Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 3. september 2004 Harold and Kumar Go to White Castle Internet Movie Database - 7.4 /10 Rottentomatoes.com - 74% = Fersk Metacritic.com - 60 /100 Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Times - 3 stjörnur (af fimm) FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Það verður efnt til hressilegrar forsýningar í Sambíóunum við Álfabakka í kvöld þegar boðið verður upp á það sem þeir kalla „double feature“ og fólki gefinn kostur á að sjá nýjustu mynd Tom Hanks, The Terminal, og nýju Tom Cruise myndina, Collateral, strax á eftir. Sem sagt tvöfaldur Tommi í bíó. Það er sjálfur Steven Spiel- berg sem leikstýrir The Terminal en hann og Hanks hafa átt far- sælt samstarf í gegnum árin. Þar leikur Tom Hanks mann sem kemur til Bandaríkjanna ríkis- fangslaus og er því gert að halda til á flugstöðinni. Og þá er ekki verið að tala um einhverja smá- bið. Hann verður bókstaflega að búa þar. Þokkadísin Catherine Zeta-Jones leikur á móti Hanks í þessari hugljúfu mynd að hætti Spielbergs sem öðrum fremur kann að spila með tilfinningar áhorfenda. Forsýningin hefst klukkan 10.10 og þegar Hanks hefur lokið sér af verður gert hlé. Síðan mæt- ir Tom Cruise til leiks en hann leikur kaldrifjaðan leigumorð- ingja í þessari nýju mynd Michaels Mann sem gerði meðal annars Heat með þeim félögum Al Pacino og Robert De Niro. Miðinn á sýninguna í VIP-saln- um kostar 2.900 krónur á báðar myndirnar en í almennum sal kostar pakkinn 1.200 krónur. ■ Bandaríski kvikmyndaleikstjór- inn Quentin Tarantino íhugar þessa dagana að gera þriðju útgáf- una af Kill Bill-myndunum með því að binda hinar tvær saman. Kæmi hún væntanlega út á DVD- diski. Upphaflega áttu Kill Bill 1 og 2 að vera ein og sama myndin en framleiðendur voru ekki á sama máli og Tarantino. Ákváðu þeir að skipta myndinni í tvennt vegna þess hversu löng hún var og ólík- leg til að lokka fólk í bíó. „Það er ekki svo einfalt að myndunum sé bara splæst sam- an,“ sagði Tarantino í nýlegu við- tali. „Það verða lítilsháttar breyt- ingar og hlé eins í myndum frá sjöunda áratugnum.“ Hann býst einnig við að efni sem ekki hefur sést áður verði að finna í nýju myndinni. Tarantino hefur nýlega lýst því yfir að hann vilji leikstýra nýrri James Bond-mynd sem yrði byggð á sögunni Casino Royale. Hefur Pierce Brosnan, sem hefur leikið njósnara hennar hátignar undan- farin ár, tekið vel í að leika í mynd- inni. Næsta mynd Tarantino heitir Inglorious Bastards og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Michael Madsen verður þar í aðalhlut- verki. ■ TARANTINO OG HANNAH Quentin Tarantino ásamt Daryl Hannah, sem leikur í Kill Bill 2. Kill Bill 1 og 2 splæst saman TOM CRUISE Þessi annálaði góði gæi leikur illmenni í Collateral. Myndin verður sýnd í kvöld beint á eftir The Terminal, sem skartar öðlingnum nafna hans Hanks í aðalhlutverki. Tvöfaldur Tommi í bíó Dís (Engir erlendir dómar) 50-51 (42-43) Bíósíða 2.9.2004 21:04 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.