Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 4
4 3. september 2004 FÖSTUDAGUR Gæsluvarðhaldsfanginn á Litla-Hrauni: Kókaínið reyndist mjög hreint LÖGREGLUMÁL Kókaín það sem reyndist vera í meltingarvegi Litháans sem tekinn var í flug- stöð Leifs Eiríkssonar síðastlið- inn sunnudag reyndist vera mjög „hreint“ samkvæmt vísbending- um fyrstu rannsókna. Um var að ræða 300 grömm, sem maðurinn hafði innvortis í um 70 pakkning- um eða „kúlum“. Því hreinna sem efnið er, þeim mun meira er hægt að fá fyrir það á fíkniefna- markaðinum. Rannsóknin er á hendi lög- reglunnar á Keflavíkurflugvelli. Hvorki hún né sýslumaðurinn, Jóhann R. Benediktsson, veita neinar upplýsingar um gang hennar eins og sakir standa. Blaðið hefur þó heimildir fyrir því að grunur leiki á að Litháinn eigi sér samverkamenn hér á landi, enda ljóst að hann hefur ekki ætlað að neyta sjálfur þess mikla magns sem hann reyndi að smygla inn í landið. Mynstrið í þessu máli þykir sláandi líkt því sem var í líkfund- armálinu. Aldur mannanna er svipaður. Báðir voru þeir frá Vilnius í Litháen. Þeir voru báðir með mikið magn örvandi efna í meltingarveginum, ekki í smokk- um eins og tíðkast oft, heldur í vandlega frágengnum pakkning- um, eins konar „kúlum“. ■ BESLAN, AP „Farið með þá á eyði- eyju og skjótið þá. Þeir taka börn, þeir haga sér eins og skepnur,“ sagði Lydia Drachova, eldri kona sem sat undir molnandi styttu af Lenín og beið fregna af afdrifum hundruða gísla sem tsjetsjenskir aðskilnaðarsinnar náðu á sitt vald þegar þeir tóku skóla í bænum Beslan í Norður-Ossetíu á sitt vald. Fólki var mjög brugðið þegar sprengingar heyrðust nærri skól- anum. Fljótlega kom í ljós að gíslatökumennirnir höfðu skotið sprengjum að tveimur bílum sem höfðu hætt sér of nærri skólanum að þeirra mati. Skömmu síðar fékk fólk öllu betri fréttir þegar 26 gíslum, konum og mjög ungum börnum, var sleppt. Það var fyrsta fólkið til að sleppa úr gísl- ingunni frá því að nokkrum tókst að flýja um það leyti sem gísla- tökumennirnir létu til skarar skríða. Aðstæður í skólanum eru mjög erfiðar fyrir fólkið, sem hefur hvorki aðgang að mat né drykkjar- vörum. „Líttu í augu fólks og þú skilur strax hvernig því líður,“ sagði Zelim Dzheriyev, hálffertugur karlmað- ur, og þerraði augu sín. Reiði og ótti einkenna viðbrögð fólks við gíslatökunni. Það fer sérstaklega fyrir brjóstið á fólki að ráðist hafi verið að börnum með þessum hætti. Staðfest var í gær að sextán manns hefðu látist þegar gísla- tökumenn réðust inn í skólann. Tólf létust inni í skólanum, tveir létust á sjúkrahúsi og lík tveggja lágu enn fyrir framan skólann í gær, en vegna skothríðar úr skól- anum var ekki hægt að fjarlægja þau. Síðla í gær viðurkenndi Kazbek Dzantiyev, yfirmaður inn- anríkisráðuneytis Norður-Ossetíu, að hugsanlega hefðu mun fleiri verið teknir í gíslingu en þeir 354 sem ráðuneytið sagði áður að væru í skólanum. Íbúar í Beslan eru sannfærðir um að mun fleiri hafi verið teknir í gíslingu. „Pútín: Í það minnsta 800 manns er haldið sem gíslum,“ sagði á skilti sem einn heimamaður hélt á lofti. ■ Líkamsrás í Hafnarfirði: Árásarmaður í einangrun LÍKAMSÁRÁS Maður sem réðst á annan mann með öxi á öldurhúsi í Hafnar- firði að kvöldi þriðjudags hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur gengur í máli hans, en þó ekki lengur en til 15. október. Úrskurður- inn var kærður til Hæstaréttar. Maðurinn var fluttur á Litla- Hraun í gær þar sem hann verður í einangrun þar til rannsókn málsins lýkur. Sambýliskona mannsins, sem var einnig handtekin á þriðjudags- kvöld, hefur verið látin laus. Lögregl- an í Hafnarfirði fann árásarvopnið við leit á heimili mannsins á miðviku- dagskvöld. Hann er þekktur fyrir of- beldisverk og í undirbúningi eru fleiri ákærur á hendur honum vegna afbrota. Þá rauf maðurinn skilorð með árásinni því fyrir einu ári var hann dæmdur fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna og var refsingunni frestað héldi hann skilorð í þrjú ár. ■,,Líttu í augu fólks og þú skilur strax hvern- ig því líður. Var það þess virði að bíða sex ár eftir endurbættu Þjóðminjasafni? Spurning dagsins í dag: Sigrar íslenska landsliðið Búlgari í fót- bolta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 55% 45% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Undirskriftasöfnun á Seltjarnarnesi: Mótmæla skipulagi SELTJARNARNES Hundruð Seltirn- inga hafa ritað nafn sitt á undir- skriftalista gegn deiliskipulagstil- lögum bæjar- stjórnar Sel- t jarnarness . Listinn verður í dag afhentur J ó n m u n d i Guðmarssyni bæjarstjóra. Hópur bæj- arbúa sem eru óánægðir með háreista íbúða- byggð sem reisa á fyrir neðan Valhúsa- skóla hefur skipulagt undir- skriftasöfnunina. Frestur til að gera athugasemd- ir við aðalskipulag rennur út í dag, en að viku liðinni rennur út frestur til að gera athugasemdir við deiliskipulagið. Þór Whitehead, einn þeirra sem skipuleggja and- stöðuna, segir þetta aðeins fyrsta áfanga undirskriftasöfnunarinnar. Hann segir að gerð sé krafa um að deiliskipulagstillögunum verði ýtt út af borðinu og hafin verði vinna við nýjar tillögur. ■ Darfur: Tillögur SÞ gagnrýndar SÚDAN, AP Mannréttindasamtök- in Human Rights Watch segja hugmyndir öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna að útbúa svokölluð örugg svæði í Darfur í Súdan geta snúist upp í and- hverfu sína og ýtt undir enn frekari þjóðernishreinsanir en þegar er orðið. Gera samtökin því skóna að allt flóttafólk sem ekki lendir innan þessara öryggissvæða sé þá berskjaldað fyrir frekari árásum þar sem uppreisnar- menn viti fyrir víst hvar örygg- issveitir gæti öryggis lands- manna og hvar ekki. ■ FÍKNIEFNASMYGL Fyrri Vilníusarbúinn, sem kom hingað til lands með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortist, endaði ferðalag sitt í höfninni á Neskaupstað. JÓNMUNDUR GUÐ- MARSSON Bæjarstjórinn á Sel- tjarnarnesi á von á hundruðum undir- skrifta. Vestnorræn bókmennta- verðlaun: Engillinn verðlaunaður VIÐURKENNING Kristín Steinsdóttir og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir hlutu í gær Barna- og unglinga- bókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2004. Kristín og Halla Sólveig hlutu verðlaunin fyrir bókina Engill í Vesturbænum og tóku þær við þeim í Skála Alþingis. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og voru fyrst veitt árið 2002. ■ ÁRÁSARMAÐURINN Hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð til Hæstaréttar. ■ EVRÓPA ERFIÐ HELGI Tæplega fjörutíu manns létust í umferðarslysum á Spáni um síðustu helgi og tæp- lega fjörutíu til viðbótar voru flutt þungt haldnir á sjúkrahús víða í landinu. Enn er langt í land með að fækka dauðaslysum á spænskum vegum en núverandi stjórnvöld hyggjast taka hart á þessum vanda. LEIÐANGUR „Flugan hér er alveg rosaleg. Hún er hávaðagrimm og ætlar hreinlega að éta okkur,“ sagði Baldvin Kristjánsson einn leiðang- ursmanna við Grænlandsstrendur í gær. Félagarnir fjórir voru þá að búa sig til brottferðar. Í fyrradag náðu þeir sæmilegum áfanga. Þeir ætluðu að sigla annað eins í gær, ef veður og sjólag leyfðu. „Við notum ofnæmislyf vegna flugunnar, en það dugir ekki til. Hún bítur grimmt og það vessar úr bitunum. Enn félagi minn var að telja bitin á öðru handarbakinu á sér áðan og þau reyndust vera rúm- lega 60 talsins. Við vorum orðnir óþreyjufullir að komast áfram,“ sagði Baldvin enn fremur, en kajak- mennirnir höfðu verið veðurtepptir á lítilli eyju þar til í fyrradag, að þeir komust af stað aftur. Hann sagði að veður hefði farið batnandi og ölduganginn lægt. Þeir myndu reyna að komast sem lengst á hverjum degi því brátt færu haustveðrin að gera vart við sig og þá væri útilokað að vera á ferð á þessum slóðum. Baldvin taldi, að þeir myndu ná 1000 kílómetra markinu um miðjan mánuðinn, en nú hafa þeir verið rúman mánuð í leiðangrinum. ■ Kajakleiðangurinn við Grænland: Hávaðagrimm fluga hrellir menn LEIÐANGURSMENN Kajakleiðangrinum við Grænland miðar áfram en tafir hafa orðið vegna veðurs. Nú er það hins vegar flugan sem ætlar allt að éta. Þeir haga sér eins og skepnur Gríðarleg reiði ríkir í garð gíslatökumannanna í Norður-Ossetíu. Talið er að gíslarnir kunni að vera allt að 800. 26 þeirra var sleppt úr haldi í gær, en það voru konur með mjög ung börn. BÖRN FLUTT Á BROTT Kona og rússneskur sérsveitamaður flytja tvö börn í skjól eftir að þeim var sleppt úr haldi gíslatökumanna. Angistin leyndi sér ekki í andliti annars barnsins, í fangi sérsveitamannsins. 04-05 2.9.2004 21:32 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.