Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 8
10. september 2004 FÖSTUDAGUR Colin Powell ómyrkur í máli um atburði í Darfur: Ofsóknirnar jafngilda þjóðarmorði WASHINGTON, AP „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að þjóðar- morð hafi verið framið í Darfur og að súdanska ríkisstjórnin og Janjaweed beri á því ábyrgð. Það getur verið að þjóðarmorð eigi sér enn stað,“ sagði Colin Powell, ut- anríkismálaráðherra Bandaríkj- anna, þegar hann ávarpaði utan- ríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Janjaweed eru arabískar vígasveitir sem starfa með stjórnarhernum. Með yfirlýsingu sinni jók Powell þrýsting á alþjóðasamfé- lagið að grípa til aðgerða til að tryggja að ofsóknum á hendur þeldökkum íbúum Darfur linni. Þrýst hefur verið á súdönsk stjórnvöld að grípa til aðgerða en umdeilt er hvort það hafi skilað árangri. Niðurstöðu sína byggði Powell á rannsókn nefndar sem átti viðtöl við flóttamenn frá Darfur auk þess að safna öðrum sönnunar- gögnum. Þetta er í fyrsta skipti sem Powell segir að þjóðarmorð hafi átt sér stað en áður hafði hann ýjað að því að um þjóðar- morð kynni að vera að ræða. ■ Ráða leitað gegn leirfoki úr lónsstæði Starfsmenn Landsvirkjunar og Landgræðslunnar leita nú allra leiða til að hefta leirfok úr lónsstæði virkjunarinnar á Kárahnjúkum. Leir safn- ast þar upp og hætta er á áfoki á gróið land, þegar snjó og ísa leysir. KÁRAHNJÚKAR Starfsmenn Lands- virkjunar og Landgræðslunnar vinna nú að lausn á því hvernig hefta megi sand- og leirfok frá uppistöðulóninu við Kárahnjúka- virkjun, að sögn Sveins Runólfs- sonar landgræðslustjóra. Þegar virkjunin verður komin í notkun, lónsstæðið hefur fyllst og síðan sigið úr því aftur, situr mikið magn af leir eftir. Verulegt fok getur orð- ið upp úr lóninu þegar leirinn þorn- ar og hvessir í veðri. Slíkt getur haft í för með sér gróðureyðingu og uppblástur á stóru svæði. „Við höfum verið að vinna með Landsvirkjun að finna lausnir á því að stöðva þetta fok áður en það fer út á gróið land,“ sagði Sveinn Runólfsson. „Ljóst er að þarna hefur á undanförnum árum verið heilmikið leirfok af aurum Jöklu og einnig Jökulsár á Fjöll- um. En í samtölum við sérfræð- inga Landsvirkjunar hefur komið fram að þeir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir slíkt áfok úr lón- inu. Auðvitað ráða menn ekki við það sem fer í loftið. En rannsókn- ir sem standa yfir miða að því að stöðva þetta grófara efni, sem gæti fokið með skriði út úr lóns- stæðinu. Ég er sannfærður um að það muni takast, en það gæti orðið heilmikið verkefni í einstökum árum. Þetta verður örugglega misjafnt milli ára.“ Spurður um stærð leirfok- svæðisins sagði Sveinn að ekki væri búist við alvarlegu uppfoki nema öðrum megin við lónið. Það svæði væri 20 kílómetra langt og kannski um 100 metra breitt. „Uppi eru hugmyndir um að reisa svokallaðar fok - eða sand- gildrur,“ sagði Sveinn spurður um hugmyndir til að hefta leir- fokið. „Við erum nú með slíka rannsókn í gangi niður á Land- eyjasandi til þess að finna hag- kvæmustu lausnina. Skoðaður hefur verið möguleikinn á notk- un rykbindiefna. Ég er ekki mjög trúaður á þá aðferð. Loks eru menn með hugmyndir um ein- hvers konar áveitur og að bleyta í leirunum sem hætta væri á að fyki úr. Menn eru að úða stór svæði í landbúnaði um allan heim. Þetta er vel gerlegt því þegar frost er farið úr jörðu að vori þá er hætta á foki í tiltölu- lega skamman tíma. Það getur hvesst vel einu sinni eða tvisvar á því tímabili sem virkilega þarf að gera eitthvað.“ jss@frettabladid.is COLIN POWELL FYRIR ÞINGNEFND Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði þjóðarmorð framin á þeldökkum íbúum Darfur. DV LEIKUR INNBROTSÞJÓF Ekkert mál að brjótast inn með hjálp lásasmiðs Óásættanlegt segir yfirlögregluþjónn – hefur þú séð DV í dag? FORSMEKKUR Menn fengu forsmekkinn af því sem koma skal í flóðunum í Jöklu á dögunum. Nú eru uppi ráðagerðir um hvernig koma skuli í veg fyrir leirfok frá uppistöðulóninu á gróið land í framtíðinni. UMFERÐ Þeir sem sviptir hafa ver- ið ökuréttindum lengur en í þrjú ár geta nú sótt um endurveitingu réttindanna til embætta lög- reglustjóra í stað dómsmálaráðu- neytis. Jónmundur Kjartansson, yfir- lögregluþjónn hjá embætti ríkis- lögreglustjóra, segir breyting- arnar gerðar svo endurveitingin verði á tveimur stjórnsýslusvið- um í stað einnar. „Aðalbreytingin felst í því að nú er hægt að skjóta synjun ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins. Segjum að sá sem hafi verið sviptur öku- réttindum leiti til ríkislögreglu- stjóra og hann synji umsókn um endurveitingu ökuréttinda getur sá kært niðurstöðuna til dóms- málaráðuneytisins sem áður tók endanlega niðurstöðu.“ ■ VIÐ HRAÐAMÆLINGAR Sé fólki neitað um endurveitingu ökurétt- inda hafi það misst þau getur fólk áfrýjað frá 1.september. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N Ökuréttindi: Hægt að áfrýja missi ökuréttinda 08-09 9.9.2004 21:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.