Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 42
34 3. september 2004 FÖSTUDAGUR Vissir þú... ...að Ísland og Búlgaría hafa mæst þrisvar sinnum á knattspyrnuvellinum. Búlgarir hafa unnið tvo leiki en einn leikur endaði með jafntefli. Pétur Ormslev skoraði bæði mörk Íslands í fyrsta leiknum en Búlgarir unnu hann 3-2. Hermann Hreiðarsson og Ríkharður Daðason hafa einnig skor- að á móti þeim. „Hvað á þetta að þýða? Af hverju tók hann ekki bara Ladda með sér? Þá væri kannski húmorinn í lagi hjá liðinu.” Sigurður Bjarnason í DV um Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara í handbolta . sport@frettabladid.is ÞJÁLFARINN Í SÍMANUM Ásgeir Sigurvinsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hér er hann í símanum meðan á æfingu íslenska landsliðsins stóð í Laugardalnum í gær. Fréttablaðið/Róbert Mikilvægt að byrja vel Ísland mætir Búlgörum í fyrsta leik forkeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli á morgun. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari segir mikilvægt að byrja keppnina vel. Rúnar Kristinsson verður ekki með. ■ ■ LEIKIR  17.00 U -21 árs lið Íslands og Búlgaríu mætast á Víkingsvell- inum í forkeppni Evrópumóts- ins. Þetta er annar leikur liðsins undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar fyrrverandi landsliðsþjálfara. ■ ■ SJÓNVARP  17.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Í Pregame Show hittast breskir knattspyrnuspekingar og spá og spekúlera í leiki helgarinnar. Farið er yfir stöðuna og hitað upp fyrir næstu leiki  18.45 Íþróttir um allan heim á Sýn. FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur veitt Chel- sea og CSKA Moskvu heimild til að taka þátt í Meistaradeild Evr- ópu og hefur jafnframt staðfest að rússneski auðjöfurinn Roman Abramóvitsj eigi ekki ráðandi hlut í Moskvuliðinu. Liðin drógust saman í riðil í Meistaradeild Evr- ópu í síðustu viku og vegna mein- tra tengsla Abramóvitsj við CSKA ákvað UEFA að rannsaka tengslin. Ef Abramóvitsj hefði átt ráðandi hlut í rússneska félaginu hefðu bæði lið verið dæmd úr leik. Stjórnir beggja liða lýstu því strax yfir að auðjöfurinn ætti ekki ráðandi hlut í rússneska fé- laginu. „Lögfræðingar okkar hafa skoðað málið eins og er gert í hvert sinn sem deildin hefst. UEFA vaktar öll félög sem taka þátt í mótum á vegum sambands- ins,“ sagði í yfirlýsingu sem UEFA sendi frá sér. Samkvæmt lögum Evrópu- sambandins og UEFA má sami aðili ekki eiga ráðandi hlut í tveimur félögum sem taka þátt í sama mótinu. Engar reglur eru hins vegar til um hversu háir styrkir geta verið. Stjórn UEFA ýjaði að því í síðustu viku að herða þyrfti þær reglur en það það kom í kjölfar þess að CSKA gerði styrktarsamning við rúss- neska olíufyrirtækið Sibneft upp á 54 milljónir punda, sem samsvarar um sjö milljörðum íslenskra króna. Abramóvitsj er fyrrum eigandi fyrirtækisins og á enn bróðurpartinn af hluta- bréfum þess. Chelsea mætir CSKA í London þann 20. október en liðin eigast síðan aftur við í Moskvu þann 2. nóvember. Chelsea og CSKA fá að leika í Meistaradeildinni: Sjö milljarða í styrk ROMAN ABRAMÓVITSJ Rússneski auð- jöfurinn á ekki ráðandi hlut í CSKA. Fyrir- tæki sem hann á stærstan hlut í styrkti fé- lagið hins vegar um 54 milljónir punda. Sýslumaðurinn á Húsavík UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Útgarði 1, Húsavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Álftanes, jörð og ræktað land, Aðaldal, þingl. eig. Völundur Hermóðsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 10:00. Ásgata 23, Raufarhöfn, M 01-0201, fastanr. 216-7104, þingl. eig. Jón Sigurbjörn Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóð- ur, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 10:00. Brúnagerði 1, neðri hæð, Húsavík, ásamt vélum og tækjum, þingl. eig. Meindýravarnir Íslands ehf, gerðarbeiðandi Ís- landsbanki hf, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 10:00. Garðarsbraut 22b, 010101, Húsavík, þingl. eig. Garðvík ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 10:00. Höfði 24b, Húsavík, þingl. eig. Vík ehf,trésmiðja, gerðarbeið- endur Formaco ehf og Húsasmiðjan hf, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 10:00. Lykilhótel Mývatni, (Barnaskóli í Skútustaðahreppi) með lóðaréttindum, þingl. eig. Lykilhótel hf, gerðarbeiðandi Skútustaðahreppur, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 10:00. Thór ÞH (0229), skólaskip ásamt rekstrartækjum, þingl. eig. Sjóferðir Arnars ehf, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Reykjavíkurhöfn, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 10:00. Vesturvegur 7, Þórshöfn, þingl. eig. Steinunn Björg Björns- dóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv, Og fjarskiptiÝ hf og Sýslumaðurinn á Húsavík, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Húsavík, 1. september 2004. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31 1 2 3 4 5 6 Föstudagur SEPTEMBER  19.40 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeild Evrópu.  20.05 Mótorsport 2004 á Sýn. Sýnt frá torfærunni á Blönduós.  20.35 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta. Rallíbílar, kappakstursbílar, vélhjól og ótal margt fleira.  21.00 Íslandsmótið í Mótorcross á Sýn.  23.40 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV. Upptaka frá mótinu sem fram fór í Brüssel fyrr um kvöld- ið. FÓTBOLTI Ísland mætir Búlgaríu í fyrsta leik forkeppni heimsmeist- aramótsins á Laugardalsvelli á morgun. Ásgeir Siguvinsson landsliðsþjálfari segir leikinn afar mikilvægan fyrir það sem koma skal en næsti leikur verður gegn Ungverjum á miðvikudag- inn kemur. „Við vitum að það er mjög mikilvægt að byrja svona keppni vel. Heimavöllurinn á að færa okkur styrk til að hala inn stig og við munum leggja áherslu á að mæta vel stemmdir til leiks, vinna varnarvinnuna okkar vel og sækja þegar við getum,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í gær. „Búlgarir eru með sterkt lið og ekki auðunnir en við reynum að taka það jákvæða með okkur sem við höfðum í síðasta leik og halda uppi sömu einbeitingu og baráttu í liðinu. Þá getur allt gerst.“ Landsliðsþjálfarinn segir að sigurleikurinn gegn Ítalíu hafi veitt liðinu mikið sjálfstraust. „Við megum samt ekki taka þann leik of alvarlega – þessir æf- ingaleikir eru til að prófa sig áfram. Við sögðum fyrir þann leik að við værum komnir á lokastig í undirbúningi okkar og búnir að fara í gegnum nokkra vináttu- leiki. Þetta var niðurstaðan og hún tókst mjög vel. Við verðum að vona að strákarnir verði eins stemmdir og dagsformið var gegn Ítölum,“ segir Ásgeir. Rúnar meiddur Rúnar Kristinsson er meiddur og getur ekki leikið með gegn Búlgörum og óvíst hvort hann verði klár í slaginn gegn Ungverj- um. „Það kemur maður í manns stað og við höfum ekki tekið ákvörðun um það hver tekur hans stöðu. En það er mikil barátta um sæti í liðinu og það verður smá höfuðverkur fyrir okkur að finna rétta manninn.“ Ásgeir segir að íslenska liðið hafi tekið talsverðum breytingum á undanförum mánuðum. „Við vorum að vinna í því að láta menn halda boltanum betur og prófuðum að spila framar á vellinum á Englandi. Það kemur til með að sitja í mönnum þó við færum okkur aftar á völlinn og leggjum áherslu á góðan varnar- leik. Að því leytinu til held ég að það hafi verið gott og það kemur til með að sitja í undirmeðvitund- inni hjá þeim að þeir megi taka niður boltann og spila honum,“ segir Ásgeir sem ætlar að still upp sama leikkerfi og undanfarið, 3-5-2. kristján@frettabladid.is 42-43 (34-35) Sport 2.9.2004 21:40 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.