Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 10. september 2004                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ A F      *     CE *  ! *   )   & *  '   %  *  ( (      *   /*  -   *   '   Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardag 10-14.30 Opið laugardag 10-14.30 Stór og fallegur humar Vertu góður við elskuna þína um helgina Reykjanesmótið í körfubolta fór af stað í fyrrakvöld: Grindavík og Njarðvík bæði á sigurbraut KÖRFUBOLTI Grindvíkingar og Njarð- víkingar byrjuðu Reykjanesmótið í körfubolta vel í fyrrakvöld þegar fyrsta umferðin af þremur fór fram í Grindavík. Hinar tvær verða spilaðar í Keflavík á þriðju- daginn og í Njarðvík næstkomandi fimmtudag. Úrslitaleikir mótsins fara síðan fram annan mánudag. Njarðvíkingar unnu Hauka í fyrri leik kvöldsins 72-63 eftir að hafa haft 11 stiga forskot, 41-30, í hálfleik. Njarðvíkingar skoruðu 13 fyrstu stig annars leikhluta og breyttu þá stöðunni úr 21-17 í 34- 17 og eftir það héldu þeir góðum tökum á leiknum. Brenton Birmingham er allur að braggast eftir meiðslahrjáð sumar og hann skorað 20 stig fyrir Njarðvíkurlið- ið. Næstir honum komur þrír ung- ir strákar, þeir Kristján Örn Sig- urðsson með 13 stig, Guðmundur Jónsson með 12 og Ólafur Aron Ingvason með 11 stig. Besti ungi leikmaður síðustu tveggja ára, Sævar Ingi Haraldsson, var allt í öllu hjá Haukum og stigahæstur með 19 stig en Kristinn Jónasson bætti við 13 stigum. Mirko Viri- jevic lék sinn fyrsta alvöru móts- leik með Haukaliðinu eftir að hafa skipt yfir úr Breiðabliki og skor- aði sjö stig, þar af fimm í fyrsta leikhluta. Miklar sveiflur Það voru miklar sveiflur í 17 stiga sigri Grindvíkinga á ná- grönnum sínum úr Keflavík, 103- 86. Íslandsmeistarnir úr Keflavík, sem léku án margra lykilmanna, voru komnir tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 13-23, og virt- ust vera í góðum málum. Annað kom á daginn, Grindavík fann leið- ina að körfunni og skoraði 90 stig í síðustu þremur leikhlutunum og vann leikinn 103-86. Darrel Lewis skoraði 16 af 22 stigum sínum í öðrum leikhluta þegar Grindavík- urliðið náði að minnka muninn nið- ur í þrjú stig fyrir hálfleik, 43-46. Darrel var stigahæstur en Morten Szmiedowicz skoraði 18 stig og þessi hávaxni íslenski strákur getur greinilega skilað miklu til liðsins í vetur. Helgi Jónas Guð- finnsson skoraði 14 stig, Guðlaug- ur Eyjólfsson var með 13, Þorleif- ur Ólafsson skoraði 12 stig og Egg- ert Daði Pálsson var síðan sjötti maður liðsins með tveggja stafa stigaskor en hann var með 10 stig. Hjá Keflavík skoraði Gunnar Ein- arsson 24 stig, Davíð Þór Jónsson var með 16 og Hjörtur Harðarson skoraði 15 stig. Í næstu umferð sem fram fer í Keflavík þriðjudaginn 14. septem- ber mætast Grindavík og Haukar klukkan 19.00 og Keflavík tekur síðan á móti erkifjendum sínum úr Njarðvík klukkan 21.00. AÐ BRAGG- AST Brenton Birmingham skoraði 20 stig fyrir Njarðvík í sigri á Hauk- um. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 34-35 (26-27) Íþróttir2 9.9.2004 19:14 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.