Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 4
4 9. september 2004 FIMMTUDAGUR VATNAVEXTIR Þrír öflugir Unimok- jeppar Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu ferjuðu sextíu skólakrakka yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gær- kvöldi. Rútur sem flytja áttu nem- endurna heim á leið eftir sólar- hringsferð komust ekki yfir ána vegna vatnavaxta. Hóparnir voru tveir. Annar úr Rimaskóla og hinn úr Borgar- holtsskóla. Rúta með þrjátíu nem- endum tíunda bekkjar Rimaskóla rétt slapp yfir ána um ellefu leyt- ið í morgun og biðu þeir við ár- bakkann eftir félögum sínum. Jónína Ómarsdóttir, umsjónar- kennari í unglingadeild Rima- skóla, segir að vel hafi gengið að koma hópnum yfir. Krakkarnir hefðu þó verið orðin svöng og mál að pissa þegar leið á kvöldið. „Þau voru spennt og litu á björgunina sem Survivor ferð. Þau voru ofsalega kát með ævin- týrið sem krökkunum fannst skemmtilegur bónus.“ Foreldrar voru áhyggjufullir og hringdu Í Rimaskóla þar sem Marta Karlsdóttir, deildarstjóri unglingadeildar, var fyrir svör- um: „Börnin voru örugg allan tím- ann og fóru ekki að neinu óðslega. Það var aldrei nein hætta.“ Óli Ágústsson var meðal nem- enda í ferðinni. „Það voru allir geðveikt spenntir og svaka mikið í ánni. Svo voru stelpurnar svolítið hræddar á köflum. Við þurftum að bíða geðveikt lengi við ána en fórum út og urðum frekar blaut enda grenjandi rigning. Þetta var þvílíkt ævintýri.“ ■ Niðurskurður óþarfur ef tilgáta reynist rétt Landlæknir hafnar tilgátum um að eiturgas valdi riðusjúkdómum og ætlar ekki að rannsaka málið. 500 fjár verður fargað á næstunni vegna riðu í Árgerði í Skagafirði. Þar kom áður upp riða árið 1985. LANDBÚNAÐUR Riða kom upp á bænum Árgerði í Skagafirði um mitt sumar. Á bænum er um 500 fjár sem fargað verður á næstu dögum og urðað á Sauðárkróki, að sögn Margrétar Kristjánsdóttur, húsfreyju og skógarbónda í Ár- gerði. Riða kom áður upp á bæn- um árið 1985, en það ár og næstu ár þar á eftir, stakk hún sér líka niður í sumum nærliggjandi bæja. Margrét segir tilgátu Guðbrands Jónssonar um að riða orsakist af gaseitrun allrar at- hygli verðar og vonast til að hún verði skoðuð með opnum huga og rannsökuð nánar. Eigi tilgátan við rök að styðjast er í raun óþarfi að farga búfénaði þar sem riða kemur upp, enda orsakast veikin þá af aðbúnaði dýranna en ekki smiti. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir hins vegar embættið ekki telja vangaveltur Guðbrands skoðunar verðar. „Vitað mál er að riða berst með ákveðnu smitefni sem kallað er príon þannig að þetta á ekki við nein rök að styðjast,“ segir hann. Halldór tel- ur varla að tilvist gastegunda í gripahúsum kalli á frekari rannsókn e m b æ t t i s i n s . „Mengun ætti þá að koma fram bæði í almennri líðan kinda og svo manna sem gegna fénu.“ Guðbrandur átelur hins vegar að yfirdýralæknisembættið rann- saki bara skepnurnar sem veikj- ast en skoði ekki sjálf gripahúsin. „Þeir mæla hvorki gerla, gas, hita, raka eða eitt né neitt. Það fer eng- inn inn í húsin þar sem riðuveikin kemur upp,“ segir hann. Margét Kristjánsdóttir er óá- nægð með viðbrögð yfirdýralækn- isembættisins við tilgátunum um möguleg áhrif gaseitrunar í gripa- húsunum á bænum. Hún segir ólíklegt að á bænum verði aftur reynt við sauðfjárrækt eftir að skorið verður niður í kjölfar riðusmitsins. „Það væri þá ekki nema til heimilisnota,“ sagði hún og er greinilega slegin yfir því að þessi ógæfa ríði nú yfir aftur. „Þetta er náttúrlega hundleiðin- legt og maður hefur hálfpartinn á tilfinningunni að allir séu hræddir við mann.“ Stutt er á milli bæja í sveitinni og telur hún að einhverj- ir kunni að óttast að aka yfir kindaskít á veginum og bera þannig smit á aðra bæi. „En ég er eiginlega alveg steinhætt að vera hrædd við skítinn. Allt gengur féð saman í fjöllunum þannig að ef smitið væri í skítnum þá væri riða löngu komin út um allt,“ segir hún. olikr@frettabladid.is FRÁ ÞJÓÐAHÁTÍÐ Pólskar stúlkur matreiða pólska rétti. Þjóðahátíð Austfirðinga: Um 50 þjóðir á Austurlandi HÁTÍÐ Þjóðahátíð Austfirðinga verð- ur haldin á sunnudaginn í Íþrótta- miðstöðinni á Egilsstöðum. Á Aust- urlandi búa nú um 1200 manns af erlendum uppruna. Á síðasta ári bjuggu voru þeir um 860. Má rekja fjölgunina nánast alla til fram- kvæmda á Kárahnjúkum. Fjöl- mennustu þjóðirnar eru frá Portú- gal, Póllandi, Ítalíu og Kína einnig eru margir frá Taílandi, Filippseyj- um, Þýskalandi, fyrrum Júgóslavíu, Pakistan, löndum S- Ameríku, Nepal og Norðurlöndun- um. Samtals eru á Austurlandi 54 þjóðir frá öllum heimsálfum. ■ ■ ASÍA Á að bera fólk úr félagslegum íbúðum greiði það ekki leigu? Spurning dagsins í dag: Viltu að Íslandsbanki og Landsbanki sameinist? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 27,15% 72,85% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Nýjar reglur um kornsölu: Tilbúnar strax í haust KORNRÆKT Nýjar reglur um sölu á korni sem ræktað er innanlands eiga að vera tilbúnar í haust. Landbúnaðarráðuneytið vinnur að gerð reglnanna, en hingað til hefur kornrækt bænda nær ein- vörðungu verið til eigin nota, en hefur aukist svo að huga þarf að söluumhverfi í geiranum. Í gærmorgun funduðu í land- búnaðarráðuneytinu fulltrúar framleiðenda, fóðurstöðva, að- fangaeftirlits, b æ n d a s a m - takanna og landbúnaðar- ráðuneytis og fóru yfir þætti sem skoða þarf varðandi sjúkdóma- varnir og fleira. „Þetta var al- mennur fundur til að skiptast á skoðunum á byrjunarstigi,“ sagði Halldór Runólfsson, yfirdýra- læknir sem stýrði fundinum í gær. „Kornrækt hefur gengið svo vel að útlit er fyrir að bændur komi til með að eiga umfram- birgðir. Þetta er ánægjulegt og verið að leita leiða til að hægt verði að standa að sölu með ör- uggum hætti, hvort sem það verð- ur gert með verklagsreglum eða reglugerð,“ segir hann. „Núna er að ganga í gegn kornskurður þannig að við þurfum að hafa nokkuð hraðar hendur þó auðvitað taki nokkurn tíma að þurrka og vinna kornið.“ ■ Í FJÁRHÚSINU Í ÁRGERÐI Í SKAGAFIRÐI Í fjárhúsinu hefur verið lagt byggingarplast yfir þá hluta þar sem mest gasmengun mældist. GUÐBRANDUR JÓNSSON Guðbrandur Jóns- son telur eiturgas undirrót riðusjúk- dóma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA „SURVIVOR“ FERÐ RIMASKÓLA Nemendur voru ánægðir með æsilega haustferð. „Þau áttu að hrista sig saman og gerðu það svo sannarlega í þessari ferð,“ segir deildarstjóri unglingadeildar. Unglingarnir fengu súpu og brauð við heimkomuna. Myndirnar eru úr farsímum nemenda. Björgunarsveitir ferjuðu skólakrakka yfir Steinholtsá: Ævintýraleg ferð í Þórsmörk Mikil áhersla lögð á myndun norður-írskrar heimastjórnar: Von um sátt í Norður Írlandi NORÐUR-ÍRLAND, AP Vonir eru bundnar við að samkomulag náist milli tveggja stærstu stjórnmálaflokka Norður-Írlands á samningafundi í næstu viku um að mynda nýja heimastjórn. Slíkt hefur reynst þeim um megn frá því flokkar harðlínu- manna kaþólikka og mótmælenda urðu tveir stærstu flokkar landsins í þingkosningum í nóvember í fyrra. „Ég trúi því að tækifæri sé fyrir hendi til að ná samkomulagi til frambúðar svo við getum einbeitt okkur að efnahags- og félagsmál- um,“ sagði Paul Murphy, Norður-Ír- landsmálaráðherra bresku stjórnar- innar, sem segir viðræðurnar í næstu viku úrslitastund fyrir friðar- ferlið á Norður-Írlandi. Peter Robinson, varaformaður DUP flokks mótmælenda, var bjartsýnn á samkomulag og sagðist ekki sjá fyrir sér að Írski lýðveld- isherinn, IRA, myndi nokkurn tíma aftur hefja víðtækar árásir eins og þær sem kostuðu þúsundir manna lífið. Óþekktur maður skaut um þrjá- tíu skotum úr hríðskotariffli á lög- reglustöð í Londonderry á Norður- Írlandi í gær. Talið er að hann sé úr hópi ósáttra IRA-manna sem vilja koma í veg fyrir samninga við mót- mælendur og Breta. ■ GERRY ADAMS Formaður Sinn Fein, annars tveggja stærstu flokka Norður-Írlands. Hinn stóri flokkurinn er Lýðræðislegi sambandssinnaflokkurinn. M YN D IR /V ER Ó N ÍK A G U N N AR SD Ó TT IR SEX LÉTUST Í BARDAGA Sex létust í skotbardaga í pakistönskum bæ nærri landamærunum að Afganistan. Bardaginn braust út eftir að sprengja sprakk þar sem hermenn voru á ferð. Ekki lá ljóst fyrir hvort hinir látnu hefðu ráðist á hermennina eða hvort þeir hefðu óvart orðið fyrir skot- um í bardaganum. M YN D /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR VERÐMÆTUM TÖLVUM STOLIÐ Tveimur verðmætum tölvum, staf- rænni myndavél og fleiri raftækj- um var stolið úr húsi við Aragötu í gærkvöld. Þá var skömmu síðar til- kynnt um stuld á myndavél sem metin er á um rúmar 700 þúsund krónur. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en tæknideild lögreglunnar í Reykjavík kannaði verksummerki. UMFERÐARLAGABROT Í KEFLAVÍK Í gær var ökumaður kærður fyrir að vera með of mörg börn í bifreið. Hann var að aka börnunum í skól- ann. Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 122 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem há- markshraði er 90. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR 04-05 8.9.2004 22:25 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.