Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 30
Á þessum degi árið 1924 voru tveir 19 ára spjátrungar, Richard Loeb og Nathan Leopold, fundnir sekir um morðið á hinum 14 ára gamla Bobby Franks. Morðið er sögufrægt og ekki síður réttar- höldin yfir morðingjunum en jafnan er talað um morðið á Franks sem fyrsta morðið í glæpasögu Bandaríkjanna sem var einungis framið ánægjunnar vegna. Leopold og Loeb áttu ekkert sökótt við skóladrenginn en höfðu lengi látið sig dreyma um að fremja hinn fullkomna glæp. Glæpur þeirra var þó ekki full- komnari en svo að Leopold missti gleraugun sín þar sem þeir skildu við líkið. Gleraugun voru býsna sjaldgæf og lögreglan komst því fljótt á slóð morðingjanna. Fjölskyldur Leopolds og Loebs fengu lögfræðinginn goðsagna- kennda Clarence Darrow til þess að verja piltana og í vörn sinni dró hann það samfélag sem gæti af sér slíka morðingja til ábyrgðar og tókst að forða drengjunum frá dauðadómi. ■ „Ég geri nú líklega ekki mikið í tilefni dagsins núna,“ segir út- varpskonan ástæla Gerður G. Bjarklind sem er 62 ára í dag. „Ég er að vinna í dag og er því alveg löglega afsökuð.“ Þó að Gerður sé of upptekin til þess að sinna þessum tímamótum í dag útilokar hún þó ekki að hún geri sér einhvern dagamun um helgina. „Þetta er auðvitað bara pínulítið afmæli en það er aldrei að vita nema ég slái í köku og bjóði í kaffi á næstu dögum. Það er nú líka bara þan- nig að þótt ég sé ekki endilega í stuði á afmælisdaginn þá getur vel verið að ég verði í stuði seinna.“ Gerður segist ekki hafa lagt neitt sérstaklega upp úr veislu- höldum á þessum degi hingað til en þó drífi alltaf eitthvað skemmtilegt á afmælisdagana hennar sem geri þá eftirminni- lega. „Það var ógurlega gaman þegar ég varð 60 ára fyrir tveimur árum. Ég fór til útlanda og hafði það mjög gott og svo má segja að ég hafi stöðugt ver- ið að halda upp á afmælið með veislum hér og þar fram eftir vetri. Ég kallaði til dæmis sam- starfsfólk mitt á Útvarpinu í kaffi á fimmtu hæðinni í Efsta- leitinu og það var afskaplega huggulegt og gott boð. Ég hélt aðeins stærri veislu þegar ég varð 50 ára en annars held ég að það sé ágætt að slá upp einni al- mennilegri afmælisveislu yfir ævina og ef ég lifi til að verða sjötug getur vel verið að ég haldi almennilega upp á það en það er bara eitthvað sem Guð einn veit.“ Gerður segir allan gang hafa verið á því hvernig hún fagnaði afmælinu í æsku og oft hefði dagurinn hálfpartinn gleymst í daglegu amstri. „Ég er haust- barn og var oft um það bil að byrja í skólanum eða jafnvel enn í sveitinni þegar daginn bar upp. Ég gerði sjálfsagt meira með þetta eftir að ég varð eldri og fór að ráða mér sjálf en ég hef samt líka oft verið í fríum á þessum tíma og hef þannig fagnað afmælinu í útlöndum, m.a. í Bretlandi og á Spáni.“ ■ Kærar þakkir fyrir hlýhug og kveðjur við fráfall Eiríks Baldvinssonar sem lést þriðjudaginn 24. ágúst sl. Silja Sjöfn Eiríksdóttir, Edda Völva Eiríksdóttir og Friðrik Theodórsson, Vésteinn Rúni Eiríksson og Harpa Karlsdóttir og barnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, Sigrún Jónsdóttir Aðalgötu 14, Stykkishólmi verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju á morgun, laugardaginn 11. september, kl. 15. Hólmgeir Sturla Þórsteinsson, Margrét Hólmgeirsdóttir, Jón Glúmur Hólmgeirsson, Þórhildur Hólmgeirsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Margrét Sigtryggsdóttir, Ragnar Þór Jónsson, Róshildur Jónsdóttir, Þórsteinn Glúmsson, Aðalbjörg Pálsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jón Víðir Steindórsson frá Teigi, Bröttukinn 20 lést þriðjudaginn 7. september. Jarðarförin auglýst síðar. Rannveig S. Guðmundsdóttir, Sæunn Jónsdóttir, Margrét Ólöf Jónsdóttir og Hilmar Jónsson, Oddný Jóhanna Jónsdóttir og Björgvin Þór Ingvarsson, Laufey Brá Jónsdóttir og Jón Ingi Hákonarson, Edda Rún Jónsdóttir og Sigþór Marteinsson og barnabörn. 22 10. september 2004 FÖSTUDAGUR COLIN FIRTH Þessi bráðhuggulegi breski leikari hefur brugðið sér í gervi jafn magnaðra hjartaknúsara og Mark Darcy, unnusta Bridgetar Jones, og hins eina sanna Darcy í Pride and Predjudice eftir Jane Austen. ÞETTA GERÐIST LEOPOLD OG LOEB VORU FUNDNIR SEKIR UM MORÐ Á 14 ÁRA SKÓLASTRÁK 10. september 1924 „Ég elska þig jafnvel þegar þú ert veik og lítur ógeðslega út.“ - Það vantar ekki rómantíkina þegar Colin Firth slær ótrúrri eigin- konu sinni gullhamra í rómantísku gamanmyndinni Love Actually. ÞETTA GERÐIST LÍKA 1846 Elias Howe fær einkaleyfi á hug- mynd sinni að saumavélinni. 1939 Kanada lýsir yfir stríði á hendur Þjóðverjum. 1940 Buckingham-höll verður fyrir þýskri sprengju. 1943 Þýskar hersveitir hernema Róm í seinni heimsstyrjöldinni. 1945 Vidkun Quisling er dæmdur til dauða fyrir samráð við nasista. 1955 Gunsmoke-sjónvarpsþættirnir hefja göngu sína á CBS. 1963 20 svartir nemendur hefja skóla- göngu í almenningsskólum í Ala- bama og þar með er bundinn endi á rimmu milli ríkisvaldsins og ríkisstjórans George C. Wallace. 1977 Hamida Djandoubi, dæmdur morðingi, verður síðasti maðurinn sem tekinn er af lífi með fallöx- inni í Frakklandi. 2003 Brjálæðingur ræðst að Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, með hnífstungum í verslunarmið- stöð. AFMÆLI: GERÐUR G. BJARKLIND ER 62 ÁRA Morðingjar sleppa við hengingu AFMÆLI Sævar Pálsson varð fimmtugur þann 10. ágúst og til þess að fagna þeim áfanga tekur hann á móti vinum og vandamönn- um í sal Iðnaðarmanna að Skipholti 70 í dag frá klukkan 18.30. ANDLÁT Einar Frímannsson, Bláhömrum 2, lést 30. ágúst. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Erna Kristjánsdóttir, Kríuási 15, lést 31. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjördís Oddgeirsdóttir lést 1. septem- ber. Dóra Guðbjartsdóttir, Aragötu 13, lést 3. september. Pétur W. Kristjánsson, tónlistarmaður, lést 3. september. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju 16. september klukkan 15. Ástrós Reginbaldursdóttir lést 5. sept- ember. Laufey Ólafsdóttir, Skriðustekk 1, lést 6. september. Sveinn Víðir Friðgeirsson, skipstjóri, lést 6. september. Ragna Helga Rögnvaldsdóttir, hjúkrun- arheimilinu Eir, lést 8. september. JARÐARFARIR 13.30 Njáll Guðmundsson, bygginga- tæknifræðingur, verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Karólína Guðný Þorsteinsdóttir, Sporðagrunni 4, verður jarðsung- in frá Laugarneskirkju. 13.30 Lilja Þórarinsdóttir, áður Hólm- garði 49, verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju. 13.30 Jóhann Valdemarsson, frá Möðruvöllum, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Ólafur Jónsson, frá Katanesi, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju í Saurbæ. 15.00 Una Kjartansdóttir, Sjafnargötu 4, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 16.00 Karl Valur Karlsson, Vallholti 22, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkur- kirkju. GERÐUR G. BJARKLIND Flestir sem komnir eru til vits og ára þekkja rödd Gerðar G. Bjarklind sem hefur ómað í Útvarpinu árum sam- an. Hún sér um þáttinn Óskastundina og fer ekki leynt með að Útvarpið sé óskavinnustaður. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af vinnunni og væri sennilega farin fyrir löngu annars. Hér er líka svo skemmtilegt og gott fólk og það heldur líka í mann.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Löglega afsökuð frá veisluhöldum MORÐINGJARNIR Leopold og Loeb spjalla saman í réttarsalnum þar sem Clarence Darrow tókst að bjarga þeim frá hengingu. 30-31 (22-23) Tímamót 9.9.2004 18:57 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.