Fréttablaðið - 09.09.2004, Page 1

Fréttablaðið - 09.09.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR ER SIÐMENNINGIN ÓNÁTTÚRU- LEG? Þeirri spurningu verður velt upp í hádegisfyrirlestri Katarinu Leppänen heimspekings í stofu 101 í Odda í Há- skóla Íslands. Nefnist erindi hennar „Is Civilisation Unnatural? Reflections on Elin Wägner’s Alarm Clock.“ DAGURINN Í DAG SKÚRIR SUNNAN TIL OG VESTAN Bjart á Norðausturlandi, annars fremur skýjað. Hiti 9-15 stig hlýjast á Norðaustur- landi. Sjá síðu 6 9. september 2004 – 245. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● heimili ● fjármál Vill óhefðbundin föt Marentza Poulsen: ● 20 árum síðar Geta enn tekið sénsa Grafík: ▲ SÍÐA 36 ÆVINTÝRAFERÐ Í ÞÓRSMÖRK Þrír öflugir Unimok-jeppar Björgunarsveitar- innar Dagrenningar á Hvolsvelli og Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu ferjuðu sextíu skólakrakka yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöld. Sjá síðu 4 KONUNGUR SEGIR ÍSLAND BREYTT Karl Gústaf Svíakonungur segir að Ísland hafi gjörbreyst síðan hann kom síðast. Hann furðar sig á hinum mikla uppgangi sem hér hafi greinilega ríkt. Sjá síðu 6 ÞÖRF Á ÖÐRUM NORÐURLJÓSUM Bandarískum fjölmiðlafræðingi reiknast svo til að samþjöppun á íslenskum fjölmiðla- markaði sé veruleg. Þörf sé á öðrum Norð- urljósum til að jafnvægi náist. Sjá síðu 10 ÓLGA Í FJÁRMÁLAHEIMINUM Ólga er í fjármálaheiminum eftir ummæli aðstoðarforstjóra Íslandsbanka um mögu- lega sameiningu bankans við Landsbanka Íslands. Sjá síðu 18 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 28 Sjónvarp 40 STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson fann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins allt til foráttu í ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð fiskveiða sem haldin var á Akureyri í gær. Sagði hann Evrópusambandið á villigötum vegna þess að fiskveiðar væru ekki stundaðar með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi. Niðurgreiðslur aðildarríkja verða til þess að fjárfestingar innan greinarinnar skila ekki arði og auk þess sé floti Evrópu- sambandsríkja of stór og dýr til að núverandi stefna geti gengið. Til að bæta gráu ofan á svart sé allt eftirlit á hafsvæðum sam- bandsins í molum. Mat Halldór það svo að meðan þetta ástand væri viðvarandi væri enginn ávinningur í því að sækja um aðild að bandalaginu, enda kæmi ekki til greina að eftirláta stjórn fiskveiða í hendurnar á Evrópusambandinu við þessar að- stæður. Líkti hann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins við nýlendu- stefnu. Áheyrendur, sem margir hverj- ir stjórna alþjóðlegum sjávarút- vegsfyrirtækjum, voru ánægðir með ræðu ráðherra og hafði einn fundarmanna á orði í umræðum eftir framsögur að sjaldgæft væri að stjórnmálamaður talaði með svo skýrum hætti um Evrópusam- bandið og fiskveiðistefnu þess. „Á sínum tíma flutti ég ræðu í Berlín þar sem ég ræddi um þessi mál frá sjónarhóli ríkjanna hér við Norður-Atlantshaf og sagði mínar skoðanir á því hvernig hægt væri að koma til móts við þessar þjóðir. Það má segja að þessi ræða sé að hluta til frekari útlistun á því hvers vegna hlutirnir gangi ekki upp eins og þeir eru í dag og hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari sam- vinna verði við okkur hér í Norð- vestri,“ segir Halldór. albert@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Sjá síðu 2 Fann fiskveiðistefnu ESB allt til foráttu Utanríkisráðherra hafði fátt gott um sjávarútvegsstefnu ESB að segja á ráðstefnu á Akureyri í gær. Fundarmenn, sem margir stjórna stórum sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópusambandinu, virtust flestir á sama máli. 36%50% VEÐRIÐ Í DAG LANDBÚNAÐUR Nýjar kenningar um orsakir riðuveiki eru komnar fram í kjölfar sauðfjárriðu sem upp kom á bænum Árgerði í Skagafirði í sumar. Guðbrandur Jónsson, sem vinnur að rannsókn- um tengdum hagnýtingu lífræns úrgangs við metangasframleiðslu, telur riðu orsakast af gasmengun frá dýraúrgangi. Guðbrandur segir mælingar hafa leitt í ljós eiturgas í fjárhús- inu í Árgerði. Í fjárhúsinu hafði um skeið runnið vatn í flórinn en „biogasgerjun“ segir hann eiga sér stað þegar vatn liggur með mykju í einn til tvo mánuði. Kannanir á áhættuþáttum gasvinnslu, segir Guðbrandur, hafa leitt í ljós mjög hættulegar gasteg- undir á borð við brennisteinsvetni, köfnunarefniskoltvísýring og kol- sýring. „Í uppgufun frá þessu er svo ammoníumgas, kolsýringur og metan sem ryður í burt súrefni þannig að kindurnar verða fyrir súrefnisskorti.“ segir hann. Yfirdýralæknir telur kenningar Guðbrands ekki standast, en að sögn Víðis Kristjánssonar, deildar- stjóra á efna- og hollustuháttadeild Vinnueftirlitsins, stefnir í að gerð- ar verði rannsóknir á mögulegri gasmengun frá dýraúrgangi til sveita. Hann segir slíkar rannsókn- ir þó munu verða kostnaðarsamar og ákvörðun um þær verði tekin í stjórn Vinnueftirlitsins. Víðir segir hins vegar möguleg tengsl gasmengunar og riðu í dýrum al- veg fyrir utan verksvið Vinnueftir- litsins. „En við höfum haft áhyggj- ur út af svona mengun á bændabýl- um enda eru slík tilfelli vel þekkt.“ Sjá síðu 4 VIÐ FJÁRHÚSIÐ Í ÁRGERÐI Um mitt sumar greindist riða í sauðfé á bænum Árgerði í Skagafirði. Margrét Kristjánsdóttir, húsfreyja og skógarbóndi í Árgerði, segir að á bænum sé um 500 fjár, en því verði fargað á næstu dögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Vinnueftirlitið íhugar rannsókn á gasmengun: Telur gas valda riðusjúkdómum Nýstárleg auglýsing: Geimkappar á Íslandi KVIKMYNDAGERÐ George Hull, sem bjó til umhverfi Matrix- og Star Wars-kvikmyndanna, og vísindamaðurinn Pascal Lee, sem er einn af stjórnendum bandarísku Mars-stofnunarinn- ar, komu saman hér á Íslandi til að taka upp auglýsingu fyrir Volvo. Hugmyndin er að sýna lífið um borð, enda tunglið, Mars og Ísland þrír áfanga- staðir sem skarta keimlíku landslagi. Það er SagaFilm sem á veg og vanda af gerð myndar- innar sem er sú þriðja í seríu þar sem tveir einstaklingar hittast óvænt um borð í Volvo og leggja upp í ferðalag. Sjá síðu 42 Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins: Bið allt upp í tvö ár FÉLAGSMÁL Um 80 börn á þroska- hömlunarsviði og 50-60 börn á ein- hverfusviði bíða eftir greiningu á Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins. „Hluti þeirra er búinn að fá út- hlutað plássi á næstu sex mánuð- um en það bætir alltaf í,“ sagði Stefán J. Hreiðarsson forstöðu- maður stöðvarinnar. „Við höfum því kosið að nálgast þetta frekar út frá biðtímanum. Þannig að ef grunnskólabarn er grunað um þroskahömlun, þá erum við að tala um biðtíma allt upp í tvö ár.“ Nýtt húsnæði í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 100 fer- metrar að stærð, var tekið í notkun í gær. Sjá síðu 16 HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Var ómyrkur í máli í garð ESB í gær. 01 8.9.2004 22:20 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.