Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 44
FÓTBOLTI Nokkrir vaskir menn hafa stofnað Félag fyrrverandi A- landsliðsmanna í knattspyrnu. Formlegur stofnfundur verður haldinn á morgun á Grand Hótel fyrir viðureign Íslendinga og Búlgara. Gömul hugmynd Guðni Bergsson og Eyjólfur Sverrisson, báðir fyrrum lands- liðsfyrirliðar, eru aðstandendur klúbbsins. Ætlunin er að félags- menn komi saman fyrir lands- leiki, fari yfir stöðu mála og rifji upp gamla og góða tíma í boltan- um. „Þessi hugmynd hefur verið á borðinu hjá okkur í þó nokkur ár,“ segir Guðni Bergsson. „Plan- ið var að hóa saman gömlum landsliðsmönnum og halda hóp- inn, enda margir eignast góða félaga gegnum veru sína í lands- liðinu. Því var kýlt á að setja saman einhver konar samtök eða félagsskap þar sem menn gætu hist og átt saman góðar stundir.“ Stuðningshópur KSÍ Guðni segir að hann og Eyjólf- ur hafi hist og rætt saman undan- farið. Ákveðið hafi verið að boða sem flesta á stofnfund félagsins. „Hugmyndin er að gera ein- hverja skemmtilega hluti saman og getum við í leiðinni verið ein- hvers konar stuðningshópur fyrir KSÍ og landsliðið“. Áformað var að hópurinn myndi leika einhverja sýninga- leiki við sérstök tækifæri. „Þá gætum við leikið til styrktar ein- hverju góðu málefni og væri þar kærkominn vettvangur að setja saman gamalt landslið fólki til skemmtunar. Mögulegt væri að keppa við einhver félagslið við góð tilefni.“ Ekki gamlir og grobbnir Aðspurður hvort þetta gamla landslið skáki veldi núverandi landsliðs sagði Guðni að það væri ekki markmið félagsins og að menn þyrftu að leika samkvæmt getu hvers og eins enda flestir orðnir í eldri kantinum á mælik- varða knattspyrnunnar. „Það gætu orðið skemmtilegir leikir ef við fengjum tækifæri til að spila við landsliðið.“ Og svo er spurn- ing hvort liðið myndi nú vinna. „Ja, erum við ekki orðnir gamlir og grobbnir karlar?“ segir Guðni og hlær við. „Við getum alltaf sagt að við ynnum þá svo lengi sem við yrðum ekki látnir spila leikinn!“ Öll málin verða kynnt til hlítar á stofnfundinum sem verður á morgun, laugardag, kl. 14.00 í Háteigssal á efstu hæð Grand Hótels. smari@frettabladid.is Myndum vinna A-landsliðið Guðni Bergsson er annar af aðstandendum nýstofnaðs Félags fyrrverandi A-landsliðsmanna. Hugmyndin hefur verið uppi á borðinu í nokkur ár en nú létu menn verða af því. 36 3. september 2004 FÖSTUDAGUR GAMALL EN GÓÐUR Guðni Bergsson og Eyjólfur Sverrisson ætla að safna saman gömlum landsliðsmönnum. Guðni segir þá ekki gamla og grobbna og segist alltaf geta unnið leikina svo lengi sem hann spili þá ekki. Stofnfundur félagsins verður haldinn í dag. Fréttablaðið/Hari FÓTBOLTI Íslenska U-21 árs landslið- ið í knattspyrnu mætir því búlg- arska í fyrsta leik undankeppni EM á Víkingsvelli í dag klukkan 17. Fréttablaðið sló á þráðinn til þjálfara íslenska liðsins, Eyjólfs Sverrissonar, en þetta er einmitt fyrsti alvörulandsleikurinn undir hans stjórn. Stefnan hlýtur að vera sett á sigur á heimavelli. „Jú, mikil ósköp,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Við ætlum ekki að búa til eitthvað múrverk, spilum þó að sjálfsögðu varnarleik þegar við erum ekki með boltann og reynum að sækja þegar við erum með bolt- ann, gerum þetta ekkert flókið.“ Aðspurður segir Eyjólfur að hann hafi ekki undir höndum miklar upplýsingar um Búlgar- ana. „Við rennum nokkuð blint í sjóinn með styrkleika búlgarska liðsins. Vitum í sjálfu sér ekki mjög mikið um þetta lið en það er samt nokkuð ljóst að þeir eru góðir. Búlgarar eru þekkt knatt- spyrnuþjóð, hafa í gegnum tíðina átt mjög marga góða knatt- spyrnumenn, fljóta og tekníska. Lið okkar er einnig sterkt og við mætum fullir sjálfstrausts til leiks.“ En hvernig hefur Eyjólfi líkað að vinna með þessum ungu knattspyrnumönnum? Manni finnst nú ekki svo langt síðan hann var í þessu liði. „Tíminn líð- ur svo sannarlega hratt, það er á hreinu. En þetta er spennandi og krefjandi verkefni sem gaman er að taka þátt í. Þetta er frábært tækifæri fyrir þessa stráka til að láta eftir sér úti í löndum, á þess- um vettvangi steig ég einmitt mín stærstu skref í átt að atvinnu- mennsku,“ sagði Eyjólfur Sverr- isson. U-21 árs liðið mætir Búlgörum á Víkingsvelli í dag: Stefnan sett á sigur EYJÓLFUR SVERRISSON Landsliðsþjálfari U-21 árs liðsins stendur í ströngu í dag þegar það tekur á móti Búlgörum á Víkingsvelli. Liðið tapaði fyrsta leiknum undir stjórn Eyjólfs. 44-45 (36-37) Sport 2.9.2004 21:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.