri ekki skaðlegri en svo að hægt væri að lifa ein- göngu á honum í heilan mánuð. Spurlock ofbauð og ákvað að sýna þessu næststærsta vöru- merki heims í tvo heimana. Út- koman er hressilegt framlag í stríðið gegn markaðsöflunum og mun eflaust draga úr hamborg- araáti, að minnsta kosti á mínu heimili, í einhvern tíma. Við fylgjumst með Spurlock, sem er við hestaheilsu á fyrsta degi tilraunarinnar og úðar í sig borgurum af bestu lyst. Reglurn- ar sem hann setti sér voru að borða einn rétt af matseðlinum þrisvar á dag. Ef afgreiðslufólkið bauð honum að stækka máltíðina í Super Size varð hann að þiggja það. Þrír sérfræðingar fylgdust með líkamlegu ástandi Spur- locks, sem var yfir meðallagi bandarískra karlmanna í upp- hafi. Ekki leið þó á löngu áður en afleiðingar hamborgaraátsins komu í ljós. Það tók hann rúman hálftíma að kyngja fyrstu Super Size-máltíðinni en þegar það hafðist kom hún öll upp aftur. Á einni viku fitnaði Spurlock um fjögur kíló. Þegar á líður mynd- ina er honum varla hugað líf, stanslaus höfuðverkur, þrekleysi, andarteppa og þunglyndi hrjá hann og læknar ráðleggja honum eindregið að hætta vitleysunni og fara að nærast. Helsti hængur myndarinnar er blaðrið í heilbrigðissérfræðingum og upplýsingabunan um hvað ástandið í Bandaríkjunum er öm- urlegt. Unglingar éta snakk í há- degismat og 60% fullorðinna í Ameríku eru of þung. Flest var áhugavert en þó ekki nauðsynlegt. Ég saknaði þess að sjá meiri fram- vindu í tilraun Spurlocks, meiri hraða og hasar. Óhjákvæmilega vaknar sú spurning hvort Bandaríkjamenn beri ekki sjálfir ábyrgð á eigin ógæfu og hvort hægt sé að kenna öðrum um eigið holdafar. Morgan Spurlock varpar ekki aðeins ljósi á hve skaðlegur skyndibitinn er í þessari mögnuðu heimildarmynd, heldur deilir hann hart á hina ósiðlegu milljónamæringa sem sigrast á skynsemi almennings með margþættri markaðssetn- ingu. Börnin eru helsta skotmark- ið og með leikföngum, teikni- myndum, auglýsingum og leik- völlum hefur McDonald’s tekist að hæna þau að sér og stofna heilsu þeirra í hættu. Super Size Me er meira en bara heilræði og hollustuvæl. Hún fær mann til að hata markaðsöflin. Þóra Tómasdóttir Sparkað í risana SUPER SIZE ME HEIMILDARMYND EFTIR MORGAN SPURLOCK Leikkonan Nicole Kidman leitaði til beinasérfræðinga af ótta við að hún væri að þróa með sér bein- þynningu. Sjúkdómurinn er ekki óalgengur hjá konum sem eru komnar yfir 20 ára aldurinn ef þær eru undir álagi. Hann veldur því að þær verða mun viðkvæmari fyrir því að brjóta bein. Kidman hefur víst tekið hvert verkefnið á fætur öðru eftir að ást- arsamband hennar og rokkarans Lenny Kravitz rann í sandinn. Breska blaðið The Sun heldur því fram að hún sé að keyra sjálfa sig út. „Hún hefur of miklar áhyggjur af öllu, vinnur of mikið og borðar of lítið,“ segir blaðið um leikkon- una. „Hún er óánægð með ástarlíf sitt eftir sambandsslitin við Lenny og hellir sér þess vegna í vinnu.“ Ekki er vitað hvað læknirinn sagði við Nicole. ■ DURAN DURAN Breska sveitin Duran Duran stillti sér upp fyrir ljósmyndara í Hong Kong þar sem hún var stödd til að kynna nýja breiðskífu sína, Astronaut. Þetta er fyrsta Duran-platan, þar sem allir upprunalegu liðsmennirnir koma við sögu, frá útgáfu Seven and the Ragged Tiger frá árinu 1983, að undanskilinni tónleikaplötunni Arena. NICOLE KIDMAN Hefur greinilega áhyggjur af heilsu sinni, af einhverjum ástæðum. Nicole hefur áhyggjur af beinþynningu 48-49 (40-41) FÓLK 26.8.2004 18:44 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.