Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 24
Þjóðleikhússtjóri Átján umsækjendur eru um embætti þjóð- leikhússtjóra en ráðið verður í embættið fyrir lok mánaðarins. Kemur hinn nýi þjóð- leikhússtjóri þá til starfa sem nokkurs konar lærlingur við hlið Stefáns Baldurs- sonar sem formlega hættir um áramótin. Mikil spenna ríkir í leikhúsheiminum vegna málsins enda er um mikla valda- og áhrifastöðu að ræða. Það er Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráð- herra sem skipar í embættið að feng- inni umsögn þjóð- leikhúsráðs þar sem Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri, er for- maður. Í leiklistarlögum segir að skipaður skuli „maður með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa“. Ýms- ar getgátur eru uppi um hver muni hljóta hnossið og staldra menn á kaffihúsum og í heitum pottum borgarinnar helst við þrjú nöfn í því sambandi, Kjartan Ragnarsson leikstjóra, Ragnheiði Skúladóttur, deildar- stjóra leiklistardeildar Listaháskólans, og Tinnu Gunnlaugsdóttur leikara sem oftast er nefnd. Úr ráðuneytinu hefur ekkert spurst og því geti niðurstaðan orðið allt önnur. -Ekki nóg „Gott, en ekki nóg“ var fyrirsögnin á leiðara Morgunblaðsins á miðvikudaginn þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri fjallaði um til- lögu nefndar viðskiptaráðherra um breyt- ingar á lögum og reglum um viðskiptalífið. Ritstjórinn hafði vonast eftir því að nefndin gengi lengra í tillögum sínum og var raun- ar svo sannfærður um það að fyrr í sumar var hann farinn að boða hálfgerða Sturl- ungaöld í landinu. Sagði hann þá að fjöl- miðlamálið yrði sem barnaleikur miðað við stríðið sem framundan væri um við- skiptalífið. Nú þegar nefndin hefur illilega brugðist vonum hans hvetur hann Alþingi til að grípa í taumana enda eigi stjórnmálamenn að hafa síðasta orðið. Hvort herhvöt ritstjórans fær hljómgrunn meðal þingmanna á eftir að koma í ljós. Nefndarálit um stefnumótun fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi var kynnt í vikunni. Í daglegu tali hefur þetta álit gengið undir nafninu „skýrsla hringamyndunar- nefndarinnar“. Viðbrögð við skýrslunni hafa í það heila verið já- kvæð og jafnt fulltúar atvinnulífs, sem ólíkra pólitískra sjónarmiða í þjóðfélaginu hafa lýst sig þokka- lega sátta. Eitt og annað þurfi um- ræðu og nánari skoðun eins og gengur, en í heildina sé skýrslan vel unnin og ábyrg. Hagsmunaaðil- ar atvinnu- og viðskiptalífsins hafa raunar haldið því til haga að þeir hefðu kosið að meira samráð hefði verið haft við þá og sjónarmiða þeirra leitað. Nefndin, hins vegar, sem starfaði undir forsæti Gylfa Magnússonar dósents, valdi það verklag að fara ekki út í kerfis- bundna skönnun á sjónarmiðum þeirra sem tengjast málinu. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra hefur raunar slegið nokkuð á þessa gagnrýni með því að lýsa því strax yfir að frumvörp sem samin verði á grundvelli til- lagna nefndarinnar muni kynnt al- menningi á næstu vikum – áður en málið fer inn í þingið. Það munu því væntanlega gefast fjölmörg tækifæri fyrir hagsmunaaðila að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi – enda mjög brýnt að sem víð- tækust samstaða sé um þær leik- reglur sem gilda eiga um íslenska viðskiptaumhverfið. Það er ekki hugmyndin að reifa hér efnislega innihald þessarar skýrslu, enda hefur það verið gert rækilega í fréttaskýringum og um- ræðuþáttum það sem af er vikunni. Hins vegar er áhugavert að staldra aðeins við málsmeðferðina og bera hana saman við málsmeðferð annars svipaðs máls, sem kom upp á síðustu dögum þings sl. vor – fjöl- miðlamálsins. Þessi mál eru um margt sambærileg, enda tengd í eðli sínu. Þau snúast um samþjöpp- un, misnotkun á efnahagslegum yfirburðum og vernd á réttindum minnihluta og almennings. Frum- varp Davíðs Oddssonar um eignar- hald á fjölmiðlum, (þetta sem í fyll- ingu tímans var synjað staðfesting- ar af forseta Íslands og í kjölfarið fellt úr gildi,) kom einmitt fram í kjölfar þess að sérstök nefnd hafði skrifað og skilað af sér áliti, hinni svonefndu fjölmiðlaskýrslu. Rétt eins og skýrsla hringamyndunar- nefndar nú, fékk fjölmiðlaskýrslan mjög jákvæðar undirtektir á sínum tíma og þótti vönduð. Það að skýrslan væri vel unnin var nánast það eina sem ólíkar fykingar voru sammála um allan tímann sem fjöl- miðlafrumvarpsdeilan geisaði. Harmsaga fjölmiðlamálsins fólst því ekki í þeirri skýrslugerð. Hún fólst í frumvarpinu, málsmeðferð- inni og vinnubrögðunum sem á eftir komu. Frumvarpið var kynnt samhliða skýrslunni og málið keyrt í krafti meirihluta með nokkrum málamyndabreytingum í gegnum þingið á síðustu dögum þess, undir háværri gagnrýni og mótmælum úr öllum áttum. Niðurstaðan varð enda eftir því. Svo virðist sem Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra muni viðhafa mjög ólík vinnubrögð í framhaldi af skýrslu hringa- myndunarnefndarinnar. Jafnvel þótt þau frumvörp sem munu koma fram á næstu vikum og byggja á áliti nefndarinnar verði ekki unnin í samráði við hags- munaaðila og þá sem málið varðar, er ljóst að þessir aðilar munu fá kynningu á þeim og möguleika til athugasemda áður en þau verða lögð fram í þinginu. Þá skiptir það líka mjög miklu máli að frum- vörpin um hringamyndun og sam- keppnismál munu koma fram á strax á haustþingi, þannig að tími ætti að vera nægur til umræðna og íhugunar um málið í meðförum þingsins. Vinnubrögð af þessu tagi eru augljóslega líklegri til að skapa sátt en aðferðafræðin sem beitt var við fjölmiðlafrumvarpið. Hvort sem hér er á ferðinni lær- dómur ríkisstjórnarinnar af mis- tökum í fjölmiðlamálinu eða ein- faldlega það, að ólíkir ráðherrar hafi ólíkan pólitískan stíl, þá eru þetta jákvæð umskipti og sjálfsagt að draga það fram og gera að um- talsefni þegar skynsamlega er staðið að málum. Mörgum er minnisstæður sá ótti eða sú forspá Morgunblaðsins fyrir skömmu að hringamyndunarmálið myndi líklega verða enn umdeild- ara og erfiðara mál en deilan um fjölmiðlafrumvarpið varð nokkru sinni. Sú forspá hefði vel getað ræst ef sama eða svipuð aðferðafræði hefði verið notuð í báðum tilvikum. Svo virðist sem betur fer ekki ætla að verða. Valgerður Sverrisdóttir ætlar greinilega að taka á sig krók til að lenda ekki í þeirri keldu sem Davíð Oddsson festi ríkisstjórnina í síðasliðið vor. Raunar er það al- mennt umhugsunarefni fyrir íslenska stjórnmálamenn og ís- lenska stjórnsýslu hvort ekki væri ráð að beita samráðsferlinu í ríkari mæli í viðkvæmum málum þar sem víðtækrar samstöðu er þörf. Sérstaklega er þetta aug- ljóst í málum eins og hringamynd- un í viðskiptalífinu og eignarhaldi á fjölmiðlum, þar sem tiltölulega lítill pólitískur ágreiningur er um grundvallaratriði, en mjög veru- legur hluti málsins snýr að tækni- legri útfærslu leikreglna. Í þessu sambandi gætu menn horft til Noregs, þar sem stjórnarfumvörp af þessu tagi ganga í gegnum viðamikið samráðsferli áður en þau eru lögð fram á þinginu. Ótví- rætt er að það ferli hefur skilað þeim mun vandaðri löggjöf en þeir hinir fá, sem telja það aðal stjórnmálanna að neyta afls- munar á þingi. ■ Þ að var þörf ábending hjá Pétri H. Blöndal um daginn að vekjaathygli á því hversu dýr ákvörðun það var hjá þingmönnumað stöðva kaup KB banka á Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis. Ef kaupin hefðu fengið að standa hefði samfélagssjóðurinn vaxið mjög að verðgildi og væri nú nálægt 8,5 milljörðum króna. Veita mætti úr honum hundruðum milljóna til góðra verka í sam- félaginu, bæði á sviði menningar og mannúðar. Það munar um minna. Ekki aðeins að fá þessa fjármuni til að styrkja menningarlíf og styðja við brýn mannúðarmál í höfuðborginni heldur ekki síður ef sjálfstæður fjársterkur aðili gæti látið að sér kveða á þessum víg- stöðvum til mótvægis við ríkisvaldið. Íslenskt samfélag þarfnast einmitt slíks; meira fjölræðis, fleiri valkosta. Í stað þessa sjóðs höfum við óbreytt kerfi sparisjóða. Það má vel vera að í því felist viss verðmæti – en það er rétt hjá Pétri að minna okkur reglulega á hvað þingmenn ákváðu að greiða fyrir þau hátt verð. Það skorti ekki á varúðarorðin þegar ríkisstjórnin einkavæddi bankanna. Það var langt því frá að um það ríkti víðtæk sátt í sam- félaginu að flytja viðskiptabankana úr ríkisforsjá og yfir til einka- framtaksins. Ráðherrarnir sjálfir voru ekki vissari í sinni sök en svo að þeir voru orðnir efins eftir að salan var um garð gengin. Undir lok síðasta árs lá við að þeir væru komnir í stríð við hina ný- einkavæddu banka og virtust varla treysta þeim til eins eða neins; hvorki að ákvarða laun starfsmanna sinna eða styðja við löngu tíma- bæra uppstokkun í viðskiptalífinu. Í dag hafa bankarnir innleitt harða samkeppni með tilheyrandi kjarabótum fyrir almenning. Og samkeppnin er ekki aðeins milli bankanna heldur geta þeir nú knúið á um vaxtalækkun hjá lífeyrissjóðum og sjóðum í ríkiseigu. Auðvit- að er sú lækkun vaxta sem við sjáum þessa dagana ekki aðeins verk bankanna. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti með því að draga erlend- an banka í viðskipti hérlendis og frjálsir fjármagnsflutningar hafa jafnt og þétt þau áhrif að vextir hér verða líkari því sem tíðkast erlendis. En fyrir okkur sem munum nokkra áratugi af ríkisforsjá bankakerfisins er auðvelt að fullyrða að sú vaxtalækkunarhrina sem gengið hefur yfir að undanförnu hefði verið óhugsandi án einkavæðingar bankanna. Ef við skoðum þessi tvö dæmi um ákvarðanir þingmanna – að stöðva sölu Spron til KB banka og einkavæðingu ríkisbankanna – rifjast upp fyrir okkur hversu fá dæmi við þekkjum af því að van- traust stjórnmálamanna á samfélaginu; almenningi og einkafram- taki; hafi leitt til góðs. Ákvarðanir sem litaðar eru af þessu van- trausti eru án undantekninga hamlandi og draga meiri mátt úr þróttfullu samfélaginu en þær gera gagn. Þær bera vott um langan- ir stjórnmálamanna til að beina samfélaginu í tiltekinn farveg frem- ur en að virkja sem best mátt þess, hugkvæmni og kraft. Við hverja slíka ákvörðun missum við því af möguleikum á einhverju ófyrir- séðu en gagnlegu. Þrátt fyrir ágæti flestra stjórnmálamanna er hugur þeirra ekki öflugri en okkar hinna. Þeir vilja beina samfélag- inu inn á brautir sem þeir þekkja og skilja – inn á gamlar og troðn- ar slóðir. Þótt slíkar götur kunni að veita okkur öryggi um sinn leiða þær okkur sjaldnast að nýsköpun, frumleika eða nýjum lausnum – sem er einmitt það sem samfélagið þarfnast helst og er lykillinn að öryggi og velsæld framtíðarinnar. ■ 3. september 2004 FÖSTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Ákvarðanir stjórnmálamanna verða að byggja á trausti á samfélaginu. Vantraust getur ekki af sér nýsköpun og þrótt. Treystum samfélaginu Af ólíkum vinnubrögðum ORÐRÉTT Hjálpsamir andstæðingar Við fengum urmul af færum en við vorum aðallega í að hita upp markvörð KR með skotum á hann. Íris Andrésdóttir, fyrirliði Vals. Morgunblaðið 2. sept. Nóg að vera á þingi Nei, ég ætla ekki að skrá mig á námskeið. Það verður nóg að gera á þingi í vetur... Guðrún Ögmundsdóttir fylgir ekki í fótspor flokkssystur sinnar Katrínar Júlíusdóttur sem ætlar að læra hag- fræði í háskólanum í vetur samhliða þingmennsku. Ískalt raunsæi Við verðum bara að passa okkur að fara hægt í sakirnar, hugur- inn getur meira en líkaminn í dag. Teitur Örlygsson körfuknattleiks- hetja. Fréttablaðið 2. sept. Misstum við af einhverju? Þjóðminjasafnið var opnað í skugga stórra skandala í gær. Mikael Torfason ritstjóri. DV 2. september. En ekki hvað? Það má því segja að hér sé að stærstum hluta um bókhaldslegt tap að ræða. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, um Línu.Net Morgunblaðið 2. sept. Villuráfandi sauðir Í þessum orðum framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins felst grundvallarmisskilningur. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins leggur línurnar. Morgunblaðið 2. sept. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG HRINGAMYNDUNARLÖG OG FJÖLMIÐLALÖG BIRGIR GUÐMUNDSSON Raunar er það almennt umhugs- unarefni fyrir íslenska stjórnmálamenn og íslenska stjórnsýslu hvort ekki væri ráð að beita samráðsferlinu í ríkari mæli í viðkvæmum málum þar sem víðtækrar samstöðu er þörf. ,, Flottar dans jazz og balletvörur Nýjar vörur fyrir alla aldurshópa bolir, pils, jazzskór, legghlífar, tátiljur og fimleikarbolir gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 24-25 Leiðari 2.9.2004 21:29 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.