Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 42
Alan Shearersegist fagna komu Skotans Gra- eme Souness til Newcastle. Hann segir að Souness sé einmitt fram- kvæmdastjórinn sem Newcastle þurfi á að halda. Hann segir Skotann koma með það til félagsins sem Það þurfi einna mest á að halda - aga, innan vallar sem utan. „Hann er framkvæmdastjóri í fremstu röð og ég efast ekki um að góðir tímar séu framundan hjá Newcastle. Ég mun þurfa að berjast fyrir sæti mínu í byrj- unarliðinu eins og allir aðrir leik- menn og mun leggja allt í sölurnar,“ sagði Shearer. Mark Hughes,þjálfari velska knattspyrnulands- liðsins, er nú orð- aður við fram- kvæmdastjórastöð- una hjá Blackburn eftir brotthvarf Graeme Souness. Sjálfur slær Hughes á þessar vanga- veltur breskra fjölmiðla og segir aðal- ástæðuna fyrir þeim vera þá að hann lék á sínum tíma með félaginu. Hann útilokar þó ekkert í þessum máli. Aðrir sem helst eru orðaðir við stöð- una eru Gordon Strachan og Glenn Hoddle. Gríðarlega stórt skarð hefur veriðhöggvið í þýska handknattleiks- landsliðið en á dögunum tilkynntu þeir Stefan Kretzschmar og Cristian Schwarzer að þeir hefðu lokið keppni endanlega með landsliðinu. Þýska landsliðið, sem er núverandi Evrópumeistari, varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum eftir tap gegn Heimsmeisturum Króata. Þrátt fyrir mikla breidd þar á bæ má þýska liðið illa við að missa tvo svona rosalega öfl- uga leikmenn á einu bretti en Heiner Brand, þjálfari liðs- ins, lumar þó eflaust á einhverjum tromp- um uppi í erminni. 30 9. september 2004 FIMMTUDAGUR ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Bikarinn í áskrift 3. flokks lið Breiðabliks í kvennaflokki varð meistari þriðja árið í röð og í fjórða sinn á fimm árum. María Erla Kjartansdóttir skoraði í úrslitaleiknum annað árið í röð. FÓTBOLTI Breiðablik varð Íslands- meistari í 3. flokki kvenna þriðja árið í röð og í fjórða sinn á fimm árum þegar liðið Blikastelpurnar unnu 3-1 sigur á KA í úrslitaleik á dögunum. Breiðablik hefur lengi staðið frábærlega að baki unglingastarfi sínuí kvennafótboltanum og Blikar geta gert sér miklar vonir með að sá sterki kjarni sem hefur fært þeim Íslandsbikarinn í 3. flokki síðustu þrjú árin skili sér í gríðarsterku meistaraflokksliði innna skamms. Það gekk ekki vel í meistaraflokknum í sumar og því ætti að vera pláss fyrir þessar efnilegur stelpur í liðinu. María Erla Kjartansdóttir skoraði tvö mörk á fyrstu 16 mín- útunum í úrslitaleiknum en hún skoraði einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Það var síðan Anna Birna Þorvarðardóttir sem skoraði þriðja mark Breiðabliksliðsins í leiknum skömmu eftir leikhlé. Blikastúlkur létu það ekkert á sig fá að KA komst yfir strax á 4. mín- útu leiksins. Anna Birna og María voru á skotskónum í úrslitakeppn- inni þar sem þær skoruðu báðar fimm mörk í leikjunum þremur þar af gerði Anna Birna fernu í fyrsta leiknum við Keflavík. Erna Þorleifsdóttir þjálfaði Blikastelpurnar annað árið í röð og hefur skilað Íslandsmeist- aratitlinum bæði árin. Erna gerði ÍBV einnig að meisturum fyrir þremur árum og hennar lið hafa því unnið 3. flokk kvenna þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. ooj@frettabladid.is ÍSLANDSMEISTARAR BREIÐABLIKS Í 3. FLOKKI KVENNA 2004 Efri röð frá vinstri: Sandra Dís Kristjánsdóttir, Rósa Hugosdóttir, María Erla Kjartansdóttir, Íris Benediktsdóttir, Anna Birna Þorvarðardóttir, Birna Harðardóttir, Magna Ýr Johansson, Eva Fanney Ólafs- dóttir, Harpa Björt Guðbjartsdóttir, Erna Þorleifsdóttir, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Vigdís Bjarnadóttir, Ólöf Jara Valgeirsdóttir, Jóna Hauksdóttir, Elín Dröfn Jónsdóttir, Hlín Gunn- laugsdóttir, fyrirliði, Eydís Sigurðardóttir, Ásdís Ósk Heimisdóttir, Kristjana Arnarsdóttir, Hrefna Ósk Harðardóttir. Fréttablaðið/E.Ól. HLÍN LYFTIR BIKARNUM Hlín Gunn- laugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks lyftir hér Ís- landsbikarnum og er hún þriðji Blikinn í röð sem gerir það. Fréttablaðið/E.Ól. Miklar breytingar framundan hjá sundlandsliðinu: Steindór lætur af störfum SUND Steindór Gunnarsson er hættur sem landsliðsþjálfari í sundi en hann hefur undanfarin fjögur ár sinnt starfi landsliðs- þjálfara hjá SSÍ, fyrst sem ung- lingalandsliðsþjálfari en um mitt ár 2002 tók hann við A-landslið- inu. Steindór hefur sinnt störfum fyrir SSÍ samhliða starfi sínu sem þjálfari hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og sem kennari í Grunnskóla Njarðvíkur. Í bréfi til stjórnar SSÍ segir Steindór meðal annars: „Ég vil þakka fyrir þann heiður að hafa fengið að gegna þessu starfi sem hefur fært mér ómetanlega reynslu, ásamt einstakri ánægju og upplifun sem á eftir að nýtast mér um ókomin ár.“ Á næstu vikum mun stjórn SSÍ, í samvinnu við landsliðsnefnd, vinna að því af öllu afli að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir ráðningu landsliðsþjálfara sem einnig gæti sinnt n.k. verkefnis- stjórn landsliða í fullu starfi. SSÍ hefur ekki haft landsliðsþjálfara í föstu starfi í fjölda ára og er það eitt af forgangsverkefnum stjórn- ar sambandsins nú á haustmánuð- um að slíkt starf verði fest í sessi til frambúðar. Í samræmi við stefnumörkun SSÍ mun verða lögð áhersla á að landsliðsþjálfari verði ekki jafnframt að sinna þjálfun einstakra félagsliða. HÆTTUR Steindór Gunnarsson er hættur sem landsliðsþjálfari íslands í sundi. 42-43 (30-31) sport 2 8.9.2004 20:35 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.