Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 56
48 3. september 2004 FÖSTUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI JASON BOURNE ER KOMINN AFTUR SMS LEIKUR MEIRI HRAÐI, MEIRI SPENNA OG OFSAFENGIN ÁTAKAATRIÐI FRUMSÝND 27. ÁGÚST VILTU MIÐA? SENDU SMS SKEYTIÐ JA BSB Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið 9. HVER VINNUR. VINNINGAR ERU: MIÐAR Á MYNDINA · DVD MYNDIR · MARGT FLEIRA. David Schwimmer, sem lék Ross íFriends, ætlar næst að leikstýra gamanmyndinni Run, Fat Boy, Run. Fjallar hún um mann sem á við offituvandamál að stríða og reynir að heilla fyrr- verandi kærustu með því að taka þátt í New Yo r k - m a r a þ o n i n u . Schwimmer hefur áður leikstýrt þó nokkrum Friends-þáttum auk þess sem hann mun leikstýra nokkrum Joey-þáttum með Matt LeBlanc í aðalhlutverki. Indverski leikstjórinn Mira Nair hef-ur verið beðin um að leikstýra næstu Harry Potter-mynd sem kemur út 2007. Ber hún heit- ið Harry Potter and the Order of the Phoenix. Nair, sem leikstýrði m.a. mynd- inni The Monsoon Wedding, hefur nýlok- ið við að lesa handrit myndarinnar og er ákvörðunar hennar að vænta innan skamms. Jim Caviezel, sem fór með aðalhlut-verkið í The Passion of the Christ, verður að öllum líkindum næsti Superman. Ný mynd um ofurmennið er í vændum og hefur leit staðið lengi að að- alleikaranum. Stjörnur á borð við Jude Law, Josh Hartnett og Brendan Fraser hafa þegar neit- að að klæðast rauðu skikkjunni. Hjartaknúsarinn Tom Cruisesnæddi nýverið kvöldverð á Spáni með fyrrverandi kær- ustu sinni Penelope Cruz. Cruise var í Madríd til að kynna nýjustu mynd sína, Collateral, á meðan Cruz var þar stödd til að taka upp auglýsingu. Cruise og Cruz eru góðir vinir þrátt fyrir sambandsslitin fyrr á árinu en ekki er talið að þau muni byrja aftur saman. Söngkonan Jennifer Lopez hefurrekið förðunarfræðing sinn eftir að hafa komist að því að hann lak ýmsu slúðri um hana til fjöl- miðla. Lopez lagði kauða víst gildru og sagði honum ósanna frétt um sig. Þegar fulltrúar hennar fengu síðan símtöl frá fjöl- miðlum vegna fréttarinnar var Lopez viss í sinni sök og lét hann taka pok- ann sinn. Pete Doherty, fyrrum söngvarirokksveitarinnar The Libertines, hefur fengið fjögurra mánaða skilorðs- bundinn dóm fyrir að hafa í fórum sér gríð- arstóran hníf. Fannst hann þegar lögregl- an stöðvaði hann á bíl sínum í London fyrr í sumar. Doherty, sem er 25 ára, hafði áður játað sekt sína. Hljómsveitin Franz Ferdinand hefurbætt sex nýjum lögum við tónleika- dagskrá sína. Sveit- in er einnig byrjuð að vinna að annarri plötu sinni en ekki er víst hvenær hún kemur út. VINSÆLL CRUISE Leikarinn Tom Cruise er vanur að heilsa upp á aðdáendur sína og gefa þeim eigin- handaráritanir. Sú varð einmitt raunin í Þýskalandi þegar hann mætti til frumsýn- ingar á nýjustu mynd sinni, Collateral. Rat Pack-söngsýningin sem helg- uð er minningu gulldrengjanna Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis jr. hefur göngu sína á ný í Broadway á laugardaginn. Það er sem fyrr söngvarinn Geir Ólafsson sem keyrir sýninguna áfram en hún gekk feikivel í fyrra. „Við mætum til leiks með liðs- auka núna en Karl Örvarsson og Egill Ólafsson hafa bæst í hóp- inn,“ segir Geir, sem fullyrðir að sýningin hafi nú þegar vakið at- hygli út fyrir landsteinana. „Þetta er stórsýning og það er væntan- legur til landsins maður frá Las Vegas sem sérhæfir sig í að skrifa um svona sýningar. Þeim þykir það nefnilega stórmerkilegt þarna úti að okkur takist að halda þessu sjói gangandi á jafn litlu landi. Sýningin okkar hefur það líka umfram aðrar svona sýningar í Evrópu að við erum með 22 manna big band, nákvæmlega eins og þetta var í Vegas þegar Rat Packið var upp á sitt besta. Þannig að sándið hjá okkur er al- veg gígantískt.““ Geir segir að sýningin sé gott dæmi um hversu íslendingar séu framarlega í uppsetningum af þessu tagi. „Við leggjum gríðar- legan metnað í það sem við erum að gera og eigum þá ósk heitasta að fólk komi og sjái okkur og sýni okkur þannig stuðning. Þetta er bara eins og landsleikur og við getum ekki haldið þessu áfram nema fólk mæti. Við trúum því og treystum að ef það er hægt að fá húsfylli hjá James Brown og Lou Reed þá eigi það líka að vera hægt hjá okkur enda erum við ekkert síðri. Það er bara svo einfalt.“ Geir segir að það sé mikill styrkur fólginn í því að hafa feng- ið Egil Ólafsson í liðið. „Það er al- veg ljóst að þarna er á ferðinni einn besti listamaður þjóðarinnar og okkur sem stöndum að sýning- unni er það öllum mikill heiður að hann skuli vera með okkur.“ Geir segir að kapparnir muni setjast niður eftir frumsýninguna og fara yfir viðbrögðin og viðtök- urnar. „Ef við náum að fylla kof- ann verða auðvitað fleiri sýning- ar.“ ■ Ekkert síðri en James Brown GEIR ÓLAFSSON Er í miklum ham um þessar mundir og setur íþróttamannslegan metnað í að laða fram alvöru Vegas-stemningu á Broadway ásamt valinkunnum atvinnumönnum. 56-57 (48-49) Fólk 2.9.2004 22:01 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.