Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 12
12 9. september 2004 FIMMTUDAGUR Í INNKAUPUM FYRIR SKÓLANN Skólaárið er að hefjast víðar en á Íslandi. Nóg er um að vera í Jedda í Sádi-Arabíu þar sem þessar konur voru að kaupa skólavörur. MOSKVA, AP Rússneska leynilögreglan hefur boðið andvirði rúmra 700 milljóna króna hverjum þeim sem veitir henni upplýsingar sem leiða til þess að tveir tsjetsjenskir uppreisn- armenn verði handteknir eða þeim komið fyrir kattarnef. Mennirnir eru Shamil Basayev og Aslan Mask- hadov sem Rússar gruna um að hafa skipulagt gíslatökuna í Beslan sem endaði með blóðbaði. Einn af æðstu herforingjum Rússa ítrekaði þá stefnu stjórnvalda að þau áskildu sér rétt til að láta til skarar skríða gegn hryðjuverka- mönnum hvar og hvenær sem er. „Við munum grípa til hvaða ráða sem er til að eyða bækistöðvum hryðjuverkamanna hvar í heiminum sem er,“ sagði hershöfðinginn Yuri Baluyevsky sem situr í yfirstjórn rússneska hersins. Rússar hafa áður lýst þessari stefnu sinni. Þannig hafa Rússar var- að stjórnvöld í Georgíu, sem liggur að Tsjetsjeníu, við því að þeir kunni að ráðast gegn tsjetsjenskum upp- reisnarmönnum sem þeir segja fela sig í Georgíu. Fyrr á árinu voru tveir Rússar dæmdir í Kvatar við Persaflóa fyrir að myrða leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna. Borin hafa verið kennsl á lík tólf gíslatökumanna að sögn rúss- neskra yfirvalda og eru sumir þeirra sagðir hafa tekið þátt í árás á lögreglu í nágrannaríkinu Ingú- setíu fyrr á árinu. ■ Kerry í árásarham John Kerry og hans fólk er farið að ráðast að George W. Bush í ríkari mæli en áður í kosninga- baráttunni. Þetta kemur í kjölfar viðtals Kerrys við Bill Clinton og skoðanakannana sem sýna Bush með mun meira fylgi en Kerry. BANDARÍKIN Eftir að skoðanakann- anir fóru að sýna drjúgt forskot George W. Bush á hann og Bill Clinton sagði honum að fara að tala um nútíðina frekar en að festa sig í viðjum Víetnamstríðs- ins er John Kerry farinn að ráð- ast á Bush af fullum krafti. Þar telja margir sig kenna handbragð fyrrverandi ráðgjafa Clintons sem Kerry réði til starfa eftir að kosningastjórn hans sætti æ meiri gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við árásum á Kerry og gefa kjósendum litla ástæðu til að kjósa Kerry frekar en Bush. Kerry hefur ráðist gegn Bush úr ræðustóli og kosningastjórn hans hefur sent frá sér níu nýjar sjónvarpsauglýsingar frá lokum flokksþings repúblikana þar sem ráðist er að forsetanum fyrir frammistöðu hans í ýmsum mála- flokkum, hann sakaður um að svík- ja loforð og gæta sérhagsmuna frekar en almannahagsmuna. Breytingin á kosningabaráttu Kerrys hefur verið túlkuð á ólík- an hátt. Annars vegar benda menn á að skoðanakannanir hafi sýnt drjúgt forskot George W. Bush á Kerry. Tvær kannanir strax í kjölfar flokksþings repúblikana sýndu ellefu pró- sentustiga forskot forsetans og könnun sem birt var á mánudag sýndi sjö prósentustiga forskot Bush á Kerry. Því segja sumir stjórnmálaskýrendur að Kerry hafi farið á taugum og ákveðið að breyta um aðferðir í kosningabar- áttunni. Andstæðingar Kerrys segja breyttan tón hans til marks um stefnubreytingu frambjóðandans. Þannig sagði Bush á kosninga- fundi að Kerry hefði vaknað „í gær og búinn að skipta um skoð- un enn einu sinni og þessi skoðun hans er ekki einu sinni hans eigin. Hún er skoðun fyrrum andstæð- ings hans, Howards Dean“, sagði forsetinn um gagnrýni Kerrys á stríðið í Írak. Jenny Backus, kosningaráð- gjafi sem hefur unnið með demókrötum horfir öðruvísi á þetta í viðtali við AP-fréttastof- una. „Kosningastjórn Kerrys hef- ur sagt öllum hver Kerry er, nú reyna þeir að skilgreina Bush og sýna Kerry á sama tíma sem ásættanlegan valkost í sam- keppni við hann.“ Gagnrýnin á kosningastjórnina hefur einmitt verið á þá leið að það hafi verið andstæðingarnir og neikvæðar auglýsingar þeirra sem hafi hing- að til haft meira að segja um túlk- un almennings á Kerry en hann sjálfur og kosningastjórn hans. brynjolfur@frettabladid.is New York-háskóli: Sex sjálfs- morð BANDARÍKIN, AP Tuttugu og þriggja ára nemandi í New York-háskóla stökk fram af einni byggingu skólans í fyrradag og lést. Lög- reglan segir að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Skólayfirvöld hafa miklar áhyggjur af þessu því sjálfsvígið á mánudaginn var hið sjötta á þessu ári. Hin fimm sjálfsvígin voru öll með svipuðum hætti. ■ UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi Námið er tvískipt og undirbýr nemendur fyrir tvö alþjóðleg próf: A+ prófið frá Comptia MCP (Microsoft Certified Professional) Fyrri hluti - Tölvuviðgerðir Nemendur læra að uppfæra, bilanagreina og gera við tölvubúnað. Kennslan fer fram í nýrri, fullkominni tölvuviðgerðarstofu NTV. Seinni hluti - MCP – XP netumsjón Nemendur öðlast færni og kunnáttu til að setja upp og hafa umsjón með tölvum sem keyra á Windows XP stýrikerfinu, öðlast víðtækan skilning á netkerfum og verða færir í að leysa vandamál sem að þeim snúa. Kvöld og helgarnámskeið Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá 18-22 og laugardaga frá 13-17. Námskeiðið byrjar 13. sept. og lýkur 13. des. GÍSLATAKAN Á MYND Rússnesk sjónvarpsstöð sýndi í fyrrakvöld myndskeið tekin í íþróttahúsinu meðan á gísla- tökunni stóð. Hér sjást gíslar sitja í þröng á gólfinu. Sprengjur hanga úr vírum sem strengdir voru milli veggja hússins. KERRY TIL Í SLAGINN Þegar Kerry hóf kosningaferðalag sitt eftir flokksþing repúblikana fékk hann hagla- byssu að gjöf á einum kosningafundinum. Særðist í skólastofu: Skotin í höfuðið GAZA, AP Tíu ára palestínsk stúlka liggur lífshættulega særð á sjúkra- húsi eftir að hún fékk skot í höfuðið þar sem hún sat við borð sitt í kennslustofu í skóla Sameinuðu þjóðanna í Khan Younis-flótta- mannabúðunum í Gaza. Í yfirlýsingu frá Palestínuflótta- mannaaðstoðinni segir að stúlkan hafi orðið fyrir skotum ísraelskra hermanna sem börðust við palest- ínska vígamenn. ■ BANDARÍKIN Ef draga má lærdóm af forsetakosningunum fyrir átta og tólf árum er demókratinn John Kerry búinn að tapa forsetakosn- ingunum fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Bandaríkjamenn horfa mjög til stuðnings við forsetaframbjóð- endur á Labour Day sem kalla má nokkurs konar frídag verslunar- manna vestanhafs, síðasta stóra frídag sumarsins. Sérfræðingar í kosningafræðum segja að eftir þann tímapunkt sé mjög erfitt að fá þrjá af hverjum fjórum vænt- anlegum kjósendum til að skipta um skoðun á því hvern þeir telji æskilegasta forsetann. Fyrir átta árum hafði Bill Clint- on, þá sitjandi forseti, drjúgt for- skot á Bob Dole, frambjóðanda repúblikana. Sama hvað Dole reyndi eftir þetta tókst honum aldrei að vinna upp fylgismuninn. Svipaða sögu er að segja af baráttu Clintons og George Bush eldri. Clinton náði forskoti fyrir Labour Day og lét það ekki af hendi. Það mætti jafnvel líta til kosn- ingabaráttunnar fyrir fjórum árum. Þá voru George W. Bush og Al Gore hnífjafnir á Labour Day og litlu munaði á þeim þegar upp var staðið. Hins vegar sýndu skoðanakannanir í millitíðinni gíf- urlegar sveiflur. Gore mældist tvisvar með tíu prósenta forskot, Bush sömuleiðis. ■ Kannanir um þetta leyti gefa oft fyrirheit um úrslit: Á brattann að sækja fyrir Kerry BILL CLINTON Í báðum kosningabaráttum sínum náði hann forskoti á keppinautinn tveimur mánuðum fyrir kosningar og lét það ekki af hendi. Rússar bjóða rúmar 700 milljónir fyrir mikilvægar upplýsingar: Fé sett til höfuðs Tsjetsjenum 12-13 8.9.2004 18:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.