Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 108 stk. Keypt & selt 26 stk. Þjónusta 36 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 11 stk. Húsnæði 27 stk. Atvinna 29 stk. Tilkynningar 8 stk. Íslenskir réttir öðlast nýtt líf BLS. 4 Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 10. september, 254. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.37 13.25 20.10 Akureyri 6.18 13.09 19.58 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Áhugi á ræktun matjurta hefur aukist gríð- arlega og ef til vill hefur það sitt að segja að mataræði okkar hefur breyst og hafa krydd- jurtir og salöt aukist mikið í fæðunni,“ segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og umsjónarmaður nytjajurtagarðs Grasa- garðsins í Laugardal. Á dögunum var mikil uppskeruhátíð í Grasagarðinum þar sem fræðsla og smökkun var í boði. Í garðinum eru um 120 tegundir matjurta, þar á meðal kryddplöntur, berjarunnar og rabarbari. „Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og hef ég mikinn áhuga á matlauknum núna. Ekki er hægt að bera saman lauk sem maður ræktar sjálfur við þann sem fæst í verslunum, laukur og laukur er ekki það sama,“ segir Auður. Matlaukinn er tiltölu- lega auðvelt að rækta og er hann settur nið- ur á vorin og tekinn upp á haustin. Eftir að fólk er búið að taka upp laukinn og aðrar matjurtir á haustin vill gleymast að huga að jarðveginum. „Góður jarðvegur er grund- vallaratriði í ræktun matjurta og er aldrei hægt að leggja nógu mikla áherslu á það,“ segir Auður og ráðleggur hún fólki að setja lífrænan húsdýraáburð í moldina á haustin svo hann nái að brotna vel yfir veturinn. „Hvítlaukur er matjurt sem hægt er að setja niður á haustin og gilda sömu reglur um hann og annað að jarðvegurinn verður að vera góður,“ segir Auður en laukurinn er settur niður í september eða október. Til að rækta hvítlauk er valinn góður heilbrigður laukur með fallegum og stórum laufum og er eitt lauf sett um það bil 5 cm ofan í jarð- veginn og haft er um 10 til 15 cm bil á milli laufa. Lauknum þarf að velja sólríkan og hlýjan stað í garðinum og byrjar hann að vaxa um leið en svo þegar fer að frysta þá stoppar hann og fer í dvala. Mikilvægt er að gott frárennsli sé í jarðveginum svo ekki safnist mikil bleyta því þá þránar laukur- inn. Með hlýnandi veðri á vorin tekur hann við sér og heldur áfram að vaxa og er hann tilbúinn þegar þrjú neðstu blöðin visna. „Ferskur hvítlaukur er engu líkur og þegar hann er ræktaður lífrænt fáum við svo fallegan lauk,“ segir Auður og bendir á að græna grasið sem vex af hvítlauknum er hægt að nýta með því að klippa niður í sal- at eða jafnvel blanda með sýrðum rjóma. Kryddjurtirnar eru bestar ferskar, segir Auður, svo sniðugt er að kippa þeim inn fyr- ir veturinn og leyfa þeim að vaxa áfram í eldhúsglugganum. Ágætt getur líka verið að þurrka þær til geymslu en steinseljuna er auðvelt að frysta ferska. kristineva@frettabladid.is Að rækta sínar eigin matjurtir: Laukur og laukur ekki það sama Auður Jónsdóttir hefur fengið sérstakan áhuga á ræktun matlauka. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mamma, þegar ég verð níu verð ég þá beint eða beyglað níu? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA heimili@frettabladid.is Hinar sívinsælu Play- Station2 tölvur eru á tilboði um þessar mundir í BT búðunum sjö og eru nú allir litir seldir á sama verði, 13.999, en áður voru bláar og silfraðar á 17.999. Þeir sem kunna betur við að stjórna með stýri og fótstigi en með stýripinnum geta líka glaðst yfir því að slíkur útbúnaður hefur lækkað um þúsundkall, úr 9.999 í 8.999, og Spiderman- leikurinn sem er uppáhald æði margra hefur líka lækkað um þúsundkall og selst nú á 4.999. Hjá versluninni Epal má alltaf finna ýmsa hluti á tilboði og það með verulegum afslætti, allt upp í 80%. Þetta geta ver- ið stólar sem orð- ið hafa afgangs eða aðrar vörur sem mikið er til af og þykir tilhlýðilegt að lækka í verði. Húsgögnin í Epal eru mörg hver norræn að uppruna, til dæmis sænsk og dönsk, en ítölsk og þýsk fljóta þar með og mörg hver eru eftir þekkta hönnuði. Ef farið er inn á vef verslunarinnar epal.is er auðvelt að sjá hvað til er. Meðal þess sem nú er á til- boði er þýskir kistlar eftir Harri Korkinen. Snjóboltinn og fleiri valdar gler- vörur frá Kosta Boda eru á tilboði í versluninni Villeroy & Boch í Kringlunni. Til- efnið er sýning Lista- safns Íslands á sænskum glerlista- verkum. Hægt er að fá tvo litla snjó- bolta og einn af mið- stærð á samtals 3.390 krónur. Þá eru á tilboðinu skálar eftir Kjell Ingman sem einmitt gaf verk á sýninguna í Listasafninu og diskar eftir sænsku listakonuna Ulriku svo eitthvað sé nefnt. Baðinnréttingar í miklu úrvali eru á tilboði hjá Innréttingum og tækjum í Ármúla 31. Þær eru til afgreiðslu af lager með 25%-40% af- slætti en allar eru þær til sýnis í versl- uninni. Til- boðið stend- ur út þennan mánuð eða á meðan birgð- ir endast. Liggur í loftinu FYRIR HEIMILIÐ 21 (01) Allt forsíða 9.9.2004 16:44 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.