Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 24
„Við byrjuðum rólega síðasta föstudag og erum svona að koma þessu í gang. En bráðlega verður formleg opnun með pompi og prakt,“ segir Dagbjartur Bjarna- son, sem unnið hefur að því að koma á fót nýjum stað hjá Nings uppi við Gullinbrú. Dagbjartur er yfir sig ánægður með staðsetning- una. „Hér er svo flott útsýni og svo erum við með fjölmenni í kringum okkur. Iðnaðarmennina í hádeginu og íbúa Grafarvogs, Grafarholts og fleiri nærliggjandi hverfa á kvöldin.“ Hann segir staðinn fyrst og fremst opnaðan til að bæta þjónustuna við viðskiptavini Nings. Þetta er þriðji sjálfstæði veitingastaðurinn undir hans merki sem býður upp á bæði borð á staðnum og heimsendingu og auk þess er einn „Take away“ staður í Kringlunni. „Þessi er sá glæsileg- asti,“ segir Dagbjartur að lokum. ■ Chilipipar er góður á bragðið og skemmtilega krassandi í alla matargerð. Piparinn er hins vegar ekki fyrir alla og sumir sitja eftir með brennandi munninn eftir að hafa borðað hann. Besta ráðið er þá að drekka mjólk því hún slekkur eldinn í tungunni samstundis. Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Safaríkt nauta- og hvítlauks Lo Mein Flestir sem einhvern tíma hafa smakkað kínverskan mat kannast við það hvernig löngun eftir slíkri fæðu getur gripið mann heljar- tökum fyrirvaralaust. Þessi réttur er frábær og auðveld líkn við þraut þegar þannig stendur á. Skerið nautakjöt- ið örþunnt, veltið vel upp úr marín- eringunni og lát- ið liggja í um 10 mínútur. Steikið kjötið þá í ólífuol- íu á pönnu í um 5 mínutur. Setjið til hliðar. Setjið núðlurnar í sjóð- andi vatn og sjóð- ið í 2 mínútur. Sigtið þá vatnið frá núðlunum og látið kalt vatn renna yfir þær, setjið til hliðar. Blandið öllum hráefnum sósunnar vel saman í skál. Setjið til hliðar. Steikið sveppi, lauk, hvítlauk og engifer saman á pönnu í um 2 mínútur. Blandið þá sósunni saman við og látið suðu koma upp. Hrærið vel á meðan. Setjið að síðustu snittubaunir, kjöt og núðlur út í og hitið í 1 mínútu. Berið fram og njótið vel. ■ Nautasnitsel 300 g ungnautasnitsel (skorið í örþunnar sneiðar) 500 kr. 300 g snittubaunir (ég kaupi frosnar)160 kr. 200 g sveppir (skornir í sneiðar) 150 kr 1 rauður laukur (skorinn í fínlega fleyga) 2 msk. ferskur engifer (rifinn) 5 hvítlauksrif (marin með hnífsblaði og söxuð smátt) 2 pk. kínverskar 3 mínútna núðlur 118 kr Marinering: 5 hvítlauksrif (marin með hnífsblaði og söxuð smátt) 1 msk. sykur 2 msk. sojasósa 1 msk. balsam edik Sósa 3 dl vatn 2 kryddpokar sem fylgja núðlunum 3 msk. sojasósa 2 msk. kartöflumjöl 1 1/2 tsk. sesamolía Íslenskir réttir öðlast nýtt líf Þótt matreiðslubækurnar Cool Cuisine og Cool Dishes heiti framandi nöfnum inni- halda þær bæði þjóðlegar og nútímalegri uppskriftir að rammíslenskum mat. Þar öðlast hefðbundnir réttir nýtt líf svo sem kjötsúpa, plokkfiskur, hangikjöt og steikt slátur og lýst er hvernig matreiða á lunda, hreindýr, lambakjöt, kræk- ling og ferskan fisk svo nokkuð sé nefnt. Myndirnar eru þannig að maður fær vatn í munninn og hönnun bókanna vekur upp hungur og lyst. Hér er komin góð viðbót við þær ferðamannabækur sem á markaðnum eru og henta líka vel til gjafa. Þær eru í fallegu broti og mjúkar viðkomu. Cool Cuisine er 147 blaðsíður að stærð og í henni eru um 100 uppskriftir en Cool Dishes er í smærra broti, 74 blaðsíður að stærð og í henni er úrval upp- skrifta úr fyrrnefndu bók- inni. Það er Matarástarkonan góðkunna Nanna Rögnvald- ardóttir sem hefur tekið efn- ið saman og Gísli Egill Hrafnsson er myndasmiður- inn. Vaka Helgafell gefur bækurnar út. ■ Vínin frá Le Cep Francais eru í afar neyt- endavænum umbúðum. Þegar hellt er úr stútnum dregur pokinn innan í kassanum sig saman þannig að ekkert loft situr eftir inn í pokanum og eykur þetta endingu vínsins. Eft- ir að pakkningin hefur verið opnuð á vínið að geymast í allt að sex vikur. Chilean Cabernet Sauvignon er þægilegt vín til neyslu, flauels- mjúkt og nokkuð bragðmikið. Hentar vel með lambi og svínakjöti, mildum pastaréttum og mjúkum ostum. Nýtt verð í Vínbúðum 2.990 kr. (verðlækkun 500 kr.) Chilean Cabernet Sauvignon Neytendavænar umbúðir Rauðvín vikunnar Nýr Nings: Flott útsýni og fjölmenni í kring Það er ekki oft sem verð á víni lækkar á Íslandi en um mánaðamót- in var verð á vinsælu kassavíni lækk- að umtalsvert. Um er að ræða kassa- vín frá franska vínfyrirtækinu Le Cep Francais. Chardonnay-þrúgan stendur vel fyrir sínu í boðum. Þetta ágæta kassavín er ákaflega ferskt og líflegt og ávöxturinn kemur vel fram. Fer afar vel með sushi, fiskréttum og ljósu kjöti. Eins mjög gott eitt og sér. Nýtt verð í Vínbúðum 2.990 kr. (verðlækkun 500 kr.) Italian Chardonnay Verðlækkun á kassavínum Hvítvín vikunnar Nýi staðurinn verður opnaður formlega á næstunni. 24 (04) Allt matur 9.9.2004 18:47 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.