Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 9. september 2004 27 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Þau voru frekaróvenjuleg verð- launin sem forseti Afríkuríkisins Gíneu, Lansana Conte, veitti leikmönnum landsliðsins í knatt- spyrnu eftir 4-0 sig- ur á Botswana, í undankeppni HM á dögunum. Leik- menn fengu tvær dráttarvélar og landskika til að yrkja, að launum. Lík- legt er talið er að forsetinn vilji með þessu vekja athygli á herferð sem miðast að því að landsmenn auki hrísgrjónarækt en vegna mikils skorts á þeim í landinu hefur verð á þeim þrefaldast á aðeins tæpu hálfu ári. Hinn íslenskætt-aði Dani, Jon Dahl Tomasson, hefur gert nýjan samning við Ítalíu- meistara AC Mílan. Samningurinn sem framherjinn og landsliðsmaðurinn gerðu gildir til ársins 2009. Hinn 27 ára gamli Jon Dahl, sem kom til félagsins fyrir tveimur árum frá hollenska liðinu Feynoord, skoraði 12 mörk í 26 leikj- um síðastliðinn vetur. Óhætt er því að segja að hann hafi gert góða hluti í Mílanó-borg á stuttum tíma og þessi nýi samningur undirstrikar það hressilega og að hann sé orðinn einn besti framherji heims. Patrick Viera létreka sig útaf í gær þegar franska land- sliðið var í Þórshöfn í Færeyjum að spila í undankeppni HM. Viera fékk sitt annað gula spjald fyrir að láta sig falla í teig Færeyinga á 55. mínútu. Frakkar unnu leikinn 2–0 með mörkum frá Ludovic Giuly og Djibril Cisse í sitthvorum hálfleiknum. Viera mætti þarna Landsbanka-leikmönn- unum Julian Johnson (ÍA) og Fróða Benjaminsen (Fram) og lét þá fara eitthvað í taugarnar á sér.                                                    Svíinn Sven-Göran Eriksson tefldi fram ungu liði í gær: England vann á sjálfsmarki Englendingar mættu Pólverj- um í undankeppni HM í gær. Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, gerði nokkrar breytingar á liðinu frá leiknum gegn Austurríkismönn- um. Markvörðurinn David James var settur út í kuldann og tók Paul Robinson stöðu hans í byrjunar- liðinu og þetta var aðeins tilkynnt rétt fyrir leik. Framherjinn Jermain Defoe þakkaði pent fyrir að fá sæti í byrjunarliðinu og skoraði á 37. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik. Maciej Zurawski jafnaði fyrir Pólverja þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Tíu mínútum síðar sótti Michael Owen að marki Pólverja og skor- aði Arkadiusz Glowacki í eigið mark og Englendingar þar með komnir yfir. Pólska liðið sótti af krafti en tókst ekki að jafna og sigur Englendinga var því í höfn. Sven-Göran tefldi fram óvenju ungu liði sem virtist virka vel í gær. Mikil óvissa ríkir um framtíð markvarðarins David James með enska landsliðinu. SIGURMARKIÐ VAR SJÁLFSMARK Pólverjum senda boltann í eigð mark og Englend- ingar fögnuðu sigri. Michael Owen fylgist vel með gangi mála. AP 40-41 (28-29) sport 8.9.2004 22:35 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.