Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 9. september 2004 27 AFMÆLI Skúli Alexandersson, fyrrverandi þing- maður, er 77 ára. Örnólfur Thorlacius, fyrrum rektor MH, er 72 ára. Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hagfræð- ingur og hestamaður, er 61 árs. Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður er 43 ára. Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu starfsári og það er ekki hægt að segja annað en að skól- inn beri aldurinn vel, enda í stöð- ugum vexti. Skólinn tók róttæk- um breytingum í sumar og opn- aði í endurnýjuðu og stækkuðu húsnæði í haust. Skólinn deildi áður húsnæði með bókasafni bæjarins en hefur nú teygt starfsemi sína yfir hluta af því plássi sem bókasafnið hafði áður til umráða. Þann 21. ágúst var tekið í notkun ríflega 300 fermetra rými sem áður til- heyrði Bókasafninu en við breyt- inguna stækkaði húsakostur skólans um helming frá því á síð- asta starfsári. Bæjarstjórn Sel- tjarnarness og stjórnendur Tón- listarskólans notuðu þetta tæki- færi til þess að bjóða Seltirning- um til opnunarhófs þar sem bæj- arbúum gafst tækifæri til að skoða skólann. Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans, segir að öll að- staða til kennslu í skólanum sé orðin eins og best verður á kosið. „Eftir þessa stækkun fjölgar kennslustofum bæði til einstakl- ingskennslu og hópkennslu. Ekki má gleyma að starfsfólk skólans hefur búið við þröngan húsakost en við stækkunina breytist að- staða þeirra til mikilla muna.“ Hitaveita Seltjarnarness gaf skólanum flygil í afmælisgjöf en hljóðfærið er kærkomin viðbót við hljóðfæraeign skólans sem annar eftirspurn í flestum tilfell- um þó vinsældir gítarnáms séu svo miklar um þessar mundir að færri komast að en vilja. Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri, er ánægður með breyt- ingarnar á Tónlistarskólanum og segir þær til marks um að skól- inn hafi alltaf verið rekinn af metnaði. ■ TÓNLISTARSKÓLI SELTJARNARNESS Opnaði í stærra húsnæði í ágústlok. Jón- mundur Guðmarsson bæjarstjóri og Gylfi Gunnarsson skólastjóri, eru að vonum hæstánægðir með breytinguna. ANDLÁT Jóhanna Kristjánsdóttir, Kríuási 15, Hafnarfirði, lést 31. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Valgerður Anna Eyþórsdóttir (Lóa), Melabraut 10, Seltjarnarnesi, lést 4. september. Ágústa Guðrún Halldórsdóttir lést 7. september. Haraldur Kr. Jóhannsson, áður til heimilis að Hólmgarði 66, lést 6. sept- ember. Bergvin Karl Ingólfsson frá Húsabakka, Aðaldal, lést 5. september. JARÐARFARIR 13.30 Unnur Stefánsdóttir bókbindari verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni. 13.30 Sigríður Egilsdóttir verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Þórlaug Bjarnadóttir, áður til heimilis í Lönguhlíð 3, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 15.00 Jón Tómasson, Álftamýri 67, verð- ur jarðsunginn frá Grensáskirkju. 15.00 Haukur Níelsson bóndi, Helga- felli, verður jarðsunginn frá Lága- fellskirkju. ÞETTA GERÐIST LÍKA 1901 Franski listmálarinn Henri Toulou- se-Lautrec deyr. 1904 New York-borg byrjar að nota lög- reglumenn á hestbaki í fyrsta sinn. 1948 Norður-Kórea verður til sem sjálf- stætt ríki. 1956 Elvis Presley kemur fram í The Ed Sullivan Show og dregur, að því er talið er, rúmlega 50 milljón manns að sjónvarpstækinu. 1971 43 bíða bana þegar fangar gera uppreisn og taka völdin í Attica- fangelsinu í New York. 1976 Mao Tse Tung, leiðtogi Kína, deyr 82 ára að aldri. 1979 Tracy Austin verður yngsti kepp- andinn til að vinna US Open- tennismótið, aðeins 16 ára. Nýr flygill og meira pláss 38-39 (26-27) Tímamót 8.9.2004 21:35 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.