Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 35
Er það nýtt að bekkjakennarar í grunnskóla þurfi að vera í sam- bandi við foreldra barna í bekkn- um? Þurfa grunnskólakennarar minni kennsluskyldu til þess að hafa tíma til samskipta við for- eldra, nú á tímum skjótra skeyta eins og tölvupósturinn er? Í kvöldfréttum ríkisútvarps 7.9.2004 heyrði ég viðtal við Finn- boga Sigurðsson, formann Félags grunnskólakennara, þar sem um- ræðuefnið var staðan í kjaravið- ræðum og boðað verkfall. Þar seg- ir Finnbogi að eitt af aðalágrein- ingsmálum sé önnur vinna en kennsla og undirbúningsvinna undir kennslu (þ.e. vinnuskylda fyrir skólastjórnendur) og nefnir hann þrjú atriði sem dæmi um vinnu sem bæst hefur við frá síð- ustu samningum grunnskólakenn- ara. Eitt af þeim eru samskipti við foreldra, sem er nýtt, og sérstak- lega þurfi að taka tillit til þess að grunnskólakennarar þurfi að nota tölvupóst til samskipta við for- eldra. Eru grunnskólakennarar virkilega að fara fram á minni kennsluskyldu til þess að geta nýtt sér vinnusparandi aðferðir eins og tölvupósturinn er? Hvað eiga grunnskólakennarar eigin- lega við? Ég vil ekki trúa öðru en að hér sé einhver misskilningur á ferð, ef ekki þá er samninganefnd grunnskólakennara á einhverjum villigötum. Ég vil minna á alvöru þess sem grunnskólakennarar og ekki síður viðsemjendur standa frammi fyrir. Það er framtíð barnanna okkar. Við foreldrar vitum að skólaganga er nauðsynlegur und- irbúningur undir nútímaþjóðfélag og verkfall getur haft áhrif á brottfall nemenda frá námi, t.d. þeir nemendur sem eru í 10. bekk á þessu skólaári, þeir munu eiga erfiðara með að standast kröfur samræmdra prófa og skólaprófa næsta vor, sérstaklega ef verk- fallið stendur lengi yfir. Verkfall hefur áhrif á alla grunnskólanem- endur og hugsanlega þeirra fram- tíð. Viljið þið, samninganefndir sveitafélaga og grunnskólakenn- ara, hafa það á samviskunni? Hrafn Jökulsson orðaði þetta vel á baksíðu Fréttablaðsins á mánudag, 6.9.2004; „fullorðna fólkið er að rífast“. Ætla báðir samningsaðilar að minna þjóðfé- lagið á það að það sé lúxus að vera foreldri með börn á skóla- aldri? Þjóðfélagsgerðin hér á Ís- landi hefur breyst mikið undan- farin 30 ár; nú er það regla að báðir foreldar séu útivinnandi (90% atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna) og eiga foreldrar erf- iðara um vik en áður að bregðast við ef verkfall verður í grunn- skólum. Er ekki álagið nógu mik- ið á foreldra, sem eru að ala upp þá sem munu taka við stjórninni þegar við hin erum orðin gömul? Foreldrar eru að undirbúa vænt- anlega starfsmenn allra fyrir- tækja landsins og hvað segja fyrirtækin? Ætla þau að sitja að- gerðalaus þegar sinna þarf 45.000 skólabörnum sem verk- fallið bitnar á? Samningsaðilar; það má ekki koma til verkfalls. Það bitnar á saklausum skóla- börnum. Foreldrar; látið heyra í ykkur! ■ Foreldrar látið heyra í ykkur 23FIMMTUDAGUR 9. september 2004 Helgarfrí grunnskólabarna Gerður Pétursdóttir móðir skrifar Föstudagseftirmiðdagur og öll fjölskyld- an andar léttar. Helgarfrí framundan eft- ir annasama viku, eða hvað? Snemma á laugardagsmorgninum litu samvisku- samir foreldrarnir á vinnuáætlanir barn- anna sinna. Enska: vinna verkefni 13 á bls. 10. Skrifa niður 10 spurningar á ensku til að spyrja vini ykkar. Íslenska: Ljóðspor bls. 9, skrifa og skreyta í vinnu- bók þjóðsöng Íslands. Málrækt 3 bls. 10. Stærðfræði: stærðfræðihefti ljósrit 1. Draumurinn um afslappað helgarleyfi fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar var úti. Börnin brettu upp ermar og tókust á við verkefnin, foreldrarnir veltu fyrir sér af- hverju ákveðinn þjóðfélagshópur (í þessu tilfelli grunnskólabörn) eigi ekki rétt á helgarfríi. Ég spyr sjálf mig af því hvað starfsmenn mínir myndu segja ef ég sendi þá heim með vinnuáætlun um helgar. Þar sem ég er leikskólastjóri gæti hún hljómað svona: Lesa grein um hreyfiþroska barna, snýta nokkur nef, og fara í leiki! ■ VIGNIR BJARNASON FAÐIR BARNA Á GRUNNSKÓLAALDRI UMRÆÐAN KENNARAVERKFALL BRÉF TIL BLAÐSINS Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. ■ MISTÖK Í MYNDBIRTINGU Þau leiðu mistök urðu í Frétta- blaðinu í gær að röng mynd birtist með grein um stuðning Heimdall- ar við tillögur nefndar forsætis- ráðherra um jafna réttarstöðu samkynhneigðra. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. ■ LEIÐRÉTTING Í umfjöllun um Sunnudagsþáttinn á Skjá einum í vetur sem birtist í hér blaðinu á föstudaginn var sagt að Katrín Jakobsdóttir væri for- maður Ungra vinstri grænna. Þetta er ekki rétt því Katrín er fyrrverandi formaður Ungra vin- stri grænna og núverandi vara- formaður Vinstri grænna. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Ný tækifæri til verslunarreksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef þú ert með góða hugmynd um verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá gæti tækifærið verið á næsta leiti. Efnt verður til forvals um verslunarrekstur í flugstöðinni. Um er að ræða brottfarasvæði bæði í eldri og nýrri byggingu stöðvarinnar sem og á móttökusvæði farþega utan fríverslunarsvæðisins. Allir sem telja sig vera með góða hugmynd um rekstur sem á erindi inn á þetta eftirsótta verslunarsvæði eru hvattir til að kynna sér málið og taka þátt í forvalinu. Kynningarfundur Kynning á forvalinu og þeim breytingum sem framundan eru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður á Grand Hótel fimmtudaginn 16. september n.k. og hefst hún klukkan 13.30. KYNNINGARFUNDUR á Grand Hótel 16. september kl. 13.30 Rekur þú verslun? Á kynningarfundinum verður hægt að kaupa forvalsgögn og kosta þau 5.000 krónur. Einnig verður hægt að nálgast gögn um forvalið eftir fundinn á rafrænu formi á heimasíðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, www.airport.is. Í forvalsgögnunum er meðal annars að finna leiðbeiningar um forvalið og hvernig skila beri umsóknum. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 22-35 (22-23)23 Leiðari 8.9.2004 16:04 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.