Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 4
4 10. september 2004 FÖSTUDAGUR RÁÐNING Félagsmálaráðherra sendi í gær Helgu Jónsdóttur borgarritara, umbeðinn rökstuðn- ing fyrir skipun Ragnhildar Arn- ljótsdóttur í embætti ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytisins. Helga var ekki búin að lesa rök- stuðninginn þegar blaðið fór í prentun og vildi ekkert láta eftir sér hafa. Engar upplýsingar feng- ust hjá félagsmálaráðuneytinu um hvað kæmi fram í honum. Sigurður Snævarr, borgar- hagfræðingur, sótti einnig um stöðuna. Hann hefur nú farið fram á útskýringu Árna Magn- ússonar, félagsmálaráðherra, á því hvers vegna hann hafi ekki verið talinn meðal þeirra hæf- ustu sem sóttu um stöðuna, en þeim var skipt í tvo flokka, hæfa og hæfasta. Sigurður gerir líka athugasemd við að umsækjend- unum hafi verið skipt í tvo flok- ka með þessum hætti. ,,Félags- málaráðherra þarf að gera grein fyrir því hvað var haft til hlið- sjónar þegar umsækjendum var skipt upp í tvo flokka með þess- um hætti og ég tel að hann hafi ekki haft leyfi til að gera það. Sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir að ráðningarstofan Mannafl hafði ekki skilað loka- skýrslu um umsækjendurna til ráðherrans“, segir Sigurður. ■ Gatnakerfi borgarinnar endanlega sprungið Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sem sækja vinnu eða eiga önnur erindi í höfuðborgina á háannatíma eru tíu til fimmtán mínútum lengur á leiðinni nú en áður vegna aukinnar umferðar. UMFERÐARMÁL „Það leikur engin vafi á að umferðarþunginn hefur sjaldan verið meiri en nú er,“ segir Karl Steinar Valsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni í Reykjavík. Umferðarþung- inn á stofnbrautum höfuðborgar- innar eykst ár frá ári og eru flestir vegfarendur sammála um að gatnakerfið í Reykjavík sé end- anlega sprungið. Karl Steinar segir áberandi hversu mikið hefur verið um árekstra í höfuðborginni í sumar og haust og segir tvímælalaust að ein meginástæða þess sé sú þunga umferð á morgnana og seinnipart dags þegar ökumenn fara úr og í vinnu. „September hefur verið einn versti mánuðurinn hvað varð- ar umferðina um árabil og bið hefur orðið á stórum framkvæmd- um við stofnbrautir í Reykjavík og brýn þörf orðin á að eitthvað sé gert við gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar.“ Karl Steinar sagði lögreglu- menn taka mið af erfiðum gatna- mótum þegar mikið liggur við og því hefði ekki enn komið til alvar- legra vandræða vegna þess að lögregla gæti ekki athafnað sig sökum umferðartafa. Birgir Finnsson, hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að komi til útkalla á annatímum í um- ferð sé viðbragðstími sjúkra- og slökkviliðs að sjálfsögðu skertur. „Það sem hefur bjargað okkur er að við getum kallað út sjúkra- eða slökkvilið frá þremur stöðum og komi eitthvað fyrir þegar umferð er mikil er tekið tillit til þess þegar ræst er út.“ Ýmsir hafa haft á orði að þessi síaukni umferðarþungi hljóti að þýða aukna megnun en sam- kvæmt upplýsingum frá Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur er það ekki raunin. „Það er fulldjúpt í árina tekið að segja að mengun hafi minnkað en hún hefur allavega ekki aukist,“ segir Lúðvík E. Gústafs- son, deildarstjóri hjá stofnun- inni. Þar er loftmengun mæld reglulega á nokkrum stöðum í borginni og sýna mælingar að loftmengun hefur ekki aukist. „Mælar sýna að almennt hefur mengun minnkað hin síðari ár og er það að miklu leyti að þakka sparneytnari bílum og auknum loftmengunarbúnaði í þeim sem ekki var áður til staðar. Einnig er svo mikil hreyfing á loftinu þegar heitt er í veðri að agnir safnast ekki saman að ráði. Það verður hins vegar vandamál í vetrarstillum þegar loft hreyfist lítið sem ekkert.“ albert@frettabladid.is Fjarðabyggð: Vantar vinnuafl ATVINNUMÁL Mikil eftirspurn er eftir vinnuafli í Fjarðabyggð um þessar mundir. Góð verkefna- staða er í fiskiðjuveri Síldar- vinnslunnar og skuttogararnir Barði og Bjartur hafa fiskað vel undanfarið. Hefðbundin bolfisk- vinnsla er stöðug og sem fyrr er hátt hlutfall í vinnslu á ferskum afurðum. Þá er stöðug slátrun á laxi frá Sæsilfri og Austlaxi en í laxa- sláturhúsinu er útlit fyrir aukna vinnslu. Auk þess er síldarver- tíð í nánd og mun eftirspurn eftir vinnuafli vera mikil þess vegna. ■ Viltu að Íslandsbanki og Landsbanki sameinist? Spurning dagsins í dag: Á að nýta hvalveiðibátana til hvala- skoðunar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 69,35% 30,65% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is KAFFIPÁSA Í KARPHÚSINU Á fögurra klukkustunda fundum er kaffið ómissandi mörgum. Tíu dagar eru í boðað kennaraverkfall. Kennaraverkfall: Tíu dagar til stefnu VERKFALL Tíu dagar eru í boðað verkfall kennara náist ekki samn- ingar við launanefnd sveitarfélag- anna. Grunnskólakennarar fóru síð- ast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldskólakennurum. Á vef Kennarasambands Ís- lands er haft eftir Finnboga Sig- urðssyni, formanni Félags grunn- skólakennara, að legið hafi við að formlega slitnaði upp úr kjaravið- ræðunum á þriðjudag. Við Frétta- blaðið sagði hann hvern í sinni skotgröfinni. Formaður launa- nefndar sveitarfélaganna segir hins vegar að þegar rétti taktur- inn í samningarviðræðunum finn- ist taki einungis fáeina daga að ná samningum. ■ Nýr Corolla. Tákn um gæði. www.toyota.is Það gerir lífið spennandi að vita ekki alltaf hvað bíður manns. En um bíla gegnir öðru máli. Þér finnst nýr Corolla spennandi kostur af því að þú veist hvað bíður þín í nýjum Corolla. Þú gerir kröfur um öfluga, hljóðláta og sparneytna vél, öryggi í umferðinni, þægindi í akstri og bíl sem er góður í endursölu. Þess vegna viltu nýjan Corolla og ert spenntur þegar þú sest undir stýri í fyrsta skipti. Komdu og prófaðu nýjan Corolla. Njóttu þess að lífið er spennandi! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 72 4 09 /2 00 4 MIKLABRAUT OG ÁRTÚNSBREKKAN Laust fyrir klukkan níu árdegis var stöðugur straumur bíla á leið í miðborgina. Þegar mest lætur ná raðirnar úr Grafarvogi langleiðina niður í miðbæ. Flestir þeir sem búa í Grafar- vogi eða í Árbæ gefa sér minnst hálftíma til að komast til vinnu á morgnana starfi þeir í borginni. KRINGLUMÝRARBRAUT ÁRDEGIS Í GÆR Langar raðir bifreiða á leið í bæinn kl. hálfníu í gærmorgun. Mælar sýndu að þegar mest var fóru 900 bílar um á tíu mínútna kafla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA /P JE TU R SI G U RÐ SS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA /P JE TU R SI G U RÐ SS O N Sigurður B. Finnsson: Klukkutíma að aka 15 km UMFERÐARMÁL „Ég er nú ekki venju- lega á ferð svona snemma dags en það tók mig heilar 50 mínútur að komast þessa fimmtán kílómetra,“ segir Sigurður B. Finnsson, sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun. Sigurður er einn þeirra sem keyra talsverða leið úr og í vinnu og það sem hann taldi stystu leið úr Mosfellsbæ að Háskóla Íslands í V e s t u r b æ Reykjavíkur tók hann tæpan klukkutíma að keyra á háannatíma fyrr í vikunni. „Eftir á að hyggja var ákveðið hugsunarleysi að ætla að fara beina leið milli tveggja punkta en ég bý svo vel að fara síðar í vinnu en aðrir og þess vegna losna ég við mesta umferðarstrauminn.“ ■ Steinn Á. Magnússon: Fleiri mislæg gatnamót UMFERÐARMÁL „Það er ekki bara í Reykjavík sem framkvæmdir og umferðartafir geta farið í taug- arnar á mér,“ segir Steinn Ár- mann Magnús- son leikari, en hann er búsettur í Hafnarfirði og sækir oft vinnu í önnur bæjarfé- lög. Steinn segir undarlegt hversu víða sé verið að setja upp hringtorg þegar slíkar hugmyndir hafi verið settar á hill- una erlendis. „Svo dettur engum í hug að setja mislæg gatnamót neins staðar. Það er eitthvað bogið við slíkar áætlanir en á það verður að líta að sumarið er tím- inn fyrir framkvæmdir ýmiss konar og maður lætur ekki allt fara í taugarnar á sér.“ ■ Marteinn S. Björnsson: Þung traffík alla daga UMFERÐARMÁL „Það er alveg sama úr hvaða átt er komið í borgina, alls staðar er stórvandamál að komast leiðar sinnar á skikkan- legum tíma,“ segir Marteinn S. B j ö r n s s o n , leigubílstjóri hjá Hreyfli. Mart- einn ekur bíl sín- um alla morgna og fullyrðir að aldrei fyrr hafi umferðin í bæn- um verið jafn mikil. „Hún er ægileg á köflum og ég satt best að segja vorkenni öllum þeim sem þurfa að aka til vinnu í borginni því nokk sama er hvaðan þeir koma, hvort sem það er Hafnarfjörður, Mosfellsbær eða Seltjarnarnes, alls staðar lendir fólk í umferðarteppu. Það er föstudagstraffík alla daga.“ ■ FUNDU FJÖLDAGRÖF Verkamenn fundu fjöldagröf þegar þeir voru við jarðvegsvinnu þar sem þeir eru að leggja veg í héraðinu Sulaimaniyah þar sem Kúrdar fara með völd. Talið er að í fjöldagröfinni sé að finna lík tuga og jafnvel hundraða einstaklinga sem Saddam Hussein lét taka af lífi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N HELGA JÓNSDÓTTIR Hefur borist rökstuðningur félagsmála- ráðuneytisins fyrir skipun Ragnhildar Arn- ljótsdóttur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Ráðning ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins: Ráðuneytið rökstyður ráðningu ■ ÍRAK 04-05 9.9.2004 21:54 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.