Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 14
10. september 2004 FÖSTUDAGUR Utanríkisráðherra Ísraels ómyrkur í máli: Hótar að reka Arafat úr landi ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld eru nær því nú en nokkru sinni áður að reka Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá heimastjórnar- svæðum Palestínumanna, sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, þegar hann ávarpaði flokkssystkin sín í Likudbanda- laginu. Óvíst er þó hvort alvara búi að baki orðum hans og Shalom hafi aðeins verið að styrkja stöðu sína innan flokksins. Háttsettir ísraelskir embættis- menn sögðu engar áætlanir uppi um að víkja Arafat úr landi. Shalom er talinn einn af hugs- anlegum eftirmönnum Ariels Sharon forsætisráðherra sem leiðtogi Likudbandalagsins. Hann sækir stuðning sinn til harðlínumanna sem vilja lítið eða ekkert gefa eftir gagnvart Palestínumönnum. Palestínu- menn brugðust illa við málflutn- ingi hans. „Ég tel þetta hluta af herferð til að eyðileggja palest- ínsku heimastjórnina og skaða forsetann,“ sagði Saeb Erekat, ráðherra í palestínsku heima- stjórninni. Sjö Palestínumenn féllu fyrir hendi Ísraela í gær, þeirra á meðal níu ára drengur en einnig menn sem reyndu að skjóta flug- skeytum á landnemabyggðir Ísraela. ■ Við getum alltaf átt von á hryðjuverkum Átta létust og á annað hundrað særðust í sprengjuárás í Djakarta. Ómar Valdimarsson, sem býr í nágrenni staðarins þar sem árásin var gerð, segir hryðjuverk eins og þetta hættu sem fólk býr við dag hvern. INDÓNESÍA Átta létu lífið þegar sprengja sprakk fyrir framan ástralska sendiráðið í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær- morgun. Hátt í 200 manns slös- uðust í sprengingunni, sem var gríðarlega öflug. Á síðustu fimm árum hafa 260 manns látist í níu hryðju- verkaárásum í Indónesíu. Þeirra mannskæðust var sprengjuárás- in á skemmtistað á ferðamanna- eyjunni Balí þar sem 202 létu lífið. 33 meðlimir Jemaah Isla- miyah-samtakanna hafa verið sakfelldir fyrir þá árás. Eftir árásina í gær voru stjórnvöld fljót að saka samtökin um að standa að henni. „Eftir það sem gerðist í Rúss- landi og þetta stimplast það enn betur inn í kollinn á manni að maður er hvergi óhultur,“ segir Ómar Valdimarsson, sem hefur starfað í Djakarta í eitt ár á vegum Rauða krossins. „Í þessu landi getur maður alltaf átt von á þessu.“ „Í Djakarta eru gríðarlegar öryggisráðstafanir alls staðar. Hér fer enginn inn í stóru versl- anirnar án þess að bílarnir séu speglaðir og að fólk fari í gegn- um málmleitartæki. Það er skýrt eftirlit með öllu. Það hefur að vísu slaknað á því að undan- förnu og fólk hefur hugsað með sér sem svo að þetta hljóti að vera í lagi núna. Árásin nú sýnir að það borgar sig kannski ekki að slaka mikið á,“ segir Ómar. Ómar býr nálægt ástralska sendiráðinu og vinnur í ná- grenninu. Til að komast á milli fer hann um götuna þar sem sprengjan sprakk og var þar á ferð nokkru fyrir árásina. Útlendingar eru mjög varir um sig að sögn Ómars, sérstak- lega Bandaríkjamenn og Ástral- ar. „Það er litið á Ástrala hér eins og Ameríkana í Evrópu. Dálitlir stóru bræður og tala svolítið digurbarkalega,“ segir hann. Bandaríkjamenn voru fljótir að bregðast við eftir árásina og voru búnir að bjóða Rauða krossinum fjárhagsað- stoð til að hjálpa særðu fólki stundarfjórðungi eftir að árásin var gerð. Auk hryðjuverkaárásanna eiga vopnuð átök sér stað á nokkrum stöðum í Indónesíu og það verða menn að hafa í huga þegar þeir ferðast þar um, segir Ómar. Fram undan er mikil ferðahelgi en mánudagur er frí- dagur vegna himnafarar Mú- hameðs spámanns. Ómar er á leið til Balí með 20 manna hópi vegna fundar. Hann segir óvíst hvort hópurinn komist vegna mikils öryggisviðbúnaðar. brynjolfur@frettabladid.is SILVAN SHALOM OG JASSER ARAFAT Ísraelski utanríkisráðherrann hefur tvisvar á innan við viku látið að því liggja að Arafat verði rekinn frá Palestínu á næstunni. Ara- fat hefur ekki getað ferðast til útlanda af ótta við að fá ekki að snúa aftur. SÆRÐ KONA FLUTT Á BROTT Þrátt fyrir mikinn öryggisviðbúnað í Djakarta tókst hryðjuverkamönnum að sprengja bílsprengju fyrir framan ástralska sendiráðið. Meðal þeirra sem létust voru þrír lögreglumenn sem gættu sendiráðsins. ÓMAR VALDIMARSSON „Það eru alls staðar vopnaðir verðir og steyptir vegatálmar hér og þar.“ 14-15 9.9.2004 18:37 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.