Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 63
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Að 65 ár voru liðin síðan Þjóð- verjar réðust inn í landið. Í sex ár. 80. 55FÖSTUDAGUR 3. september 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Raunverulegt fjölskyldudrama Brátt ræðst Árni Ólafur Ásgeirsson í upptökur á kvikmynd í fullri lengd sem hann hefur eytt þremur árum í að skrifa. „Mér finnst ég kannski nálgast að verða fullorðinn,“ segir leikstjórinn, sem menntaði sig í Pól- landi og fékk skólabróður sinn, Deni- jal Hasanovic, til að hjálpa sér með handrit að fyrstu alvöru bíómyndinni. Hún hefur fengið vinnuheitið Blóð- bönd og er að mestu fullfjármögnuð. Á undanförnum árum hefur Árna tek- ist vel til við stuttmyndagerð en út- skriftarverkefni hans úr kvikmynda- skólanum, stuttmyndin PS, fékk góð- ar viðtökur víða og var sýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri myndanna Íslenski draumurinn, Maður eins og ég og síðast Stuð- mannaframhaldinu Í takt við tímann. Nú blasir alvaran við og Árni getur varla beðið. „Ég hlakka mikið til að leikstýra mynd á Íslandi og ætla að gera það eins vel og hægt er. Það er svo mikið af hæfileikaríku fólki hérna, góðu tökuliði og leikurum, í raun er það bara ég sem get klúðrað málunum.“ Blóðbönd er raunsæ og dramatísk fjölskyldusaga sem gerist í nútíman- um og fjallar um hjón sem eiga tíu ára dreng og von á öðru barni. „Þau hafa komist yfir erfiðustu hjalla hjónabandsins og eru sátt við sín hlut- skipti í lífinu þegar maðurinn upp- götvar að hann er ekki blóðfaðir drengsins. Við fylgjumst með því hvernig tilvist mannsins hrynur á augabragði. Ótal spurningar vakna sem eflaust snerta margar fjölskyld- ur í dag þegar hjónaskilnuðum fer fjölgandi og algengt er að fólki ali upp börn annarra,“ segir Árni sem játar á sig sérstakan áhuga á fjölskyldusög- um. Hilmar Jónsson hefur verið ráð- inn í hlutverk mannsins og á næstu dögum skýrist hverjir fara með önn- ur hlutverk. Aðdragandi myndarinnar var langur og þrjú ár tók að ljúka við handritið. „Strax eftir útskriftina úr skólanum í Póllandi settumst við Denijal niður og byrjuðum að skrifa tvö handrit. Annað var Blóðbönd og hitt var að kvikmynd sem hann mun leikstýra úti. Okkur þótti mjög hent- ugt að vinna þetta samhliða, tókum tveggja vikna skorpu í mínu handriti, tæmdumst af hugmyndum og feng- um ógeð. Þá snerum við okkur að hans mynd og svona gekk þetta í nokkurn tíma. Næsta skref er að undirbúa upptökurnar, sem áætlað er að fari fram í janúar.“ Snorri Þórisson er framleiðandi myndarinnar og fyrirtæki hans Pegasus mun annast upptökurnar. thorat@frettabladid.is VILTU MIÐA? Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SENDU SMS SKEYTIÐ JA TBB Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. 9. HVER VINNUR. VINNINGAR ERU MIÐAR Á MYNDINA · DVD MYNDIR · MARGT FLEIRA. KVIKMYNDIR ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ■ leikstýrir sinni fyrstu mynd í fullri lengd. ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Leikstjórinn hefur sérstakan áhuga á fjöl- skyldum og fjallar um dramatískt fjöl- skylduuppgjör í fyrstu kvikmynd sinni. Lárétt: 1 ástand, 6 hjúpur, 7 skóli, 8 í röð, 9 nóa, 10 konunafn, 12 sjór, 14 skordýr, 15 á þessari stundu, 16 tímabil, 17 skelfing, 18 kind. Lóðrétt: 1 rámi, 2 kveðið, 3 sólguð, 4 umsvif, 5 kveikur, 9 sár, 11 sofa, 13 konunafn, 14 læsing, 17 mjög æst. Lausn: Lárétt: 1horfur, 6ára,7ma, 8st, 9ask, 10 rut, 12mar, 14lús, 15nú, 16 ár,17 ógn, 18sauð. Lóðrétt: 1hási, 2ort, 3ra, 4umstang, 5 rak, 9aum, 11kúra, 13 rúna,14lás, 17 óð. Hinn „faglegi“ spjallvettvangurBlaðamannafélags Íslands á net- slóðinni press.is hefur verið átakan- lega dapurlegur undanfarna mánuði. Fastagestir þar virðast þó binda ein- hverjar vonir við að spjallglaðir blaðamenn hressist með haustinu og láti að sér kveða. Róbert Marsh- all, formaður BÍ, fer á undan félög- um sínum með góðu fordæmi og reynir að kalla fram viðbrögð við grun um að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé í pípunum: „Skyldi einhver ein- hverstaðar vera að semja nýtt fjöl- miðlafrumvarp? Datt þetta svona í hug. Það líður að hausti og búið að boða nýtt frumvarp með haustinu. Vona að Blaðamannafélagið fái að heyra af þessu áður en Davíð birtist með það, tilbúið, á tröppum utanrík- isráðuneytisins.“ Formaðurinn viðrar í framhaldinu skoðanir sínar á hugs- anlegum hömlum á starfsemi fjöl- miðlafyrirtækja og segir meðal ann- ars: „Ég tel að skorður við eignar- haldi markaðsráðandi fyrirtækja séu eðlilegar við 20–30%. Í Þýskalandi má enginn einn aðili ráða meiru en 30% sjónvarpsmarkaðar mælt í út- breiðslu eða 25% sé sá hinn sami markaðsráðandi á annarrs konar fjöl- miðlamarkaði.“ Þá telur Róbert koma til greina að setja skorður við eignar- haldi sömu aðila á dagblöðum og ljósvakamiðlum en leg- gst gegn banni.“ Fáir kollegar Róberts hafa lagt orð í belg um þetta mál, sem átti hug stéttarinn- ar allar í sumar. 62-63 (54-55) Fólk aftasta 2.9.2004 21:05 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.