Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 36
Slóðakort ríkisins Örn Sigurðsson, kortadeild Máls og menningar, skrifar: Fyrir skömmu birtist umfjöllun í fjöl- miðlum um hið svokallaða slóðakort öræfanna sem umhverfisáðuneytið hyggst láta Landmælingar Íslands gera í samvinnu við Vegagerðina. Að sögn ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytis verða þar merktir inn þeir slóðar sem menn mega keyra, en aðrir verða settir á bannlista og ekki birtir á kortinu. Ég get nú ekki orða bundist þegar ég heyri slíka frétt á þeim tímum þegar miðstýr- ing á að heyra sögunni til. Þetta minnir á kortagerð í Sovétríkjunum sálugu, þegar heilu vegirnir eða landsvæðin voru látin hverfa af kortum, m.a. vegna hernaðarlegs mikilvægis eða annarrar hentistefnu stjórnvalda á hverjum tíma. Mál og menning gaf út á síðasta ári Há- lendiskort Íslands. Þar eru merktir inn allir þekktir slóðar á hálendinu, sem m.a. voru GPS-mældir af félögum í Ferðaklúbbnum 4x4. Á því eru margir slóðar sem ráðuneytið vill láta banna akstur um. Mér er spurn, hvað hyggst ríkisvaldið gera við þetta kort? Stjórnvöld verða að skilja að það er verkefni kortagerðarmanna að kort- leggja landið eins og það er, en ekki eins og ráðamenn vilja að það líti út. Vilji yfirvöld ekki að vegirnir séu keyrð- ir, þá er einfaldast að loka þeim. Það er eins og að stinga höfðinu í sandinn að taka vegi út af kortum og halda að menn hætti að keyra þá. Það má líkja þessu við bónda sem vill ekki fá neina til sín í heimsókn og heimtar að bæjar- heitið sé fjarlægt af landakortum. Það myndi aldrei líðast, enda hefur engum heilvita bónda dottið til hugar að bera fram slíka ósk. Ef hann vill ekki heim- sóknir, þá setur hann einfaldlega læst hlið á afleggjarann að bænum. Það sama eiga stjórnvöld að gera við við- kvæma hálendisslóða, í stað þess að grípa til úreltrar miðstýringar. ■ Vakin var athygli á því í Frétta- pósti SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku að sam- kvæmt nýjum tölum frá Seðla- bankanum hefðu gjaldeyristekjur þjóðarinnar af þjónustustarfsemi numið 36,6% af heildargjaldeyris- tekjunum árið 2003. Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag eftir Þorstein Þorgeirsson hag- fræðing Samtaka iðnaðarins (SI) segir að hér sé um misskilning að ræða. Vegna þeirra ummæla er rétt að birta upplýsingar Seðla- bankans um greiðslujöfnun við út- lönd fyrir árin 2001-2003. Þar koma þessar tölur fram með óyggjandi hætti. Þorsteinn Þorgeirsson gagn- rýnir forsvarsmenn SVÞ fyrir að „heimfæra á þjónustugreinarnar launa- og vaxtatekjur Íslendinga erlendis“ og telur þá vera með því að skreyta sig með lánsfjöðrum. Heimildir SVÞ fyrir hinu vaxandi hlutfalli gjaldeyristekna sem þjónustugreinarnar afla eru að- eins þær sem Seðlabankinn birti. Eins og kemur fram í töflunni er þjónustutekjunum skipt í liðina „Ferðalög, Samgöngur og Önnur þjónusta“. Í frétt SVÞ var aðeins miðað við þessa liði og ekki teknir með í reikninginn liðirnir „Vaxta- tekjur og arður“ og „Vinnulaun“ eins og hagfræðingurinn virðist álykta. Erfitt er að skilja á efni grein- ar Þorsteins hvað honum gengur til, því hvergi kemur fram hjá honum að upplýsingar SVÞ séu rangar og hann vilji leiðrétta stað- reyndavillur. Hins vegar er skilj- anlegt að hagfræðingur SI reyni að draga fram rök fyrir mikilvægi iðnaðarins. Það gerir hann í löngu og ítarlegu spjalli um margvísleg- ar innlendar og erlendar forsend- ur fyrir atvinnulífsþróuninni og kemur víða við. Í grein sinni áætlar Þorsteinn að 63% af gjaldeyristekjum þjóð- arbúsins í ár komi frá fram- leiðslugreinunum og að í lok ára- tugarins verði iðnaður orðinn stærsta einstaka greinin í gjald- eyrisöfluninni. Forvitnilegt væri að fá forsendur fyrir þessari áætl- un því hér eru mikil tíðindi á ferð- inni. Það er alþekkt hagfræðilegt lögmál að allar atvinnugreinar styðja hverja aðra og eru hverri annarri háðar. Erfitt er því að færa rök fyrir því að ein atvinnu- grein sé mikilvægari annarri eins og reynt er að gera í umræddri grein. Iðnfyrirtæki ættu t.d. erfitt með útflutning á vörum sínum nema með hjálp öflugrar flutn- ingaþjónustu. Einnig er mikil- vægt að átta sig á í þessu sam- bandi að atvinnulífið þróast sífellt meira í þá átt að skilin milli at- vinnugreina verða óljósari. Þannig má taka dæmi af hátækni- fyrirtækjum sem oft teljast til iðnfyrirtækja en eru jafnframt að stórum hluta til þjónustufyrir- tæki. Það sem skilur eitt slíkt fyrirtæki frá öðru er oft þjónust- an sem veitt er. Þannig byggist samkeppni milli fyrirtækja veru- lega á þjónustustiginu. Það breyt- ir engu með hvaða slagorðum menn slá um sig og mega vel kalla þjóðfélag okkar „nútímafram- leiðslu- og viðskiptaþjóð“. ■ Ég hélt kannski að ég hefði kannski ánetjast einhverjum sér- trúarsöfnuði, eins og amerískur hvalavinur hefði ég heillast um of af ljósmyndunum hans RAXA af ,,landinu sem hverfur“, hélt að Ómar hefði ruglað mann í ríminu. Ég hafði ferðast víða en ég hafði ekki farið nákvæmlega um svæð- ið sem skyldi sökkt fyrir Alcoa. Ég bjóst við að sjá einhvern gróður en að sjá að svæðið sem skal fórna er nánast algróið var eiginlega áfall. Gróðurinn vex eftir því sem nær dregur Brúarárjökli. Að þar skuli jarðvegurinn vera margir metrar að þykkt og lyng al- veg upp að Töfrafossi bjóst ég ekki við. Ég hélt að myndirnar hans Raxa hefðu verið ,,of flottar“, að þær sýndu ekki raunveruleikann. Því miður, svæðið er flottara, margfalt flottara og stærra. Dauður leir Sá sem hefur horft yfir vinnu- svæðið af Sandfelli, útsýnisstað Landsvirkjunar hefur ekki séð svæðið sem skal fórna. Menn horfa á gröfur atast og halda að þetta sé allt en þetta er aðeins 0.1% af fórninni. Sannleikurinn er sá að fegurðin teygir sig 20 kíló- metra inn dalinn, það er furðulegt að sjá Kárahnjúk í fjarska, eins og Bláfjöll séð frá Reykjavík og vita að innan örfárra ára verður þess- um stað breytt í dauðan leir. Snæfell, Kverkfjöll, Trölla- dyngja, Dyngjufjöll og Herðu- breið ramma inn dýrmætasta og stórbrotnasta hluta náttúru Ís- lands og kannski heimsins. Þetta er ótrúlegt og magnað svæði EN ÞAÐ ER LÍTIÐ. Lítið stærra en Árnessýsla. Það rúmast inni í hring með 30 km radíus. Þetta eru vegleysur en engar enda- leysur. Ísland er ekki stærra að innan heldur en að utan. Hálend- ið er lítið, mjög lítið. Þarna er verið að fórna þéttgrónu svæði, einu af fáum sem heldur uppi einhverju dýralífi. Siv sagði að dýrin gætu farið annað. Þau fara ekkert annað. Það er ekkert ann- að og fara. Ég vissi að það væri hætta á uppblæstri en skildi ekki hætt- una fyrr en ég sá hana með ber- um augum. Það á að skera í gróð- urþekjuna 40 kílómetra langt rofabarð. Fyrir neðan á að vera lón sem er varla hægt að kalla lón, megnið af svæðinu verður á þurru hvert vor og fram á sumar. Menn verða að ímynda sér hvernig lóninu er ætlað að drekkja þessum dal dýra og gróðurs til þess eins að lækka aftur svo öllum verði ömurleik- inn ljós. Þetta verður ekki fallegt heiðarvatn. Drulla mun þekja alla bakka. Gróðurbrekkur verða hættulegar drullubrekkur, hætta á að menn renni ofan í lónið. Að- gerðir til að hefta sandfok eru bara meiri eyðilegging, skurðir og garðar og vonlaust verk þar að auki. Farðu upp í Hallgríms- kirkjuturn. Reyndu að ímynda þér að öll borgin sé dauður leir, alla leið upp í Breiðholt og Grafarvog. Láttu hann svo fjúka. Veltu fyrir þér hvað gæti heft fokið. Ekkert. Ekki hrein orka Sá sem hefur séð himininn myrkvast af foki frá svæði á stærð við fótboltavöll getur rétt ímyndað sér hvað gerist þegar svæði á stærð við Reykjavík kem- ur úr kafi að vori, þakið aur og sandi, fullt af dauðum gróðri og undir honum: 6 metrar af mold sem bíður þess eins að fjúka yfir landið. Það er ótrúlegt að Austfirðing- ar hafi ekki gert uppreisn gegn þessum voðaverkum. Þeim er ætl- að að fá þetta allt í hausinn. Tveggja daga vatnsstaða í flóð- unum í ágúst skildi eftir sig 40 sm lag af drullu ofan á gróðrinum við Sauðá. Þá er ekki meðtalið stór- grýtið og grófari möl sem Jökla ryður fram. Áin er líkari fljótandi steypu en hreinu vatni. Framreiknið þetta um tvö ár, 10 ár, 40 ár. Aðeins 1sm á dag eru 3 metrar á ári! Hversu lengi á þetta fyrirbæri að endast? Á að moka efninu burt? Nei, það myndi kosta meira en bygging stíflunn- ar. Ég vissi að þetta væri glæfra- legt en að það skyldi vera á svona ofboðslegum skala gat ég ekki gert mér grein fyrir. Þetta er ekki endurnýjanleg orka. Hún er hugs- uð til örfárra ára. Gróðurmassinn gerir það að verkum að virkjunin mun menga meira en kolaorkuver þegar gróðurinn rotnar. Þetta er EKKI hrein orka. Það er hreint ótrúlegt að vísindamenn landsins skyldu láta áróður um hreina orku yfir sig ganga án þess að leiðrétta vit- leysuna. Hjarta landsins mun líta út eins og kolanáma. Það er ljótt að sjá þetta virðingarleysi. Glussi og olía rennur dag hvern úr vélum Impregilo ofan í grunn- vatnið, gjöf okkar til barna- barnabarnanna. Píramídarnir smáir í samanburði Ég hélt að þetta væri erfið ferð, fyrir fáa útvalda, ómögulegt að komast að helstu perlunum og bara fyrir harðasta fjallafólk. Það var ekki rétt. Þetta var auðveld ferð upp eftir Jöklu og Kringilsá, engar skriður eða klettar, gengið í gróðri nánast alla leiðina. Í ferð- inni var tveggja ára barn á baki föður síns, sjö ára stelpur og sjö- tugur læknir. Allir bláir af berja- áti. Þarna vaxa krækiber og bláber upp í rúmlega 600 metra hæð. Ef einhver staður í heiminum má kalla sig þjóðgarð er það þessi staður. Þarna eru stórkostleg gljúfur, fossar og flúðir og litir sem eru nánast óraunverulegir. Jarðsagan sem þarna birtist í set- hjöllum gerir píramídana smáa í samanburðinum. Ég gat ekki sagt með fullri sannfæringu að það yrði að hætta við þessa virkjun án þess að hafa gengið upp með Jöklu. Hélt að þetta væri komið of langt, búið að skemma of mikið. Eftir að hafa farið niður að heitu laugunum við Lindur er algerlega augljóst að þetta lón má aldrei fyllast. ALDREI NOKKRU SINNI. Þú skilur mig ef þú gengur upp með Jöklu. Framkvæmdasvæðið virð- ist stórt, það er örlítið miðað við eyðinguna sem er yfirvofandi. Lónið má aldrei fyllast. Þetta er á allt öðrum skala en nokkuð annað verk Landsvirkjunar. Að þetta fyrirtæki okkar Íslendingja skuli standa fyrir svona skemmdar- verkum er hreint út sagt hræði- legt. Þessi orð eru ekki höfð eftir mér. Þau eru höfð eftir verkfræð- ingi sem neyddist til að vinna við þetta. Geðdeildir munu fyllast „Það hafði enginn komið þang- að,“ segja menn eins og það sé til marks um hversu ómerkilegt land þetta sé. Eins og rennsli gegnum bílalúgu sé orðið gildis- matið. Í mínu ungdæmi hét það „ósnortið“ ef enginn hafði komið á stað og það gaf honum aukið gildi. Það var þetta sem gerði Ís- land heilagt en EKKI ÓMERKI- LEGT. Það var ríkidæmið sem heimurinn öfundaði okkur af. Helsta ástæðan fyrir því að menn bera virðingu fyrir okkur. Hvað breyttist? Við fórnum því fyrir hvað? Ál? Vissir þú að á hverju ári henda Bandaríkja- menn gosdósum sem nemur tvö- faldri ársframleiðslu Alcoa á Reyðarfirði? Hvaða sóun höfum við kosið að þjóna? Endurvinnsla hefði sparað tvær Kárahnjúka- virkjanir. Atvinnu? Bechtel er að reisa 1800 manna afgirtar vinnubúðir til að byggja álverið í Reyðarfirði. Hvað væri auðveldara en að spyr- ja helminginn hvort þeir vildu ekki vera eftir, hálft ár í senn og vinna sér inn fyrir fæði og hús- næði. Verkalýðshreyfingin hefur gefið tóninn. Hér má fara illa með útlendinga. Fyrir velferðarkerfið heldur þjóðin. Landsvirkjun tapaði 650 milljónum á fyrri hluta ársins. Ef Kárahnjúkavirkjun tapar líka mun hún soga til sín fé sem hefði betur farið í velferðarkerfið. Ekki veitir af. Það þarf öflugan viðbún- að ef lónið fyllist. Geðdeildir landsins munu fyllast af við- kvæmum sálum. Fyrir einnota áldósir Að hætta við er herkostnaður sem við verðum að leggja á okkur til að átta okkur í eitt skipti fyrir öll á því að landið skiptir okkur máli, að fegurðin er undirstaða mikil- vægustu atvinnugreinanna, virð- ingar okkar í heiminum, ímyndar vöru og fyrirtækja og sjálfsvirð- ingar okkar yfirleitt. Ef við glöt- um hvoru tveggja fyrir einnota áldósir höfum við fórnað öllu fyrir ekkert. ■ 9. september 2004 FIMMTUDAGUR 24 Landið sem má ekki hverfa ANDRI SNÆR MAGNASON RITHÖFUNDUR UMRÆÐAN UMHVERFISSLYS Á HÁLENDINU EMIL B. KARLSSON SAMTÖKUM VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU UMRÆÐAN GJALDEYRISÖFLUN ATVINNUGREINA ÓSNERT VÍÐERNI Lynggróið berjaland ofan við mikla flúða- og fossaröð í Kringilsá, u.þ.b. 17 kílómetra frá Kárahnjúkum. Dæmi um gróðurlendi sem verður ýmist á 30 metra dýpi eða dauður leir og mold, hvert vor og fram á sumar. Sá sem hefur séð himinninn myrkvast af foki frá svæði á stærð við fótboltavöll getur rétt ímyndað sér hvað gerist þegar svæði á stærð við Reykjavík kemur úr kafi að vori, þakið aur og sandi, fullt af dauðum gróðri og undir honum: 6 metrar af mold sem bíða þess eins að fjúka yfir landið. ,, GJALDEYRISTEKJUR 2001 -2003 Milljónir króna 2001 2002 2003 Útflutningur alls, fob 196.582 204.303 182.580 Sjávarafurðir 122.046 128.592 113.693 Ál og kísiljárn 44.412 43.507 40.276 Skip og flugvélar 3.311 2.330 1.382 Annað 26.813 29.874 27.229 Þjónustutekjur alls 106.485 104.499 105.231 Ferðalög 22.881 22.835 24.531 Samgöngur 50.878 51.685 51.310 Önnur þjónusta 32.726 29.979 29.390 Vextir og aðrar þáttatekjur -25.244 -19.284 -18.565 Vaxtatekjur og arður 11.038 11.694 10.944 Vaxtagjöld og arður -41.521 -35.693 -35.280 Vinnulaun, nettó 5.239 4.715 5.771 Heimild: Seðlabanki Íslands. Úr töflu um „Greiðslujöfnuð við útlönd 1990 - 2003“ Gjaldeyrisöflun þjónustugreina BRÉF TIL BLAÐSINS 36-37 (24-25) Umræðan 8.9.2004 15:10 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.