Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 50
38 9. september 2004 FIMMTUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN SAVED! KL. 8 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS kl. 8 og 10 SUPERSIZE ME kl. 10 CAPTURING THE FRIEDMANS KL. 6 COFFEE&CIGARETTES kl. 6 ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI KING ARTHUR kl. 10.20 B.I. 14 THE VILLAGE kl. 8 B.I. 14 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALINEW YORK MINUTE kl. 4 og 6 THE VILLAGE kl. 10 B.I. 14 GOODBYE LENIN kl. 5.40 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6 og 10 M/ENSKU TALI YFIR 25000 GESTIR Ein besta ástarsaga allra tíma Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I. 12 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.50 & 6 M/ÍSL. CATWOMAN kl. 8 og 10.20 SÝND kl. 10.30 B.I. 16 HHH - Ó.H.T. Rás 2 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.20 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Dude Where Is My Car kemur steiktasta grínmynd ársins. THUNDERBIRDS SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND kl. 8 & 10.40 B.i. 14 HHH "Grípandi." H.L., Mbl HHH "Sterk og óvægin." Ó.Ö.H., DV SÝND kl. 8 HHHHS.G. Mbl. ■ TÖLVULEIKIR ■ TÓNLIST Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistar- kreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuð- um nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hik- ar ekki við að flagga getnaðarlim- um og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða. Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílu- brögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduað- stæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarfl- ar aldrei að manni að hér sé ver- ið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkj- unum. Þá er vandséð að opinská kyn- lífsatriðin í myndinni þjóni öðrum tilgangi en að ganga fram af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir klám- inu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undir- strika eitthvað í dramatískum til- gangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og of- beldi í myndum Baise-Moi og Ir- reversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg. Þórarinn Þórarinsson Klámhögg KEN PARK LEIKSTJÓRAR: LARRY CLARK, EDWARD LACHMAN AÐALHLUTVERK: TIFFANY LIMOS, JAMES RANSONE, JAMES BULLARD [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Allir í dans.. Samkvæmisdansar Para- og einstaklingshópar Kántrý Einkatímar Saumaklúbbar Fyrirtæki og lokaðir hópar Salsa - Mambó og Tjútt Skeifan 11.b Húnabúð.  Innritun 1. - 10.sept. Kennsla hefst sunnudaginn 12. september  Pör & Einstaklingar 14 vikur og ball. Innritun daglega frá kl. 13 - 19. í síma: 565 4027 861 6522  www.dih.is | audurdans@simnet.is | DÍ. faglærðir kennarar. Faglærðir Danskennarar. Auður Haralds Lizý Steinsd. ReykjavíkKennt á sunnudögum. Humarveisla á Argentínu Fjórréttaður Humarseðill Humar risotto með sellerífroðu og humarsósu Humar og villisveppa tagliatelle með skelfisksósu Nauta Entrécote með grilluðum humarhölum “Surf´n turf” Tveggja laga súkkulaðimús með jógúrtís. Dökk mús krydduð anis og vanillu, ljós mús krydduð kanil og kardimommum Kr. 5.900.- Valin vín frá Ernest & Julio Gallo og Peter Lehmann með kvöldverði kr. 2.700- Borðapantanir í síma 551 9555 eftir kl. 14:00 e-mail salur@argentina.is Erum byrjuð að taka frá fyrir jólahlaðborð. Sjáið leikhústilboð Argentínu á www.argentina.is Championship Manager á netið Tölvuleikjaframleiðandinn Eidos hefur tilkynnt um netútgáfu á söluhæsta „knattspyrnustjóra- leik“ allra tíma, Championship Manager. Championship Manager Online verður spilaður í gegnum áskrift á netsvæðinu www.cm-online.com frá og með janúar á næsta ári. Þetta er fjölspilunarnetleikur sem beinir spjótum sínum að störfum knattspyrnustjóra. Ásamt því að bjóða leikmönnum tækifæri á að reyna sig gegn þúsundum annarra stjóra gefur leikurinn möguleika á að setja upp svokallaða „buddy- deild“ þar sem hægt er að keppa gegn vinum sínum á afmörkuðu svæði. Að sögn Ólafs Jóelssonar hjá Skífunni verður hægt að spila net- leikinn nánast á rauntíma þar sem úrslitin í leikjunum verða að öll- um líkindum reiknuð yfir nóttina. Hægt verður að senda öðrum net- spilurum tölvupóst til að kaupa nýjan leikmann og allt gerist þetta á ógnarhraða. Ekki er vitað hvað áskriftin mun kosta. „Championship Manager hefur verið með vinsælli tölvuleikjum á Íslandi og í Bretlandi undanfarin ár,“ segir Ólafur. „Allir þeir sem hafa áhuga á fótbolta geta örugg- lega misst sig í þessum leik.“ Í næsta mánuði er síðan vænt- anlegur Championship Manager 5 fyrir PC-tölvur. Sá leikur verður hraðari en áður og sú bið sem vanalega hefur verið í leiknum verður úr sögunni. ■ U2 hefur hljóðritað sína eigin út- gáfu af Kraftwerk-laginu Neon Lights. Írska sveitin hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að leika mikið af tökulögum en útgáfuna af lagi þýsku teknóguðfeðranna verður að finna á smáskífunni Vertigo, sem er væntanleg í búðir 8. nóvember. Breiðskífan sem fylgir í kjöl- farið fær svo útgáfu síðar í þeim sama mánuði. Þar verður að finna 11 ný lög frá sveitinni en samkvæmt fréttatilkynningu hefur platan ekki enn hlotið nafn. Platan var hljóðrituð í Hanover Keys-hljóðverinu í Dublin. Steve Lillywhite stjórn- aði upptökum. Nýjustu fregnir af netinu herma að tvö lög af plötunni hafi þegar lekið út. Þau heita Love and Peace or Else og Miracle Drug. Aðdáendum sveitarinnar kemur þó ekki saman um hvort þarna sé um gömul óútgefin lög að ræða eða hvort þau séu ný. ■ CHAMPIONSHIP MANAGER Þessi vin- sæli leikur verður spilaður í gegnum áskrift á netsvæðinu www.cm-online.com. BONO „Hísa model end hís lúkking gút... djáng, djáng... djáng, djáng, djáng, djááng, djáng, djáng.“ U2 tekur Kraftwerk-lag Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 50-51 (38-39) Bíóauglýsingar 8.9.2004 19:12 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.