Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 19
Opið alla helgina *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. DAV-SC5 Magnari 5x90W RMS Bassahátalari 80W RMS S-Master Digital magnari 5.995 krónur í 12 mánuði* eða 71.940 krónur DAV-SC6 Magnari 5x100W RMS Bassahátalari 100W RMS S-Master Digital magnari 7.995 krónur í 12 mánuði* eða 107.940 krónur DAV-SC8 Magnari 5x100W RMS Bassahátalari 135W RMS S-Master Digital magnari 9.995 krónur í 12 mánuði* eða 119.940 krónur Heimabíóið -fæst í Kringlunni 19FÖSTUDAGUR 10. september 2004 SÍMINN Hlutabréf í Símanum ruku upp í Kauphöll Íslands í gær. Verðið hækkaði um 17,5 prósent í fimm viðskiptum og samkvæmt núverandi gengi er Síminn um 66 milljarða króna virði. Það ber þó að hafa í huga að einungis um eitt prósent af hluta- bréfum í félaginu eru á markaði. Hin 99 prósentin eru í höndum ríkisins. Verðmyndun á bréfum í félaginu er því ekki endilega talin gefa eðlilega mynd af raunveru- legu verði. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrir hópar fjár- festa vinni nú þegar að því að mynda samstarf um kaup á kjöl- festuhlut í Símanum þegar félagið verður einkavætt. Fjárfestar hafa bæði pólitískar og rekstrarlegar forsendur í huga við undirbúning- inn en flestir munu þó telja að verðið á fyrirtækinu verði á bilinu 35 til 45 milljarðar króna. Einkavæðingarnefnd hefur enn ekki auglýst eftir ráðgjafa við sölu á Símanum en talið er fullvíst að stefnt sé að því að salan eigi sér stað innan nokkurra mánaða. Meðal þeirra aðila sem talið er víst að hafi áhuga á að eignast Símann eru Straumur fjárfesting- arbanki og S-hópurinn svokallaði, hugsanlega með aðkomu stjórn- enda Símans. Þá telja aðilar á markaði líklegt að Björgólfs- feðgar hafi áhuga á fyrirtækinu. Ekkert hefur þó fengist staðfest í þessum efnum. Fjárfestar telja að miklir hag- ræðingarmöguleikar séu í rekstr- inum en óttast að ströng útboðs- skilyrði kunni að binda hendur eigenda. ■ Hlutabréf í Símanum hækkuðu í gær: Fjárfestahópar í startholunum HLUTHAFAR Á FUNDI Geir H. Haarde fjármálaráðherra er hand- hafi 99 prósenta hlutafjár í Símanum. Með honum á myndinni eru Baldur Guðlaugs- son ráðuneytisstjóri og Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður Geirs. ÁHRIF ÍBÚÐALÁNA Bolli Þór Bollason býst við því að íbúða- lánin hafi áhrif á einkaneyslu og auki verð- bólgu um 0,25 prósent á ári næstu tvö ár. Fjármálaráðuneytið um íbúðalán: Munu hækka verð- bólgu EFNHAGSMÁL Fjármálaráðuneytið segir ný íbúðalán kalla á endur- skoðun verðbólguspár. Bolli Þór Bollason, forstöðumaður efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins, segir að í nýrri spá sem kynnt verður um mánaðamótin verði líklega gert ráð fyrir 0,25 prósenta hærri spá en í spá ráðu- neytisins í maí. Samkvæmt því yrði verðbólga næsta árs 3,5 prósent og 3,25 pró- sent á árinu 2006. Bolli segir að erfitt sé að meta hver áhrif íbúða- lánanna verði. „Það sem okkur sýnist er að þetta muni hafa tölu- verð áhrif og þar með slá út í verðbólguspá okkar.“ Hann býst við að áhrifin birtist meðal annars í hækkun á fasteignamarkaði, sér- staklega á stærri eignum. Bolli segir að fjármálaráðu- neytið taki undir með hagspeking- um markaðarins um að mikilvægt sé að aðhald verði í opinberum rekstri. Íslendingar hafa ekki áður staðið frammi fyrir endurfjár- mögnun húsnæðislána eins og þekkt er í nágrannalöndum. Bolli segir að þekkt sé til dæmis í Dan- mörku að slíkar endurfjármagn- anir hafi farið af krafti í einka- neysluna. „Hvað gera þá Íslend- ingar sem kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum?“ ■ RÓLEGT Í KAUPHÖLL Rólegt var yfir hlutabréfamarkaði í gær. Mest viðskipti voru með bréf Össurar fyrir 1,2 milljarða, en til- tölulega lítil viðskipti voru með bréf annarra félaga. Rólegt var einnig á tilkynningasíðu Kaup- hallarinnar þar sem einungis ein frétt birtist. Hún var um lækkaða vexti viðbótarlána Íbúðalánasjóðs og hafði þegar birst í fjölmiðlum. SAMRUNI Í TÖLVUKERFUM Verk- fræðistofa Hafliða Loftssonar hefur sameinast ANZA undir merkjum þess síðarnefnda. Sam- einað fyrirtækið býður upp á heildstæða útvistunarþjónustu fyrir framleiðslufyrirtæki. Með öðrum orðum sér fyrirtækið um rekstur tölvukerfa og vistar gögn fyrir fyrirtæki sem geta þá ein- beitt sér að kjarnastarfsemi sinni. ■ VIÐSKIPTI 18-19 Viðskipti 9.9.2004 20:01 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.