Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 10
Mun meiri samþjöppun er á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði en í öðrum löndum Evrópu og í Banda- ríkjunum, samkvæmt útreikning- um Elis Noam, fjölmiðlahagfræð- ings og prófessors við Columbia- háskólann í Bandaríkjunum. Hann er einn helsti ráðgjafi yfirvalda þar í landi varðandi samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Noam reiknaði lauslega út fyrir Fréttablaðið samþjöppun á íslensk- um fjölmiðlamarkaði út frá ákveðn- um reikningsstuðli, sem kallast Herfindahl-Hirschman-stuðullinn (HHI). Samkvæmt þeim útreikn- ingum er samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði mjög mikil og töluvert mikið meiri en í þeim lönd- um sem við kjósum að bera okkur saman við. Stærðarhagkvæmni mikil „Það verður að skoða hvaða ástæð- ur eru fyrir þessari miklu sam- þjöppun. Ísland er lítill markað- ur með fá- mennri þjóð og eigin tungumáli. Framleiðsla á fjölmiðlaefni er kostnaðarsöm og stærðarhag- kvæmnin er þar mikil. Fyrsta dagblaðseintak- ið er dýrt í framleiðslu en það kostar lítið að prenta fleiri eintök. Sama er uppi á teningnum með framleiðslu á sjón- varpsefni,“ segir Noam. Hann bendir á að fjölmiðlafyrir- tæki verði að vera af ákveðinni lág- marksstærð og það verði að fela í sér nokkra þætti fjölmiðlastarf- semi svo hægt sé að reka það á sem hagkvæmasta hátt. „Fjölmiðlar inn- an fyrirtækisins geta þá sameinast um fréttaöflun auk markaðssetn- ingar, auglýsinga og annars rekst- urs. Hagkvæmisjónarmiðin benda öll í þessa átt, hvort sem er í Banda- ríkjunum eða annars staðar,“ segir hann. Hann segir að taka þurfi póli- tíska ákvörðun um hversu mikil samþjöppun sé æskileg á fjölmiðla- markaði út frá lýðræðislegu sjónar- miði. „Það verður að gera á hlutlæg- an hátt og burtséð frá því hvaða stjórnmálaástand er við lýði í land- inu á þeim tíma. Það verður að vera samstaða um ákveðinn stuðul sem stjórnamálamenn geta komið sér saman um að sé ásættanlegur miðað við stærð og hagkerfi landsins. Síðan er spurningin hvernig megi koma samþjöppuninni niður í þessa tölu, það er að segja ef samþjöppun- in er meiri en gert er ráð fyrir sam- kvæmt stuðlinum,“ segir Noam. Pólitísk átök Noam segir að hægt sé að fara nokkrar leiðir til þess að draga úr samþjöppun. Ein leiðin sé lagasetn- ing sem takmarki eignarhald. „Þessi leið hefur verið farin í Bandaríkjunum. Síðustu tvo til þrjá áratugi hefur þó verið tilhneiging í þá átt að slaka smám saman á í lög- gjöfinni,“ segir Noam. Mikill pólitískur slagur átti sér stað í Bandaríkjunum á síðasta ári þegar fjölmiðlaráð Bandaríkjanna lagði það til að enn frekar yrði slakað á reglum um fjölmiðla. Fjöl- miðlaráðið er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir bandaríska þingið. „Hvíta húsið hótaði að skrifa ekki undir lögin og fella þar með ákvörð- un fjölmiðlaráðsins úr gildi. Ákvörð- un fjölmiðlaráðsins studdu hins vegar þingmenn úr báðum flokkum, bæði demókratar og repúblikanar. Deilan stóð því milli framkvæmda- valdsins og löggjafarvaldsins. Hvíta húsið hefði tapað málinu í þinginu og því þurfti málamiðlun. Hún var sú að reglunum var breytt lítillega, en ekki eins mikið og framkvæmda- valdið hefði viljað,“ segir hann. Fjölbreytni ekki augljós Hann segir að hægt sé að fara aðra leið en þá að setja lög eða með reglugerðum. Einfaldlega sé hægt að gefa út fleiri útvarpsleyfi fyrir sjónvarp og útvarp. „Fjölgun sjónvarpsstöðva eykur fjölbreytni á markaði og dregur úr samþjöppun. Þá erum við að tala um sjónvarpsstöðvar sem fram- leiða íslenskt efni og reka eigin fréttastofur. Framleiðsla á fréttum er lykilatriði þegar tryggja á fjöl- breytni á fjölmiðlamarkaði, afþrey- ingarefni spilar þar ekki inn í,“ segir Noam. Hann spyr hvers vegna það séu einungis tvær sjónvarpsstöðvar á Íslandi sem reka eigin fréttastofu og senda út fréttir. „Það eru engin lög sem koma í veg fyrir að þær séu fleiri og útvarpsleyfi eru ekki af skornum skammti. Þá er heldur engin lagaleg hindrun gegn útgáfu fleiri dagblaða. Hér er hins vegar hagkvæmnisjónarmið sem spilar inn í. Það er alls ekki víst að hér sé markaður fyrir fleiri fjölmiðla. Það er vel hugsanlegt að aldrei muni ríkja fullkomin fjölbreytni á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði líkt og í stærri löndum,“ bendir hann á. Viðurkenna þarf vandann Noam segir að það sé ljóst að sam- þjöppunarstuðullinn á fjölmiðla- markaði á Íslandi sé mjög hár, bæði í samanburði við Bandaríkin og lönd í Evrópu. „Fyrsta skerfið er að viðurkenna það. Þetta vandamál er við lýði og hugsanlega er hægt að bregðast við því á annan hátt en önnur lönd hafa gert. Til að mynda er ritstjórnarlegur aðskilnaður fjölmiðla innan sömu samsteypu ein leið til þess að tryggja fjöl- breytni,“ segir hann. „Ég tel þó að raunveruleg lausn sé falin í því að tryggja að á Íslandi þrífist tvær fjölmiðlasamsteypur. Vandamálið varðandi samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði er ekki það að Norðurljós séu of stór, heldur er vandinn sá að það er ekk- ert annað fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu. Það er ákveðið ójafnvægi í gangi. Stóru spurning- unni er hins vegar ósvarað: Hvers vegna eru ekki önnur Norðurljós á Íslandi?“ spyr Noam. ■ 10 9. september 2004 FIMMTUDAGUR BRUSSEL, AP Spánverjar fengu allra þjóða mesta styrki frá Evrópusam- bandinu í fyrra en Hollendingar greiddu mest hlutfallslega í sjóði sambandsins. Fjárlög sambandsins námu alls 7.900 milljörðum króna í fyrra en af þeim fór nær fimmtungur, eða 1.400 milljarðar króna, til Spánar. Stærstur hluti peninganna fer í landbúnaðarstyrki en að auki eru greiddir út byggðastyrkir, svo sem til gatna- og gangagerðar. Michaele Schreyer, sem fór með fjárlögin í fráfarandi fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, mælti gegn niðurskurði á fram- lögum aðildarríkjanna til Evrópu- sambandsins þegar hún kynnti árs- reikning síðasta árs. Hún sagði að ef ekki ætti að skera niður í verk- efnum Evrópusambandsins þyrfti að auka fjárframlög. Það væri óraunhæft að gera það sama í stær- ra Evrópusambandi og var gert í því fyrir stækkun ef útgjöldin stæðu í stað. ■ FJÖLBREYTNI EÐA SAMÞJÖPPUN Eli Noam segir að taka þurfi pólitíska ákvörðun um hversu mikil samþjöppun sé æskileg á fjölmiðlamarkaði út frá lýðræðislegu sjónarmiði. ELI NOAM Fréttir lykilatriði varðandi fjölbreytni. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL SAMÞJÖPPUN Á ÍSLENSKUM FJÖLMIÐLAMARKAÐI Önnur Norðurljós tryggðu fjölbreytni Bandarískum fjölmiðlahagfræðingi reiknast til að samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði sé veruleg og meiri en í öðrum löndum. Leysa mætti vandann með annarri fjölmiðlasamsteypu á borð við Norðurljós. Hann spyr þó hvers vegna séu ekki til önnur Norðurljós á Íslandi? Á HJÓLHESTUM OG ÖÐRUM HESTUM Á SPÁNI Spánverjar fengu mest í sinn hlut úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins. Hollendingar greiddu mest hlutfallslega til Evrópusambandsins: Spánverjar fengu mest í sinn hlut RÍKIN SEM BORGA MEST Holland 0,43%* Svíþjóð 0,36%* Þýskaland 0,36%* *HLUTFALL AF VERGRI ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLU RÍKIN SEM FÁ MEST Spánn 1.400 milljarðar króna Frakkland 1.140 milljarðar króna Ítalía 920 milljarðar króna Þýskaland 920 milljarðar króna TOYOTA PRIUS Dýrari í kaupum en sambærilegir bílar en fær toppeinkunn þeirra sem eiga og þekkja. Bensín og rafmagns- bíllinn Prius: Talsverður sparnaður UMHVERFISMÁL „Ég get fullyrt að bílinn hefur staðist fyllilega mínar væntingar og sparað mér talsverða fjármuni,“ segir Magnús Jóhannesson, verkfræð- ingur og bíleigandi. Hann er einn þeirra sem ekur um á Toyota Prius en sá bíll er hvort tveggja í senn bensínbíll og rafmagnsbíll en slíkt þykir mörgum kostur þegar líter af bensíni kostar hátt yfir hundrað krónur. Magnús segir að þrátt fyrir að bíllinn sé dýrari í kaupum en sam- bærilegir bensínbílar sé það fljótt að skila sér til baka enda sé eyðsla talsvert undir því sem gengur og gerist. „Mér telst til að bíllinn sé að eyða um sex lítrum í innanbæjarakstri og gróflega áætl- að um fimm lítrum á hverja hund- rað kílómetra í þessi skipti sem ég hef farið út á land á honum.“ Áhugi almennings á þessari tegund bíls hefur vaxið undan- farin misseri í samræmi við hækkandi eldsneytisverð að sögn sölumanna P. Samúelssonar sem selja Toyota hérlendis. Prius eyðir allt að helmingi minna en sam- bærilegir bílar þar sem hann notast við rafmagn þar sem ekki er þörf á mikilli orku. P. Samúelsson er enn sem komið er eina fyrirtækið hér á landi sem flytur inn bíla sem nota jafnt rafmagn og bensín. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T R EY N IS SO N GJÖRÓNÝTUR EFTIR LOFTÁRÁSIR Harðir bardagar hafa geisað milli íraskra vígamanna og bandarískra hermanna í Sadrhverfi í Bagdad, höfuðborg Íraks, síðustu daga. Íbúar hverfisins virtu þennan bíl fyrir sér eftir að hann varð skotmark bandarískra herflugvéla sem gerðu loftárás á hverfið. 10-11 8.9.2004 18:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.